Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Side 229
,JEG JÁTA AÐ JEG ER OPT ÓÞÆGILEG“
margt, og það sje nú um of, þá er jeg ekki vön að segja öðrum þessar
hugsanir, og gæti ekki sagt mömmu það þó yður þyki víst undar-
legt. Eg sagði yður þetta einungis til þess að þjer gætuð sjeð ef þjer
trúið mjer að jeg er ekki eins kæringarlaus og tilfinningarlaus og
þjer hafið haldið, og ef til vill ekki heldur eins ósannorð og óhrein-
skilin. Eg vildi vinna til að láta það á móti mjer að segja yður þessar
hugsanir ef jeg ætti víst að þjér tækuð það trúanlegt.
Eg bið yður að fyrirgefa þetta allt, og sjer í lagi að gleyma hvað
jeg hefi móðgað yður ef þjer getið. líka bið jeg yður að láta aldrei
neinn vita um þetta brjef, má ske getið þjer ímyndað yður að jeg
geti einnig verið „Stolt“ og þetta hafi jeg látið dálítið á móti mjer.
Guð gefi yður líði ætíð vel.
Virðingarfyllst Briet Bjarnhjeðinsd24
Laugaland
Bríet Bjamhéðinsdóttir var í hópi námsmeyja við Kvennaskólann á Lauga-
landi í Eyjafirði veturinn 1880-1881 og naut þar menntunar sem hún
hafði lengi þráð. Hún var 24 ára og hafði síðustu tvö ár þar á undan verið
við vinnumennsku á Bægisá í Hörgárdal hjá frænda sínum, séra Amljóti
Olafssyni alþingismanni, og konu hans, Hólmffíði Þorsteinsdóttur ffá
Hálsi í Fnjóskadal. Skólastýra á Laugalandi var Valgerður Þorsteinsdóttir,
systir Hólmfríðar.
Laugalandsskólinn tók til starfa árið 1877 en stofnun hans hafði þá
verið baráttumál ffamfarasinnaðra Norðlendinga um nokkurt skeið. Með-
al helstu forvígismanna um stofhun skólans vom Eggert Gunnarsson og
Kristjana Havsteen en þau voru jafhframt systkini eiginmanns Valgerðar,
séra Gunnars Guunarssonar, sem lést árið 1873. Valgerður þótti vel
menntuð á sinnar tíðar vísu þótt ekki væri hún skólagengin.25
Veturinn 1880-1881 vom 20 stúlkur við nám á Laugalandsskólanum,
sú yngsta 16 ára og þær elstu 26 ára. Sjö af stúlkunum höfðu áður verið við
skólann í lengri eða skemmri tíma. Námsgreinar vom bóklegar og verk-
legar. Stúlkumar lærðu íslenska málfræði, skrift og réttritun, mannkyns-
24 HHús E-498. Odagsett bréf Bríetar Bjamhéðinsdóttur til Valgerðar Þorsteins-
dóttur. Oraggt er þó að bréfið er skrifað á vormisseri 1881.
Kvennaskólinn áLaugalandi-, Þorkell Jóhannesson, Tryggvi Gunnarsson 1. b. Bóndi og
timburmaður, Reykjavík: Menningarsjóður, 1955, bls. 112-115.
227