Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 246
DAISY NEIJMANN
ég það líka bókstaflega því að í flestum þeim menningarnámskeiðum sem
ég kenni fer kennslan fram á ensku). Nauðsynlegt er að hafa í huga að eflt-
isval er að mörgu leyti huglægt. Það er mikilvægara að nemendur fái að
mynda sér sínar eigin skoðanir og túlkanir, uppgötva sitt Island, en að læra
um mitt. Hins vegar er það skylda kennarans að kenna nemendum að
opna hugann, að nálgast efnið á gagnrýninn hátt og afbyggja vinsælar
ímyndir, misskilning og rangtúlkanir.
Menningarkennsla: Skjringar og túlkanir
Hvað er átt við með „menningu“? Það mætti auðvitað skrifa heilar bækur
um þá spurningu en í samhengi íslenskukennslunnar held ég að það sé
svona nokkurn veginn rétt að segja að menning séu hefðir og venjur, og
svo kannski nokkrar listgreinar, sérstaklega bókmenntir, og í mínu tdlviki
líka kvikmyndir og þjóðsögur. Islenskunemendum, þ.e. þeim sem stunda
íslensku sem aðalgrein, er boðið upp á sérstök menningarnámskeið í ís-
lenskum bókmenntum, kvikmjmdum og þjóðsögum. Lögð er áhersla á að
setja námsefhið í samhengi fyrir þennan hóp og skýra það á einhvern hátt.
En það eru fleiri en íslenskunemar sem sækja þessi námskeið og fyrir þá er
námið fyrst og fremst leið til að kynnast Islandi og íslenskri menningu
svolítið.
Hvernig fer maður að því að „kenna“ menningarefhi í erlendu sam-
hengi, „úr“ samhengi? Og hvernig taka nemendur við þessum menning-
arlegu upplýsingum og nota þær? Auðveldasta svarið væri ef til vill: með
því að útskýra efhið sem tekið er fyrir og samhengi þess. En hvernig „út-
skýrir“ maður menningu? Og hvernig kemst maður hjá því að námskeiðið
verði að þjóðfræðilegri landkynningu og verkið sem til umfjöllunar er að
einhvers konar „túristabæklingi“ eða „heimildabók“?
Það sem kennarinn verður að gera í erlendri kennslustofú er að endur-
skapa eða „þýða“ Island, að þýða sögulegt og menningarlegt samhengi
viðfangsefhisins fyrir þá sem eru ekki á Islandi og hafa kannski aldrei
komið þangað. Jafhffamt er nauðsynlegt að takast á við staðalmyndir og
ímyndir af landinu og menningu þess. Það þýðir að maður eyðir oft mikl-
um tíma í útskýringar og lýsingar, sem og samanburð. Fræðimaðurinn
André Lefevere fjallar um endurritun og menningarlegar þýðingar í bók
sinni Translation, Rewriting and the Manipulation ofLiterary Fame (1992).
Hann bendir þar á að þeir sem þýða bókmenntir eða bókmenntaarf fyrir
244