Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 234
ERLA HULDA HALLDÓRSDÓTTIR
frásagnaraðferð fyrir konur sem vildu ræða saman á vitsmunalegan hátt og
láta taka mark á sér.43 Andóf gegn slúðri var ekki óalgengt meðal meðvit-
aðra kvenna á síðari hluta nítjándu aldar, ekki aðeins á áðurnefndum
háskólagörðum heldur einnig í öðrum rýmum ktænna, svo sem svokölluð-
um „salons“ eða les- og umræðuklúbbum.44 Hér má minna á hvatningu
Guðmundar Hjaltasonar dl kvenna um að láta af slúðri og öfund.
I grein sinni skoðar Maria Tamboukou þær leiðir sem konur nýttu til
sjálfsaga í ljósi kenninga Foucaults um sjálfstækni. Samkvæmt Foucault
gerir sjálfstækni einstaklingum kleift að hafa áhrif á eigið h'f á þann hátt að
þeir geti umbreytt sjálfum sér á einhvem hátt og öðlast með því ákveðna
fullkomnun, visku, ódauðleika. Með sjálfstækni fylgdu ensku háskólakon-
urnar ákveðnum menningarlegum mynstxum sem sumum var þröngrrað
upp á þær þótt önnur væm fremur leiðbeinandi. Með því að nota sjálfs-
tækni til umbreytinga og mótunar fylgdu konumar karlahefð en gátu jafh-
ffamt breytt og andæft arfleifð þeirrar menningar eða hefðar sem þeim
sjálfum var eignuð, svo sem staðhæfingum um yfirborðskennt hjal og
slúður 45
Sjálfsstjórn og agi vora einmitt veigamikill þáttur í karlmennskuímynd
hins borgaralega samfélags mtjandu aldar, eins og Páll Björnsson hefur
bent á í grein um kynjaímyndir Jóns Sigurðssonar forseta en í málflutn-
ingi Jóns má greina þræði evrópsks líberalisma um hinn skynsama karl-
mann sem nær árangri með menntun og sjálfsstjórn.46 Þessa karllegu eigin-
leika virðast áðumefndar háskólakonur hafa leitast við að tileinka sér til að
yfirvinna þá neikvæðu þætti sem þeim sjálfum vora eignaðir sem konum
og þannig skapa sér sess sem hugsandi skynsemisvemr.
I þessu sambandi er áhugavert að rifja upp kenningar um svokallaða
kvennamenningu sem áttu mjög upp á pallborðið um 1980. I smttu máh
er umræðan innan femínískrar sagnfræði einkum tengd við grein banda-
ríska sagnfræðingsins Carroll Smith-Rosenberg frá 1975 þar sem hún
43 Maria Tamboukou, „Of Other Spaces".
44 Sjá t.d. Catherine Hall, White, Male and Middle Class, bls. 14.
45 Maria Tamboukou, „Of Other Spaces“. - Um sjálfstækni sjá einnig Eiríkur Guð-
mundsson, Gefðu mér veröldina aftur. Um sjálfsavisöguleg skriflslendinga á átjándu og
nítjándu öld með hliðsjón afhugmyndum Michel Foucault. Studia Islandica 55, Reykja-
vík: Bókmenntafræðistofhun Háskóla íslands, 1998, bls. 11.
46 Páll Bjömsson, „Að búa tdl íslenska karlmenn: Kynjamyndir Jóns forseta", 2. ts-
lenska söguþingið 2002. Ráðstefnurit I, Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Is-
lands, 2002, bls. 43-53.
232