Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 230
ERLA HULDA HALLDORSDOTTIR
sögu, landafræði, reikning og dönsku. Þennan vetur las ein stúlka ensku
að auki. Þá var söngkennsla í boði, auk þess sem daglega var lesið úr hug-
vekjum og bænir beðnar. Verkleg fög voru fatasaumur, bæði grófari fam-
aður og fínni, og hannyrðir, auk tóvinnu.26
I endurminningum námsmetýa á Laugalandi er dregin upp mynd af
Valgerði sem gáfukonu en strangri og siðavandri. Hún lagði sig fram um
að innræta námsmeyjum hámdsi og siðprýði, gera þær hæfar til þess að
mæta „heldra fólki“, eins og ein þeirra orðar það löngu síðar í endurhti.
Valgerður var mikil trúkona, hélt til að mynda upp á afmælisdag Marteins
Lúthers með námsmeyjum sínum.27 Sagt er að hún hafi ritskoðað allar
bækur sem skólanum bárust og sú saga hefur varðveist að þegar fyrsta
hefri tímaritsins Verðanda barst skólanum hafi henni ekki lirist betur á en
svo að hún hafi „rifið síðumar úr ritinu jafnóðum og hún las það þannig
að seinast var ekkert eftír nema kápan tóm.“28 Þetta kann að vera orðum
aukið en Valgerður var nátengd Hannesi Hafstein, einum Verðandi-
manna, og bakhjarl ritsins var mágur hennar, stjúpbróðir og velgjörða-
maður, Tryggvi Gunnarsson. Valgerður var því að ýmsu leyti íhaldssöm
þrátt fyrir að sendibréf hennar beri vott um að sem ung kona hafi hún
þráð menntun og hreyfanleika urnffam það sem kjmferði hennar bauð.29
Hún virðist hins vegar hafa lagt sig fram um fyrirlestrahald og ýmsa upp-
lýsing námsmeyjum til handa. Meðal annars er Ijóst af bréfi Guðmundar
Hjaltasonar ungmennafélagsffömuðar til hennar árið 1892 að hann hefur
haldið hjá henni fyrirlestur undir heitinu „Kjör kvenna“30 og Matthías
Jochumsson hélt fyrirlestra á skólanum, ril að mynda 8. apríl 1891 þegar
hann flutti skólastúlkum „Fornkonur á Islandi“. Ellefu árum frrr hafði
Matthías skrifað Valgerði að hann væri sama sinnis og hún um að fyrir-
lestrar væru „alveg ómissanlegir í slíkum stoihunum [laænnaskólum]“ eins
26 Norðanfari 22. desember 1880, bls. 7-8.
27 Kvennaskólinn á Laugalandi, bls. 75-100. Mmningar nokkurra námsmeyja.
2S Guðjón Friðriksson, Eg elska þig stormur. Ævisaga Hannesar Hafitein, Reykjavík:
Mál og menning, 2005, bls. 114.
29 Sjá til að mynda: Seðlabanki Islands. Skjalasaín Tryggva Gunnarssonar: 22.381.1,
Valgerður Þorsteinsdóttir til Tryggva Gunnarssonar 6. janúar 1877.
30 í einkaeign: Skjöl Guðmundar Hjaltasonar. Bókarbrot merkt: Bréfasafn. I Bindi G.
Hjaltasonar. Bréf til Valgerðar Þorsteinsdóttur, dagsett í Keldunesi á laugardaginn
íyrir páska 1892, bls. 3. Um er að ræða bréfabók, þ.e. uppköst bréfa Guðmundar.
Eg þakka Sigurveigu Guðmundsdóttur kennara í Hafnarfirði fyrir að veita mér
aðgang að þessum gögnum, einnig sonarsyni hennar, Guðna Th. Jóhannessyni
sagnfræðingi fyrir milligöngu um málið.
228