Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Side 232
ERLA HULDA HALLDORSDOTTIR
njóta aðstoðar kvenna við útsöluna.“ Vera má að einhver þessara eintaka
hafi endað í fórum námsmeyja á LaugalandiV
Ovíst er hvort skólastúlkur höfðu aðgang að róttækari ritmn á borð við
bók Johns Stuarts Mills, Kúgun kvenna (The Subjection ofWomen), sem kom
út árið 1869 og var þegar þýdd á dönsku af Georg Brandes. Bríet vimar til
Mills í fyrirlestri sínum árið 1887 en óljóst er hvar og hvenær hún kynntist
skrifum hans. I fyrirlestrinum og raunar einnig í grein hennar í Fjallkon-
unni árið 1885 má sjá áhrif af Brúðuheimili (1879) Henriks Ibsens, sem
hafði líkt og Kúgun kvenna, mikil áhrif á kvemiahreyfinguna á Norður-
löndum.36 Kúgun kvenna kom ekki út í íslenskri þýðingu fyrr en árið 1900.
I efdrmála segjast útgefendur, Hið íslenska kvenfélag, vonast til þess að
bókin „hljóti sömu hylli hjá kvenþjóðinni hér sem alstaðar annarstaðar úti
um heim.“37
Onefnd eru kvennablöðin tvö sem hófu göngu sína árið 1895, Kvenna-
blaðið, gefið út af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, og Framsókn sem Sigríður
Þorsteinsdóttir og Ingibjörg Skaptadóttir, systir og systurdóttir Valgerðar
skólastýru gáfu út. Þessi blöð hafa námsmeyjar séð og lesið. Valgerður
hefur vafalaust séð um útsölu fyrir systur sína og hún safnaði áskrifendum
fyrir Bríeti.38 Og áhrifa blaðaútgáfunnar sjást ramiar merki í Skuggsjá,
handskrifuðu skólablaði námsmeyja á Laugalandi, sem gefið var út í að
minnsta kostd fjögur ár, 1893-1896. Þar segir í ritstjórnargrein í febrúar
1896 að kvennablöðin séu til marks um vakningu kvenþjóðarinnar sem
brjóti af sér hlekki dáðleysis og kúgunar. Höfundur sér fram á menntun
og framfarir og hvetur til samstöðu kvenna og eindrægni: „Vjer skulum
einnig vera með, kæru skólasystur! og „Skuggsjá“ \áll vera með hinum
blöðunum kvennablöðunum og aðeins segja áffam, áffam að takmarkinu.“
39 Talsvert er af greinum um heimilislíf, kvenffelsi og menntun í Skuggsjá
og skoðanir eru skiptar.
35 HHús E-498. Sigurður Kristjánsson til Valgerðar Þorsteinsdóttur 24. september
1885.
36 Eg hef áður tæpt á mögulegum áhrifúm erlendra kvennablaða og bóka á íslenska
kvennahreyfingu: Erla Hulda Halldórsdóttir, „Að vera sjálfstæð. Imyndir, veruleild
og frelsishugmyndir kvenna á 19. öld“, Saga 35 (1997), bls. 57-94, hér bls. 85-87.
Sjá einnig: Gro Hagemann, „De stummes leir?“, bls. 222.
37 „Eptirmáli" í John Stuart Mill, Kúgim kvenna, Reykjavík: Hið íslenska kvenfélag,
1900, bls. 215.
38 HHús E-498. Bríet Bjarnhéðinsdóttir til Valgerðar Þorsteinsdóttur 1. rnars 1895.
39 HHús E-498: Aurelia, „Til Skuggsjár“ 4. árg. no. 2, 2. febrúar [1896].
230