Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 240
ERLA HULDA HALLDÓRSDÓTTIR
að þar má sjá greinilegax tilraunir til þess að hefja sig upp fyrir hið meinta
neik\ræða kvenlega eðli, jafnframt því sem hún rökstyður þá skoðun sína
að konum séu alltof þröngar skorður settar í h'fi og starfi. Þetta kallast á
tdð þann uppreisnaranda sem fram kemur í bréfi hennar, bæði í lýsingu
hennar á sjálffi sér og einnig þtti að hún sk\ddi yfirhöfuð skrifa bréfið og
leita réttlætingar á hegðun sinni. I ffydrlestrinum setur Bríet spumingar-
merki við það sem kallað er „kvenlegt“ - hvað er það? - spyr hún. Hver
getur skilgreint hvað er ktænlegt eða ókvenlegt? Og hún bendir á að með-
an konur fái ekki tilhlýðilega menntun til þess að þroska krafta sína og
hæfileika geti þær varla hafið sig upp fyrir hið smálega og hégómlega. Hér
er bergmál sjálfstækninnar. Bríet andæfir slúðrinu og yfirborðsmennsk-
unni sem eignuð er konum og setur í samfélagslegt og póhtískt samhengi.
Það sem hér hefur verið rætt á sér að ýmsu leyti samhljóm í skrifum
Sigríður Dúnu Kristmundsdóttur mannfræðings mn persónuhugtakið og
íslenska kvennahreyfmgu þar sem hún færir rök fyrir því að íslensk
kvennabarátta hafi snúist um sköpun og endursköpun kvexma sem félags-
legra persóna og viðurkenndir gerendur í samfélaginu; að fá rétt til þess að
tala og eiga sér rödd sem mark væri tekið á.62
I leit að nýju lífi
Þótt Bríet Bjamhéðinsdóttir tiafi verið rauði þráðurinn í þessari grein er
víst að þær voru fleiri stúlkumar sem hugsuðu og andæfðu þH lífi sem
þeim stóð til boða. Þeirra sjást merki í sendibréfum, örfáum greinmn í
blöðum, æviminningum, í starfsemi kvenfélaga og kvenréttindafélaga.
Það væri þarft verkefiii að skoða betur hvaðan andófshugmyndir þeirra
spmttu, hvaðan þeim kom kjarkur til þess að standa gegn meginstraumn-
um. Slíkar stúlkur gengu ekki aðeins gegn hefðbundnum hugmyndum um
kvenleika heldur eirtnig stétt og stöðu. Bríet Héðinsdóttir færir hugleið-
ingar á þessum nómm í skemmtilegan búning þegar hún ræðir mn þær í
sömu andrá, ömmu sína og skáldsagnapersónuna Uglu í Atómstöðmni, sem
Bríet kallar táknmynd allra þeirra stúlkna sem leituðu suðm í von um
betra líf:
62 Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, „Að gera til að verða. Persónusköpun í íslenskri
kvennabaráttu“, Fléttur. Rit Rannsóknastofu íkvennafræðum, ritstj. Ragnhildur Richt-
er og Þórunn Sigurðardóttir, Reykjavík: Rannsóknastofa í kvennafræðum, 1994,
bls. 87-114; Doing and becoming. Women’s movement and women’spersonbood in Ice-
land 1870-1990, Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla íslands, 1997.
238