Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 249
„AÐ SKRIFA ÍSLAND INN í UMHEIMINN"
sem skrifa verður íslenskar bókmenntir inn í, kerfis sem lesendur munu
nota sem ramma og mælikvarða til að meta íslenskar bókmenntir. Höf-
undar og textar verða hér að „virka“ í öðru kerfi, annarri menningu, en
kerfin eða menningarheimamir eru ekki alls staðar samrýmanlegir. Það
verður því að reyna að yfirfæra mynd höfundar og verks í aðra menningu,
lyfta henni út fyrir takmörk heimamenningarinnar, en á sama tíma útskýra
þessa heimamenningu svo að lesendur geti skilið það sem ekki er hægt að
„þýða“, það sem er og verður ekki annað en (sér)íslenskt. Þetta þarf að
gera án þess þó að bókmenntimar sjálfar týnist í lýsingunum.
Hvemig fjallar maður til dæmis um rímumar á ensku fyrir erlenda les-
endur sem vita ekkert um íslenskar bókmenntir? Það væri auðvitað hægt
að lýsa aðeins formlegum einkennum þeirra og þætti þeirra í íslenskri bók-
menntasögu. Þá em mestar líkur á að þær verði lesnar sem einhver íslensk
sérviska. Það em þær raunar e.t.v. að vissu leyti, enda finnst sumum
kannski að það ætti einmitt að staðhæfa hið séríslenska eðli íslenskra bók-
mennta (fara „foreignisation“ leiðina), þ.e. leyfa þeim bara að vera annar-
legar. Máhð er að þá bjóðum við erlendum lesendum annaðhvort upp á að
vísa þeim á bug eða nota þær sem enn eitt dæmi um Island sem „annað“.
Þeir ná aldrei að skilja almennilega hvaðan þetta fyrirbæri sprettur, hvem-
ig og af hverju það þróaðist og blómstraði í margar aldir og þar með ekki
heldur bókmenntalegt gildi þeirra, hlutverk og merkingu.
Eg nefiidi áðan þá kenningu fræðimannsins André Lefevere að í stað
þess að útskýra eða halda í framandleika sé oft gripið til þess að kerfisbinda
bókmenntaverk eða bókmenntagrein fyrir þá menningu sem unnið er fyr-
ir (þá aðferð kallar hann „poetic codification“). Reynt er að finna hhð-
stæðu í bókmenntakerfi markmenningarinnar sem lesendur þekkja til og
viðurkenna; bókmenntaverk og höfundar em með öðmm orðum sett í við-
eigandi stað eða „hólf“ í kerfinu, auk þess sem oft er bent á menningarleg-
an skyldleika. Þessi aðferð hefur þann kost að hún gerir okkur kleift að tala
um rímur sem bókmenntir og sem viðurkennda bókmenntagrein en um
leið verðum við að virða sérstöðu þeirra í umfjölluninni. Vésteinn Olason
heldur öllu í góðu jafnvægi að mínu mati þegar hann kynnir rímumar
einmitt með því að vísa tdl tveggja bókmenntakerfa:
Rímnr are long rhymed narratives, similar to the metrical rom-
ances of England and Germany in the high and late Middle
Ages. The rímur poets did not make up their own stories but al-
247