Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 250
DAISY NEIJMANN
most always versified prose sagas, most frequently Legendarjr
Sagas or prose romances known as Knights’ Sagas (riddarasög-
ur). The diction of the rímur is skaldic, but the sjmtax is simpler
and better suited for narrative. The basic metrical forms are
well knovm fforn European narrative and lyric poetry ... 10
Annað dæmi um spennuna milh íslenskra og enskra bókmenntakerfa er
innreið nútímans og módemisma inn í íslenskar bókmenntir því að þar
opnast aftur gjá á milli kerfanna tveggja. Hér er ekki aðeins um að ræða að
íslenskar hókmenntir nálgist þær erlendu, heldur eru þær líka endurskap-
aðar og ný hugmyndafræði festist í sessi heima. Gjöróhkt því sem Hð finn-
um í fyrri bókmenntasögum, t.d. í bókmenntasögu Stefáns Einarssonar
þar sem módernískum tilraunum er vísað á bug sem óíslenskum afskræm-
ingum, eiga kaflahöfundar nýju bókmenntasögunnar í erfiðleikum með að
skýra upphaflegar viðtökur þessara verka. Ekki er nóg með að módemismi
hafi komið seint til landsins heldur vom íslendingar engan veginn tilbúnir
að taka hann í sátt.11 I staðinn er reynt að finna dæmi um módemísk ein-
kenni langt aftur í tímann og módemískir höfundar fá þannig sinn sess. „A
culture manipulates its past in the service of what dominant groups in that
culmre would like its present to be“ eins og André Lefevere orðar það.12
Að einhverju leyti snýst máhð hér um það hvemig heimamenn vilji að út-
lendingar sjái þá.
Eins og hefur komið fram í skrifum um bókmenntasöguritun og hefða-
veldi, bæði á Islandi og erlendis, em náin tengsl milli bókmennta og þjóð-
emishyggju. Bókmenntasögur em lýsing á þjóðinni. Guðmundur Andri
Thorsson orðaði það svo í Lesbók Morgunblaðsins: bókmenntasaga er
„saga innra lífs þjóðar“.13 En hvemig býr maður til þjóðarmynd frnir út-
10 Vésteinn Ólason, „Old Icelandic Poetry“, A History oflcelaiidic Literature, ritstj.
Daisy Neijmann, Histories of Scandinavian Literature V, ritstj. Sven Rossel, Lin-
coln: University of Nebraska Press, 2006, bls. 1-64, hér bls. 56.
11 Astráður Eysteinsson er meðvitaður um þessa þversögn og bendir á að þýðingar
bókmenntasögulegra hugtaka í íslensku samhengi feli í sér margskonar „tíma-
skekkjur.“ Sjá Tvímceli, bls. 256; sbr. einnig: Soffía Auður Birgisdóttir, „Bók-
menntasaga, þýðingar og sjálfsþýðingar. Hugleiðingar um stöðu Gunnars Gunn-
arssonar í íslenskri bókmenntasögu“, Andvari 124/1999, bls. 128-140, hér bls.
130.
12 André Lefevere, Translation, Rewriting and the Manipulation of Literary Fame, bls.
122.
13 Sigurbjörg Þrastardóttir, „Hvemig einni þjóð líður“, Lesbók Morgunblaðsins 16.
september 2006, bls. 4-5, hér bls. 4.
248