Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 236
ERLA HULDA HALLDÓRSDÓTTIR
Gera verður ráð fyrir að kvennaskólastúlkur hafi borið saman bækur
sínar og velt framtíðinni fyrir sér, enda Bríet Bjambéðinsdóttir ekki eina
stúlkan sem leiddi hugann að þeim hrópandi mun sem var á stöðu kynj-
anna þótt hún hafi gengið skrefinu lengra aðrar með því að færa þessa
hugsun í orð opinberlega. Sendibréf og æviminningar bera þess merki að
konur fundu vel fjuir þeim takmörkum sem þeim voru settar. Oánægju-
raddir sjást í bréfum þegar upp úr miðri nítjándu öld en eftir 1870 gætir
vaxandi óþreyju meðal kvenna vegna takmarkaðra möguleika á menntun
og starfi.49
Viðbrögð við aukinni umræðu um menntun og kjör kvenna sjást í blaða-
greinum þar sem tekist var á um hlutverk kvenna. I þessum greinum koma
fram mismunandi orðræður sem, eins og bent var á hér að framan, skapa
rými til andófs. Enda hefur verið bent á að skrif sem voru ætluð til þess að
sannfæra konur um að hefðbundið hluttærk þeirra væri göfugast starfa, og
hið eina rétta, gátu haft þveröfug áhrif. Til að mynda hefur verið bent á að
varasamt sé að skoða forskriftarbækur mtjándu aldar um kvenlega hegðun
sem kúgunartæki eingöngu heldur sé vænlegra að skoða þær sem andsvar
við óæskilegri hegðun kvenna og jafhframt að forskriftarbækur geti, þvert
á það sem til er ætlast, ýtt undir löngun í það sem ekki má.50
Kvennaskólastúlkur hafa talað saman skrifaði Bríet Héðinsdóttir í bók-
inni um ömmu sína. Það er eðlilegt að gera ráð fyrir því að þetta htla sam-
félag sem námsmeyjar, kennslukonur og annað heimilisfólk myndaði hafi
á ýmsan hátt endurspeglað þá strauma og þær hræringar sem áttu sér stað
í íslensku samfélagi mtjándu aldar. Fanney Friðriksdóttir segir í endurliti
til kvennaskólaáranna:
Þá var lítið um skóla og allra sízt fyrir ungar stúlkur, og þótti
það happ að komast á slíkan stað. Þar var meira um að vera en
annars staðar. Nýir heimar opnuðust. Stúlkur kynntust víðs veg-
ar að af landinu og hafði þá margur öðrum ýmis ókunnug tíð-
indi að segja. Vináttubönd voru knýtt, sem vöruðu ævilangt.51
Og Guðrún Jakobsdóttir frá Grímsstöðum, sem var á Laugalandi í tvo
vetur (sem sumum ættingja hennar þótti bera nokkurn vott um ofmemað),
49 Erla Hulda Halldórsdóttir, „Að vera sjálfstæð“, bls. 57-94.
50 Sara Mills, Discourse, bls. 78-80.
51 Kvennaskólinn á Laugalandi, bls. 98.
234