Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 243
Daisy Neijmann
„Að skrifa Island inn í umheiminn^1
Þýðingar á íslandi í menningarkennslu og
bókmenntasögu erlendis
Áhuginn á íslandi erlendis eykst stöðugt. Þessi staðreynd kemur sennilega
fáum Islendingum á óvart, enda gerir sífellt vaxandi fjöldi ferðamanna vart
við sig í daglegu lífi margra, sérstaklega á sumrin. Það sem færri virðast
gera sér grein fyrir er hvemig þessi áhugi hvetur fleiri og fleiri útlendinga
til að stunda íslenskunám, bæði hér heima og erlendis. Samkvæmt könnun
sem gerð var á vegum Stofhunar Sigurðar Nordals árið 2006 hefur ekki
aðeins erlendum skiptinemum við háskóla á Islandi þölgað stórlega, held-
ur sækja æ fleiri nám í íslensku við erlenda háskóla: íslenskt nútímamál er
nú kennt við 3 8 háskóla erlendis og hátt á annað þúsund stúdentar nema
íslensku í útlöndum.2 Aður fyrr voru það helst fomsögumar sem komu út-
lendingum tál að læra nútímamálið en nú á dögum er áhugi stúdentanna á
Islandi og íslenskri menningu miklu víðtækari og beinist meðal annars að
íslenskri nútímatónlist, kvikmyndum og nútímabókmenntum.
Islendingar virðast eiga erfitt með að skilja þennan áhuga. Það er ekki
nema örstutt síðan íslenska sem annað og erlent tungumál var viðurkennd
sem gild námsgrein og rannsóknarsvið, og enn er mikill skormr á náms-
framboði og hentugum kennslugögnum þrátt fyrir þá miklu virmu og þau
stóru afrek sem kennarar á þessu sviði og Stofnun Sigurðar Nordals hafa
unnið.3 Fyrir utan tungumálakennslu hefur einnig lítið sem ekkert verið
Eg vil þakka Gunnþórunni Guðmundsdóttur og Jóni Karli Helgasyni fyrir góðar
ábendingar.
1 Heimir Pálsson, „Sagan öll“, Tímarit Máls og menningar 68, 1/2007, bls. 70-83,
hér bls. 74.
2 Ulfar Bragason, „Okkar erfiða mál“, Fréttabréf Stofnunar Ama Magnússonar i ís-
lenskum fræðum 1/2007, bls. 1.
3 Hér má til dæmis nefha vefnámskeiðið Icelandic Online sem Hugvísindadeild Há-
skóla Islands, Hugvísindastofhun og Stofhun Sigurðar Nordals stóðu fyrir. Ekki
Ritiö2-3/2007, bls. 241-253.
241