Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Síða 247
„AÐ SKRIFA ÍSLAND INN í UMHEIMINN"
erlendan lesendahóp geri það yfirleitt með því að beita ákveðnum aðferð-
um, og eru útskýringar og ábendingar um hliðstæður í markmenningunni
þar helstar.6 En þetta ferli hefur ýmislegt fleira í för með sér. I fyrsta lagi
skv-ggir það oft á efnið sjálft: í stað þess að ræða bókmenntaverk notar
maður mestallan tímann í að útskýra sögulegt og menningarlegt samhengi
þess. Þetta ýtir enn frekar undir þá tilhneigingu lesenda stærri menning-
arsvæða til að lesa verk jaðarlanda sem þjóðháttalýsingar eða heimildir um
„exótíska“ menningu í stað þess að lesa þau sem bókmenntaverk.'' I öðru
lagi getur þetta raskað æskilegu jafiivægi milli þess að skoða verkið sem ís-
lenskt annars vegar, og sem hluta af stærra, alþjóðlegra samhengi hins
vegar. Hættan er þá sú að verkið sé gert of alþjóðlegt ef notuð er „hhð-
stæðuaðferð“ („the analogy approach“) við túlkun, það sé um of „tamið“
og markmenningin eigni sér það jafiivel, á kostnað íslenskra eiginleika
þess.
Er hægt að „þýða“ menningu? Til þess að t.d. bókmenntaverk skiljist
og nái til erlendra lesenda sem bókmenntaverk (og ekki bara sem heimild
eða þjóðháttalýsing) verður að gera það kunnuglegt, en hvað á að ganga
langt í því? Er hægt fyrir kennarann og alla aðra sem miðla menningu á
einn eða annan hátt að finna rými einhvers staðar á milh sérstöðu þess og
alþjóðleika?
Þessar spumingar gera ekki aðeins vart við sig í kennslu. Þeir sem
stunda íslensk fræði á alþjóðlegum vettvangi þurfa að takast á við þessar
sömu spumingar, eins og allir íslenskufræðingar sem hafa flutt fyrirlestra
erlendis þekkja sennilega af eigin raun. Það er sjaldgæft að maður geti far-
ið beint að efiúnu og hafið ítarlega umþöllun. I stað þess byrjar maður oft-
ast á því að útskýra og kynna verkið, höfundinn og íslenska samhengið.
Fyrirlesturinn á það til að vera jafiunikil kynning á efninu og sjálf umfjöll-
unin um það.
Islensk-ensk / ensk-íslensk bókmenntasaga
Sjálf hef ég haft óvenjuríka ástæðu til að velta þessum aðstæðum fyrir mér
síðastliðin ár. Nýlega kom út, vonum seinna, íslensk bókmenntasaga á
6 André Lefevere, Translation, Rewriting and the Manipulation of Literary Fame,
London: Routledge, bls. 77.
Það sem Ovidi Cortés kallar „a reading charged with exoticist ideology“; sjá Ovidi
Carbonell Cortés, „Misquoted Others: Locating Newness and Authority in
Cultural Translation“, Translating Others I, ritstj. Theo Hermans, Manchester: St.
Jerome’s Publ., 2006, bls. 43-63, hér bls. 45.
245