Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 248
DAISY NEIJMANN
ensku, A History of Icelandic Literature, hjá University of Nebraska
Press, lokabindið í ritröðinni Histories of Scandinavian Literature. Bók-
menntasagan byggist því á fyrirmynd og fylgir stíl, uppbyggingu og form-
hönnun hinna bindanna í ritröðinni.
Markhópur ritraðarinnar er hinn almenni menntaði lesandi („the gen-
eral educated reader“) sem hefur áhuga á að kynna sér íslenskar bók-
menntir. Bækurnar eiga að vera uppsláttarrit en líka rit sem nýtast í námi
eða rannsóknum. Tilgangur þeirra er m.ö.o. í meira lagi hagnýtur. Aður
fyrr hafði ég athugað og skrifað um myndtm hefðaveldis (kanónu) sem
ffæðimaður en sem ritstjóri blasti við mér sá raunveruleiki að bókmennta-
saga hefur fyrst og ffemst notagildi og það eru ekki síst hagnýt atriði sem
ráða ákvörðunum (þau eru nokkuð sem ffæðimenn geta leyft sér að
gleyma, en ekki ritstjórar).
Ritdómarnir og umræðurnar sem áttu sér stað í kringum Islenska bók-
menntasögu þegar lokabindin komu út haustið 2006 urðu mér tilefhi til
umhugsunar. A meðan ég velti fyrir mér öllum væntingum ffæðimanna
sem ritstjórar ná ekki að uppfylla varð mér líka ljóst að hvaða leyti þessi
bókmenntasaga á ensku er ólík þeirri íslensku. Það er einfaldlega ekki
sama hvort maður setur saman íslenska bókmenntasögu á íslensku fyrir ís-
lenska lesendur eða á ensku fyrir erlenda lesendur. Og hér rekumst við þá
aftur á þær spurningar sem ég nefhdi áður: Að hvaða leyti er hægt að hafa
hana íslenska og að hvaða leyti verður að endurskrifa efihð fyrir erlendan
lesendahóp? Hvað fer maður langt út í lýsingar og „þýðingar“ á efhinu svo
að útlendingar geti skilið íslenskar bókmenntir sem best og samsamað sig
þeim? Hvernig forðast maður það að verkið verði of íslenskt, svo að ís-
lenskar bókmenntir verði annaðhvort „exótískar“ eða annarlegar erlend-
um lesendum (þá aðferð kalla þýðingaffæðingar ,,foreignisation“), eða of
alþjóðlegt, svo að verkið verði ekkert nema lýsingar og þýðingar og leyfa
þar með enska bókmenntakerfinu8 að eigna sér efhið (sú aðferð kallast
,,appropriation“)?9
Bókmenntasaga eins og þessi stendur milli tveggja bókmenntakerfa: ís-
lenska bókmenntakerfisins og bókmenntakerfis hins enskumælandi heims
8 Hugtakið „bókmenntakerfi” er þýðing Astráðs Eysteinssonar á enska hugtakinu
„literary polysystem“, sem merldr bókstaflega „bókmenntafjölkerfi.“ Sjá Tvítnœli.
Þýðingar og bókmenntir, Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun og Háskólaútgáfan,
1996, bls. 225.
9 Sjá t.d. Translating Others.
246