Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Síða 238
ERLA HULDA HALLDÓRSDÓTTIR
eins og hún er. Sem barn segist Bríet hafa verið „stórljmd og veiklynd“ í
senn og „harðnaði við hörku“. Innst irtni var hún viðkvæm og þráði hlýju
og umhyggju, „með góðu mátti fara mikið með mig eptir því sem hver
vildi“, segir hún í bréfinu hér að ofan. Hér eru gagnlegar kenningar fem-
ínískra firæðimanna um Htundarvakningarhópa nýju kvennahreyfingar-
innar þar sem umræða kvenna um líf sitt og þær hindranir sem þær mættu
hjálpaði þeim að setja stöðu sína í félagslegt og póhtískt samhengi.55
Næsta víst má telja að andrúm ktænnaskólans hafi gert Bríeti kleift að
skrifa þetta bréf og takast á við sjálfa sig. Segja má að hún „tali“ sig til
niðurstöðu, setji líf sitt í samhengi.
Þótt Bríeti hafi bersýnilega ekki gengið vel að hafa stjórn á skapi sínu
gerir hún sér grein fyrir mikilvægi sjálfsstjórnar og aga. Þess vegna kýs
hún að skrifa bréf, segist geta „betur látið hugsanir [sínar] ... í ljósi í riti
enn í ræðu þegar þær eru öðruvísi enn það“ sem hún segir daglega.
Sendibréfið er ákjósanlegur miðill því að bréfritari hefur - eða gemr í það
minnsta haft - fullkomna stjórn á því sem hann lætur ffá sér. Bréfið má
kalla leikvöll tjáningarinnar því að bréfritari getur sett sig í ákveðnar
stelhngar, reynt að kalla ffam ákveðin hughrif viðtakandans með þeim
orðum sem hann velur og því sem sagt er ffá.56 Bæði það að skrifa bréfið
og sá stíll sem á því er ber augljós merki þess sem kalla má sjálfstækni.
Sjálfið er agað og mótað eftir því sem unnt er.
Bríet segist eiga „bágt með að vera lipur“ og hafa vanið sig á „að slá á
mig kaldlyndi sem jeg veit að gremur aðra, en gjörir rnjer sjálffi illt, því
það er langt ffá að jeg geti borið það, fyrir þvi verð jeg þunglyndari.“ Hún
þolir illa þær hömlur sem henni eru settar og kaldlyndið verður vamar-
hjúpur hennar, sú aðferð sem hún notar til að brynja sig gegn misrétti og
miskunnarleysi samtímans. Og það hefur hún gert ffá því í æsku þegar
foreldrar hennar kunnu ekki önnur ráð en að beita hörku til að hemja
dóttur sína. Ekki þarf þó að efast um að Bríet unni foreldrum sínum, eink-
um föður, eins og ffam kemur í bréfinu, og gömul kona skrifaði hún: „Eg
átti góða foi'eldra, þó mér virtist þau eða faðir minn stundum hörð. Hann
kenndi mér fyrst að hugsa, að vilja vera sjálfhjarga, áreiðanleg og sannorð.
55 Sara Mills, Discourse, bls. 74-75.
56 Liz Stanley, „The Epistolarium: On Theorizing Letters and Correspondences",
Auto/Biography 12/2004, bls. 201-235; Erla Hulda Halldórsdóttir, „Fragments of
Lives. The Use of Private Letters in Historical Research", NORA 1:15/2007, bls.
35-49.
236