Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Side 233
„JEG JATA AÐ JEG ER OPT OÞÆGILEG'
Onnur rými
Með þetta í huga er rétt að beina sjónum að rýmishugtakinu heterótópín
sem ætlað er að lýsa því sem Michel Foucault kallar önnur rými, eða rými
„sem standa með einhverjum hætti í senn utan og innan samfélags okkar
og koma róti á hefðbundna formgerð þess og markahnur“, svo vísað sé til
orða Benedikts Hjartarsonar bókmenntaffæðings.40 Þessi rými eru mörg
og margbreytileg í hverju samfélagi og geta virkað sem flóttaleið eða at-
hvarf þar sem einstaklingamir sækjast efdr hvíld frá amstri hversdagsins -
eða eru þvingaðir inn í þessi rými - en einnig það sem Foucault kaflar „út-
valda“ staði sem fyrst og fremst eru ætlaðir ákveðnum hópi.41 Maria Tam-
boukou skoðar kvennagarða/-skóla í Cambridge í Englandi sem rými í
anda Foucaults: rými þar sem námsmeyjar áttu athvarf frá hefðbundnu
mynstri samfélagsins, rými andófs þar sem þær tókust á við hefðbundnar
hugmyndir um hlutverk og eðfl kvenna. Þessir skólar eða garðar í Cam-
bridge voru fyrstu háskólatengdu stofiianimar sem konur höfðu aðgang
að í Bretlandi.42 I rannsókn sinni styðst Tamboukou við sjálfsævisöguleg
skrif kvenna sem gengu í skólana og segir ljóst að í augum þeirra hafi
skólamir táknað bæði andlegt og líkamlegt frelsi. Þær nýttu þetta rými til
þess að mennta sig á sviðum sem áður vora aðeins ætluð körlum og marg-
ar lögðu áherslu á að þjálfa rökhugsun og aga. I því skyni lögðu margar
þessara kvenna stund á stærðfræði og klassísk ffæði, fög sem kölluðu á
óhlutbundna hugsun og rökræður. I endurminningum þeirra kemur fram
að þögnin var í hávegum höfð enda einkennandi fyrir sjálfsstjórn jafh-
ffamt því að vera aðferð tdl þess að halda einbeitingu og koma hugstmum í
réttan farveg. Þessi einkenni vora tengd hinu karllega valdi og þekkingu
og því efdrsóknarverð. Tamboukou færir rök fyrir því að skoða megi löng-
un kvenna ril sjálfsaga og þagnar sem svar við slúðri, sem hefur um aldir
verið eignað konum, bæði menningarlega og félagslega. Þögnin var því
leið til þess að brjótast út úr frásagnarramma slúðursins og firrna upp nýja
40 Michel Foucault, „Um önnur rými“, Ritið 1/2002, bls. 131-142, hér bls. 131.
flnngangsorð Benedikts.] Sjá einnig í sama riti: Benedikt Hjartarson, „Staðlausir
staðir. Um útópíska arfleifð í menningargagnrýni póstmódemista", bls. 73-96.
41 Michel Foucault, „Um önnur rými“, bls. 136—137.
42 Fyrsti skólinn (college) var stofnaður í Hitchin, nærri Cambridge, árið 1869 en var
breytt í Girton college 1872 og fluttur til Cambridge. Newnham college var settur
á fót 1871. Það var þó ekki fyrr en árið 1948 sem þessir skólar fengu fulla aðild að
Háskólanum í Cambridge og konur sama rétt og karlar til náms við skólann.
23I