Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Síða 222
ERLA HULDA HALLDORSDOTTIR
og staðfesta þannig ríkjandi fyrirkomulag og hugmyndir.5 Með þessari
fullyrðingu tek ég undir rök sagnfræðingsins Rebeccu Rogers sem segir í
nýlegri grein að aukin áhersla á menntun kvenna í Evrópu á átjándu og
nítjándu öld hafi verið viðbrögð við samfélagslegum breytingum og iðn-
væðingu. Menntun eða þjálfun á sviði hefðbundins hlutverks kvenna var
þannig hður í því að tryggja tilvist heimilisins.6 * Jafnffamt má minna á
kenningar ffanska félagsfræðingsins Pierres Bourdieus sem hefur bent á
að menntakerfið sé ein þeirra stofnana sem hvað öflugastar eru í að halda
við og endurgera kyngervi.'
Þótt markmið kvennaskólanna hafi verið skýr er ljóst af heimildum að
sú menntun sem bauðst á kvennaskólunum færði stúlkum nýja starfs-
möguleika, svo sem við heimiliskennslu. Einnig opnaði dvöl á kvenna-
skóla mörgum þeirra sýn inn í heim sem þær áttu takmarkaðan aðgang að
og gerði þær meðvitaðar um hvers þær færu á mis. Rebecca Rogers bendir
einmitt á það í grein sinni að kvennaskólar og yfir höfuð aukin memitun
kvenna hafi opnað þeim ýmsa möguleika í lífi og starfi, auk þess sem
árekstrar þeirrar mótunar sem ffam átti að fara á skólunum og þeirrar nýju
framtíðar sem margar menntaðar stúlkur eygðu leiddu af sér andóf gegn
ríkjandi gildum og takmörkuðum starfsmöguleikum kvemra.8 Norski
sagnffæðingurinn Gro Hagemann hefur einnig rætt mikilvægi aukinnar
menntunar kvenna og kvennaskóla fyrir ffamgang kvenfrelsis þrátt fyrir
að skólarnir hafi í raun verið byggðir á íhaldssömum hugmyndum.9
Bríet Bjarnhéðinsdóttir segir að eftír kvennaskóladvöl sína hafi hún
5 Um markmið skólanna má lesa í: Kvennaskólinn í Reykjavík 1874-1906, Reykjavík:
Sigurður Kristjánsson, 1907; Kvénnaskólinn á Laugalandi 1877-96. Minninganit,
Akureyri: án útg., 1954; Kvennaskóli Húnvetninga 1879-1939. Minningarrít, Reykja-
vík: Skólaráð Kvennaskóla Húnveminga, 1939.
6 Rebecca Rogers, „Learning to be good girls and women. Education, training and
schools“, The Routledge Histoiy of Women in Europe since 1700, ritstj. Deborah
Simonton, London: Routledge, 2006, bls. 93-133. I þessu samhengi má benda á
grein í sama riti: Lynn Abrams, „At home and in the family. Women and familial
relationships", bls. 14—53.
' Pierre Bourdieu, Masculine Domination, Oxford: Polity Press, 2001; sjá einnig
Margaretha Járvinen, „Immovable magic - Pierre Bourdieu on gender and
power“, NORA 1:7/1999, bls. 6-19.
8 Rebecca Rogers, „Learning to be good girls and women“, t.d. bls. 93, 96-97.
9 Gro Hagemann, „De smmmes leir? 1800-1900“, Med kjonnsperspektiv pi noisk
historie. Fra vikingtid til 2000-arskiftet, ritstj. Ida Blom og Solvi Sogner, Oslo: Cap-
pelen akademisk forlag, 2. útg. 2. pr., 2006, bls. 159-253, hér bls. 223-226 og 246.
220