Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Blaðsíða 223
JEG JÁTA AÐ JEG ER OPT ÓÞÆGILEG“
fengið „svo lifandi tilfinningu mn það, hvemig okkur íslenzku stúlkunum
væru allar bjargir bannaðar í menntalegu tdlliti, ef við værum ekki sjálfar
svo efiium búnar að geta af eigin ramleik fengið okkur og kostað þá
menntun prívat, sem gæti jafnazt við góða skólamenntun.“10 Þóra Frið-
rika Friðgeirsdóttir skólastúlka á Laugalandi segir í bréfi til bróður síns að
þessi vetur hafi vakið hana til vitundar um „ófullkomleika“ sinn og þráir
fátt meira en frekari lærdóm.11 Rebekka Jónsdóttir frá Gautlöndum var
við nám í kvennaskóla frökenar Guðrúnar Amesen á Eskifirði veturinn
1880-1881 og skrifaði bróður sínum, komin heim til Gautlanda haustið
1881, að hún hefði „helst“ viljað vera áfram við bóknám.12 Þessum stúlk-
um hefur ef til vill verið farið eins og Ragnheiði Davíðsdóttur frá Hofi í
Hörgárdal sem skrifaði bróður sínum frá Hrepphóltun, þar sem hún
dvaldi til að nema ýmislegt gagnlegt til munns og handa: ,,[Þ]ú getur því
ekki nærri hvað eg tek út af því hvað eg hef lítið lært til bókarinnar og jeg
sje eftir þeim tímum sem eg hef eitt frá því að lesa eitthvað mjer til
gagns.“13
Skólastýra Kvennaskólans í Reykjavík, Þóra Melsteð, skrifaði stallsyst-
ur sinni Valgerði Þorsteinsdóttur, skólastýru á Laugalandi í Eyjafirði, árið
1883 að mismunandi þekking stúlknanna, hversu illa umdirbúnar sumar
væm til bóklegs náms, ylh því að ómögulegt væri að gera sömu kröfur til
allra og í raun þyrftu stúlkur, ætti námið að nýtast til fullnustu, að vera
lengur en einn vetur í skólunum. Fyrsti veturinn, skrifaði Þóra, færi í ratm
í það að kenna stúlkunum að læra - að vekja áhuga þeirra, opna „deres
0re og 0je“, sem hún taldi mikilvægara en hafa of mikið undir af náms-
greinum.14 Þetta kemur heim og saman við það sem fram kom hér að
ofan: að stúlkumar fundu sárt til vankunnáttu sinnar og þráðu meira þegar
augu þeirra og eyra höfðu á annað borð opnast fyrir undrum lærdóms og
10 Bríet Bjamhéðinsdóttir, „Bríet Bjamhéðinsdóttir“, bls. 9—11.
11 Landsbókasafn Islands - Háskólabókasafin. Handritadeild (hér eftir Lbs): Lbs
3178a, 4to. Þóra Friðrika Friðgeirsdóttir til Einars Friðgeirssonar 12. apríl 1884.
12 Lbs 3174, 4to. Rebekka Jónsdóttir til Þorláks Jónssonar 24. október 1881. - Um
skóla fröken Amesen sjá Halldór Stefánsson, Þœttir úr sögu Austurlands. A-ustur-
land. Safn austfirskra fræða IV, Akureyri: Sögusjóður Austurlands, 1952, bls. 149-
150.
15 Lbs 4115, 4to. Ragnheiður Davíðsdóttir til Guðmundar Davíðssonar 10.
nóvember. Artal vantar en samhengið bendir til ársins 1881.
14 Safnahúsið á Húsavík (hér efdr HHús): E-498. Thora [Þóra] Melsteð til Valgerðar
Þorsteinsdóttur 2. febrúar 1883.
221