Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Side 227
,JEG JATA AÐ JEG ER OPT OÞÆGILEG'
pennann, þótt það stríði á mót „Belevenhed“22 að jeg riti yður að
óþörfu brjef, og til að misskilja það ekki, heldur taka það sem ein-
lægni.
Þegar þjer komuð til mín í dag yfir á svefnloptið og töluðuð svo
vingjamlega til mín þá fann jeg svo mjög til þess að jeg áttd ekki að
svara yður, eða vera eins heit og jeg er svo opt. Reyndar finn jeg það
án þess að talað sje til mín að fyrra bragði, en aldrei eins vel, því jeg
get ekki látið undan hörðu, má ske jeg hafi ekki nógu alvarlegan og
einbeittan \dlja á því, en þó finnst mjer jeg vilja opt reyna það.
Jeg bið yður að fyrirgefa mjer hvað jeg hefi opt stiggt yður í
vetur, og ieg vil revna að gjöra það ekki eins opt hjer eptir, því það
megið þjer vera fullviss um, að það hefir ekki verið af því að jeg hafi
lítilsvirt yður, eða sett mig út til að skaprauna yður, eða tala bevsk
beisk orð, heldur af því að jeg hefi gramist svo af að mjer hefir
fundist þjer ætla mjer stundum svo mikið óhreinlyndi og ódreng-
lyndi, að jeg hefi ekki getað verið yður jafn eptirgefanleg og jeg
hefði átt að vera. Þegar þjer í vetur gátuð ætlað mig svo svívirðilega
ódrenglynda að jeg hefði gjört óþokkamálið fyrir jólin, þá var mjer
lokið. Mjer fannst það sama hvort þjer sögðuð að þjer hjelduð að
jeg hefði gjört það, og svo sem 2 aðrar, eða þjer sögðuð að af öllum
skólastúlkunum álituðuð þjer mig ómerkasta. og gætuð því ekki
ætlað öðrum jafnillt, nema ef vera skildi 2. Má jeg biðja yður að
setja yður í mín spor, og biðja yður að halda að jeg væri ekki alveg
köld og tilfinningarlaus fyrir sóma mínum, er þetta þá ekki sárt að
heyra það af þeim, sem maður virðir, og nátturlega vill að álíti sig
sem besta? Það var ekki það að þier sögðuð þetta við mig. heldur að
þier hielduð23 það, sem mjer þótti fyrir, og fyrir því þegar okkur bar
eitthvað á milli og mjer fannst að þjer ekki æda mjer rjett, eða þjer
misskilja mig, þá hugsaði jeg ætíð: „Það er eins og vant er, frúin
trúir engu er jeg segi, og þykir -ekkert einskis örvænt af mjer.“ Því
hef jeg orðið svo gröm hvað lítið sem hefir verið þvhþó mjer hafir
ætíð þótt mjög sárt að vera í óvild við yður, og jeg vil óska að það
verði ekki hjereptir. Jeg veit að þegar þjer hafið ávítað mig með
beiskum orðum og jeg svarað yður hefi jeg ekki getað beðið yður
um fyrirgefri[in]gu og þó jeg hafi gjört það, eins og til að mynda í
22 Isl: háttprýði, kurteisi.
23 „þjér hjelduð" er þríundirstrikað.
225