Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Qupperneq 235
,JEG JÁTA AÐ JEG ER OPT ÓÞÆGILEG"
færir rök fyrir því að aðgreining kynjanna í aðskilin svið (í borgarastétt)
hafi getið af sér sérstaka veröld kvenna sem byggðist á náinni vináttu,
venslum og sameiginlegri reynslu. I þessari lokuðu veröld voru konur sjálf-
um sér nægar, sýndu hver annarri ástúð og umhyggju og áttu jafnvel í
ástarsamböndum. Grein Smith-Rosenberg hafði mikil áhrif, ekki síst vegna
þess að þama var horfið frá fórnarlambssjónarhominu segir sagnfræðing-
urinn Sue Morgan og konur þess í stað skoðaðar sem gerendur. Auk þess
hafði greinin mikil áhrif á og varð uppspretta fjölda rannsókna á sam-
kynhneigðum ástum kvenna á nítjándu öld, bæði líkamlegum og andleg-
um. Hfins vegar var þessi rannsóknarrammi talsvert gagnrýndur fyrir upp-
hafningu á sérstakri menningu kverma enda væri með henni ýtt undir
hugmyndir um eðlishyggju og hugmyndir um aðskilin svið festar í sessi.
Tekist var á um það hvort skynsamlegt væri að skoða menningu kvenna
sem algerlega sjálfstæða veröld út af fyrir sig í stað þess að setja menningu
kvenna í stærra samhengi og leggja áherslu á hana sem vettvang og upp-
sprettu femínískrar vitundar.47
Lítið fer fyrir rannsóknum í þessum anda í íslenskri sagnfræði enda
hefur femínísk sagnaritun hér á landi ekki nema að takmörkuðu leyti fylgt
þeirri þróun sem varð í öðrum löndum.48 Við höfum því engar rannsóknir
á sviði sagnfræði þar sem samskipti og veröld nítjándu aldar kvenna er
skoðuð í þessu ljósi og þar af leiðandi ekld heldur gagnrýna umræðu um
slíkar rannsóknir. Rannsókn á kvennamenningu er haldið á lofti hér, þrátt
fyrir að í slfkri áherslu fehst hætta á upphafhingu, vegna þess að rannsókn
á sérstökum heimi kvenna er jafnframt rannsókn á jarðvegi andófs og
breytinga. Kvennaskólamir voru að mínu mati slíkur heimur.
4' Carroll Smith-Rosenberg, „The Female World of Love and Ritual: Relations be-
tweenWomen in Nineteenth-Century America“, SIGNS 1:1 (1975), bls. 1-29. Sjá
einnig Sue Morgan, „Introduction“, The Feminist History Reader, bls. 7-9. Einnig
í sama riti greinar efdr Ellen DuBois, Mari Jo Buhle, Temma Kaplan, Gerda Lemer
og Carroll Smith-Rosenberg ffá 1980 þar sem þær deildu um ágæti kvenna-
menningar, sjá: „Pohtics and Culture in Women’s History. A Symposium“, bls.
87-103; JoanW. Scott, „Gender: a useful category of historical analysis“, American
HistoricalReview, 91:5 (1986), bls. 1065.1 hausthefd JoumalofWomen’s History árið
2000 var horft 25 ár aftur í tímann og grein Carroll Smith-Rosenberg endurmedn
og áhrif hennar skoðuð, sjá t.d.: Molly McGarry, „Female Worlds“, bls. 9-12 og
Karin Liitzen, „The Female World: Viewed from Denmark“, bls. 34- 38.
48 Rétt er að geta þess að hugtökin kvennamenning og reynsluheimur kvenna urðu
lykilhugtök í íslenskri kvennapóltík upp úr 1980 þegar Kvennaframboð og Kvenna-
hstí voru sett á laggimar.
233