Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 253
,AÐ SKRIFA ISLAND INN I UMHEIMINN'
um upplýsingar um grundvallaratriði íslenskra bókmennta og hjálpar þeim
að skoða þær í samhengi. Þar með gerir hún efinið aðgengilegt sem bók-
menntir. Meginhlutd kennslutíma þarf ekki lengur að fara í skýringar og
lýsingar og nemendur geta farið að hugsa um verkin sjálf sem bókmennta-
verk og nálgast þau á sinn eigin, persónulega hátt. Og það er einmitt gott
dæmi um hvað erlendir stúdentar og lesendur hafa ffam að færa, dæmi um
hvaða þýðingu Islandsáhugi erlendis getur haft fyrir Islendinga: hann býð-
ur upp á nýjar túlkanir, öðruvísi sjónarmið en þau íslensku, hann sýnir
fram á hvaða hlutverki íslenskar bókmenntir hafa að gegna og hvað þær
geta merkt í stærra, alþjóðlegra samhengi. Bókmenntirnar gefa þar með
vísbendingu um hvað ísland og það að vera Islendingur þýðir úti í hinum
stóra heimi.
Það er helst vankunnátta á efriinu á annan bóginn og rómantískar stað-
almyndir á hinn bóginn sem koma í veg fyrir þessar persónulegu túlkanir.
Reynsla mín er sú að flestir nemendur eru mjög ógagnrýnir og óöruggir í
byrjun námskeiðs. Þeir finna fyrir vankunnáttu sinni gagnvart efninu og
e.t.v. líka varðandi þekkingu á Islandi. Þeir eiga það því til að fara á Netið
eða bókasafnið og gleypa allt í sig sem þeir lesa þar. Þessa „þekkingu“ nota
þeir svo til að túlka verkið, helst í ljósi þess sem þeir hafa mestan áhuga á
varðandi ísland, t.d. náttúrutengsl, þjóðsagnaefni o.s.frv. Svo fyrirfinnast
líka nemendur sem eru með mjög ákveðna ímynd af íslandi sem litar veru-
lega lestur og túlkun þeirra. I byrjun námskeiðsins eru túlkanirnar því
flestar mjög rómantískar og klisjukenndar en það veitir einmitt tækifæri til
að taka það til umræðu: hvaðan koma þessar klisjur og staðalmyndir, gefur
sagan sjálf tilefni til þessarar túlkunar eða er það e.t.v. eitthvað sem nem-
endur troða upp á hana? Hver er afstaða höfundarins til efnisins, til Is-
lands, til ákveðinna hluta íslenskrar menningar? A þennan hátt fara nem-
endur að verða meðvitaðir um þau áhrif sem afstaða þeirra og
heimamenning hefur á lesturinn og skilning þeirra á verkinu: lesa þeir
þessa bók sem skáldsögu eða sem íslandskynningu til staðfestingar á þeirra
eigin Islandsmynd?17 Auk þess að fjalla um verkin sjálf og túlka þau ræðum
17 Þessi aðferð gengur sérstaklega vel í sambandi við verk eins og Kristnihald undir
Jökli sem fjallar einmitt um menningarlega „þekkingu" og túlkun og um mörk
skáldsögunnar og þjóðfræðilegu skýrslunnar. Það er alveg upplagt fyrir nemendur
að samsama sig persónu Umba og stöðu hans í sögunni og gera grein fyrir henni,
enda hefur þetta reynst ein vinsælasta bók á leslistanum og er Umbi í miklu uppá-
haldi hjá nemendum.
25: