Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Side 251
,AÐ SKRIFA ISLAND INN I UMHEIMINN'
lendinga á enskri tungu? Það hlýtur alltaf að vera viðkvæmt mál. Hermann
Stefánsson spurði í Kistugrein sinni um Islenska bókmenntasögu: „Hvern-
ig tölum við um bókmenntir á 21. öld?“ 14 Þar sem þessa bókmenntasögu
varðar er spurningin kannski frekar: „Hvernig tölum við um íslenskar bók-
menntir við útlendinga á 21. öld?“ Þetta er spurning um framsetningu, um
túlkun, hvaða mynd er sköpuð. Svo er spumingin ekki síður sú hvað séu ís-
lenskar bókmenntir, hvar séu mörkin og hvemig viljiun við að erlendir les-
endur skilji þetta hugtak? Og það virðist sem einmitt þessi spuming, um
hvaða þjóðarmynd þessi bókmenntasaga skapar, sé undiralda í næstum því
hverjum kafla og verði sums staðar að sjálfn viðfangsefninu.
Að skrifa um íslenskar bókmenntir á ensku veldur vandræðum af ýmsu
tagi. Auk þess framandleika sem gerir vart við sig þegar maður les um ís-
lenskt efni á ensku verður að hafa í huga að rit eins og þetta krefst ákveð-
ins stfls, ákveðins málfars. Það er ekki alltaf hægt að gera hvort tveggja um
leið: að skrifa á ásættanlegri ensku og halda í íslenskar hefðir. Hér verður
líka að þýða úr einu kerfi yfir á annað og finna jafnvægi, rými þar sem kerf-
in tvö geta komið til móts hvort við annað. Forníslenskar bókmenntir eiga
sér hefð og orðræðu í ensku sem nútímabókmenntir eiga sér ekki. Það em
alls konar fyrirbæri í íslenskri bókmenntahefð síðari alda sem eiga sér ekki
ákveðið heiti á ensku og þau verður alltaf að útskýra og setja í samhengi.
Það er einnig stór stflmunur á fræðiprósa tungnanna tveggja. I ensku er
ætlast til að setningar séu stuttar og mergjaðar. Höfuðatriði er að það sé
rétt orð á réttum stað, og þau skorin við nögl. Og svo em það íslensku
nöfiún. Að nota eingöngu eiginnöfn fellur ekki vel að ensku stflhefðinni á
þessu sviði: það hljómar ókunnuglega, jafnvel barnalega, að nota eiginnöfn
höfunda, og það dregur úr vægi þeirra. Það var því ákveðið að fara ekki eft-
ir íslenska nafnakerfinu heldur þeirri ensku hefð að nota föður- eða ættar-
nafn um höfunda eftir að þeir höfðu verið kynntir með fullu nafni í fyrsta
skipti.
Hins vegar er ekki auðvelt mál að færa eitt kerfi yfir á annað. Það að
nota föðurnöfn skaraðist t.d. á við hugmyndafræðilegan grundvöll kvenna-
bókmenntakaflans því að þar með misstu kvenhöfundar sitt „identitet“
með því að vera gerðar að dætxum feðra sinna eingöngu. Fullt nafh gerir
textann hins vegar of margorðan og þar með klunnalegan. Og hvemig á að
koma höfundum sem kenndir em við staði, eins og Jóhannesi úr Kötlum
14 Hermann Stefánsson, „Stóra samhengið (3). Viðbragð við Islenskri bókmennta-
sögu, IV og V. bindi, eftir ýmsa höfunda", www.kistan.is (27. október 2007).