Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Side 228
ERLA HULDA HALLDÓRSDÓTTIR
vetur eitt kveld, þeg-ar þjer ávíttuð mig fyrir -að jeg væri við borðið
með úfið hár, þá kom það ekki frá hjartanu, af því jeg var reið og
gjörði það að vilja annara, en ekki af sannfæringu, en þegar þjer
tahð bfiðlega eins og svo opt við hinar stúlkumar og stundum við
mig, þá minnir það mig á þegar jeg var barn og jeg gat ekki sofiiað
eða lesið „Faðir vor“ ef jeg hjelt að „mömmu“ eða „pabba“ þætti við
mig, þá var jeg ætíð fljót að biðja fyrirgefningar, því jeg gat ekki
þolað að þeim þætti við mig. Jeg hefi ætíð verið svo að jeg hefi
ósjálffátt harðnað við hörku en með góðu mátti fara mikið með mig
eptir því sem hver vildi.
Það er auðvitað að það er mjög rangt að ætlast til þess af
vandalausum, og einkum þeim, sem eru langt um ofar enn maður
sjálfur, en þjer fyxirgefið, vona jeg, þó jeg lengi þetta dálítið, og í
trausti göfuglyndis yðar að þjer mistdrðið það eigi, þó jeg segi yður
frá hvernig jeg var barn, nje heldur óþakklæti við mína góðu for-
eldra, þá ætla jeg að setja það hjer.
Þegar jeg var barn var jeg bæði stórlynd og veiklynd. Foreldrar
mínir vildu venja mig vel, en af því jeg var stíf, þá varð það optar
með hörðu, svo jeg í stað þess að lægja mig harðnaði, en þó gat jeg
aldrei vitað að þau væru reið við mig, en kærði mig minna um syst-
kinin, af því jeg hlaut að láta opt undan þeim, og fá mörg högg fy’rir
þau. Þier getið nærri hvaða áhrif þetta hafði á mig. Mín góða
mamma, sem allt vildi mjer vel, var ekki eins nærgætin að þekkja
þær tilfinningar, sem hreifast í barns hjartanu eins og þjer við yðar
eigið barn, og það held jeg sje þó aðalatriðið í því að baminuð elski
foreldrana hjartanlega; feðurnir hafa minna saman við börnin að
sælda, en þó þótti mjer enn vænna um hann og þegar jeg misti hann
fannst mjer jeg hafa misst allt, og þjer getið betur getið því nærri
enn jeg get lýst því hvernig jeg hefi breyst við það, þá fór jeg að
Bægisá og tók þar nokkurum breytingum.
Jeg játa að jeg er opt óþægileg, en jeg á bágt með að vera lipur
því er ver að jeg hefi það svo lítrið tdl, einkum af því að jeg er nú farin
að venja mig á að slá á mig kaldlyndi sem jeg veit að gremur aðra,
en gjörir mjer sjálfri illt, því það er langt frá að jeg geti borið það,
fyrir því verð jeg þunglyndari.
Nú hefi jeg sagt yður svo mikið af mjer að jeg hefi aldrei sagt við
foreldra mína lfkt því auk heldur við aðra. Þó yður þyki jeg tala
22 6