Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Síða 239
,JEG JÁTA AÐ JEG ER OPT ÓÞÆGILEG'
Þessar grundvallarlífsreglur fengum við með okkur í veganesti heiman
að ,..“57
Það er freistandi að spyrja hvort hegðun Bríetar veturirm sem hún var
á Laugalandi hafi verið tilraun til þess að brjótast út úr ekki aðeins rými
kynferðis og tileinka sér þá eiginleika sem líklegri vora til árangurs en
kvenlegt undirgefið sjálf, heldur einnig stéttar og siðvendni. Og hún hefur
verið hvött áffam af að minnsta kosti sumum stallsystra sinna á skólanum.
Þegar hún var skömmuð fyrir að vera með úfið hár svaraði hún ekki „með
hjartanu“ eða af „sannfæringu“ heldur af reiði og „að vilja annarra“, eins
og segir í bréfinu.
Síðar á ævinni skrifar Bríet að sig „langi svo heitt“ til þess að gera eitt-
hvað fyrir allar þær konur sem „væra slitnar af lífinu og lífskjöranum,
margar ófærar að hugsa og búnar að fá margra alda kúgunareinkenni“.
Sumar þeirra hugsuðu reyndar, skrifaði hún, en „hugsanir þeirra voga sér
ekki fram í dagsljósið.“ Hinum vildi hún kenna að hugsa, opna þeim „víð-
ari sjóndeildarhring“.58 Bríet vildi vera talskona þessara kvenna.
Eg tel víst að kvennaskóladvöl Bríetar hafi orðið henni styrkur og hvatn-
ing á leið hennar til kvenfrelsis. Stúlkumar hafa talað saman, skipst á
reynslusögum og skoðunum. Sumar hafa verið sáttar við framtíðarmögu-
leika sína, aðrar ekki. Þótt námið á kvennaskólanum væri takmarkað opn-
aði það ákveðna möguleika og Bríet, eins og fleiri stúlkur, fékkst við
heimiliskennslu að námi loknu. Þar tíðkaðist að greiða konum lægri laun
en körlum.59
Bríet birti grein sína um menntun og réttindi kvenna í Fjallkonunni
árið 1885 og flutti fyrirlestur um hagi og réttindi kvenna í lok árs 1887.60
Arið 1888 giftist hún Valdimar Asmundssyni, ritstjóra Fjallkonunnar, sem
sjálfur var jafiuéttissinnaður uppreisnarmaður af fátæku alþýðufólki.61
Hér verður ekki fjallað um grein Bríetar og fyrirlestur að öðra leyti en því
57 „Bréf frá Bríeti Bjamhéðinsdóttur“, Húsfreyjan 1:32/1981, bls. 8. Sjá einnig: Bríet
Héðinsdóttir, Stra' íhreiðrið, bls. 17.
58 Bríet Héðinsdóttir, Strá íhreiðrið, bls. 72.
59 Bríet Bjamhéðinsdóttir, „Bríet Bjamhéðinsdóttir", bls. 11.
60 Æsa [Bríet Bjamhéðinsdóttir], „Nokkur orð um menntun og rjettindi kvenna“;
Bríet Bjamhéðinsdóttir, Fyrirlestur um hagi og ijettindi kvenna, sem Bríet Bjam-
hjeðinsdóttir hjelt í Reykjavík 30. des. 1887, Reykjavík: Sigurður Kristjánsson, 1888.
61 Um þau Bríet og Valdimar má lesa í bók Bríetar Héðinsdóttur, Strá í hreiðrið, en
einnig má benda á að Matthías Viðar Sæmundsson fjallar ítarlega um lífshlaup
Valdimars og skoðanir í bókinni He'ðinn, Bríet, Valdimar og Laufey. Fjölskylda og
samtíð Héðins Valdimarssonar, Reykjavík: JPV, 2004.
237