Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Side 231
„JEG JÁTA AÐ JEG ER OPT ÓÞÆGILEG'
og reyndar „allt sem liðkar og létrtdr vængi sálarinnar, göfgar og gleður
hjartað og vígir manninn eða hans sanna „jeg“ hinu almenna Hfi lífsins“.
Þama á Matthías við að hægt er að hafa áhrif á sitt eigið sjálf og þá stefnu
sem tekin er í lífinu, að hægt sé að vekja tilfinningu fyrir hinu góða og
fagra, samúð og áhuga sem „smáleiðir andann á leiðina til þeirrar harm-
oníu, sem hann þráir og stynur eptir og er hans ákvörðun.“ Matthías lítur
svo á að einu gildi hvað kennt er og hver skólinn sé: hinir ungu kalla efdr
fegurð, alúð, upplyftingu og endurlausn.31
Það er athyglisvert að báðir fjölluðu Matthías og Guðmundur Hjalta-
son í fyrirlestrum sínum um kjör kvenna og/eða kvenfrelsi í einhverri
mynd. Matthías eyddi mestu púðri í stöðu íslenskra kvenna á miðöldum
en gerði einnig grein fyrir stöðu kvenna hér og hvar um heiminn.32 Hvert
innihald fyrirlestrar Guðmundar Hjaltasonar nákvæmlega var er ekki vitað
að öðra leyti en því að hann segir í áðurnefndu bréfi til Valgerðar hann
hafi á öðrum vettvangi haldið fyrirlestur líkan því sem hann hélt á Lauga-
landsskólanum en kveðst hafa bætt við hvatningu til kvenna og stúlkna að
láta af slúðri og öfund hver í garð annarrar. Þess í stað ættu konur að sýna
samstöðu. „Ef einhver stúlka vill skara ffam úr öðrum í einhverju sem
gott, fagurt og gagnlegt er, þá leggið hana ekki í einelti eins og margar
konur gjörðu við Bríet.“33 Þessi síðasta athugasemd Guðmundar kallaði
raunar á harkaleg viðbrögð Valgerðar sem virðist ekki hafa vandað hinum
gamla nemanda sínum kveðjurnar í svarbréfi til Guðmundar.34 Með ein-
eltinu sem Guðmundur vísar til á hann væntanlega við viðbrögð sumra,
ekki síst kvenna, við fyrirlestri Bríetar um hagi og réttindi kvenna árið
1887. Hvort fyrirlesturinn og Fjallkonugrein Bríetar vora meðal þess
lesefnis sem stóð stúlkum á Laugalandi til boða er óvíst en í bréfasafhi
Valgerðar er varðveitt bréf ffá Sigurði Kristjánssyni bóksala sem sendir
henni óumbeðið 25 eintök af fyrirlestri Páls Briem, Frelsi og menntun
kvetma, sem fluttur var og gefinn út árið 1885. Sigurður segir það „mjög
óvanalegt að konum sjeu sendar bækur til útsölu“ en af því „jeg er þess
fullviss að konur aðeins kaupi þennan bækling, er það næsta áríðandi, að
31 HHús E-498. Matthías Jochumsson til Valgerðar Þorsteinsdóttur 8. maí 1880.
32 Lbs 2814, 4to. Matthías Jochumsson, „Fomkonur á Islandi“.
33 í einkaeign: Skjöl Guðmundar Hjaltasonar. Bókarbrot merkt: Bréfasafh. I Bindi G.
Hjaltasonar. Bréf til Valgerðar Þorsteinsdóttur, dagsett í Keldunesi á laugardaginn
fyrir páska 1892, bls. 3.
34 Sama heimild. Bréf til Valgerðar Þorsteinsdóttur, dagsett í Skógum 21. febrúar
1893, bls. 7.
229