Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Qupperneq 258
SVERRIR JAKOBSSON
tímaritinu Sögu, en hinn eftir undirritaðan í Lesbók Morgunblaðsins.1 í þess-
ari umfjöllun er ætlunin að ítreka margt sem ég sagði um bókina í Les-
bókinni, en auka við greininguna því sem ekki komst til skila í hinu knappa
formi dagblaðaritdómsins.1 2
Ævisögur Maósformanns —fjölbreytt svið
Engin skortur er á nýlegum ævisögum um Maó Zedong (1893-1976),
hvorki í Kína né á Vesturlöndum. Ef einungis er litið til enskumælandi
landa má nefaa nýlegar ævisögur eftir Phihp Short, Maurice Meisner,
Jonathan Spence, Lee Feigon og Michael Lynch og eru þá einungis fá-
einar taldar.3 Eins og vænta má er sýn þessara höfanda ólík því sem tíðkast
í kínverskum ævisögum; yfirleitt er mun meiri áhersla lögð á neikvæða
þætti í fari formannsins og gagnrýni á verk hans. Eigi að síður eru dæmi
um að vestrænar ævisögur hafi selst vel í Kína; má þar t.d. nefaa ítarlega
ævisögu Maós eftir bandaríska sagnfræðinginn Ross Terrill.4
Bókin Maó: Sagan sem aldrei var sögð, eftir Jung Chang og Jon Halliday,
gefar sig út fyrir að standast samanburð við akademískt sagnfiræðirit af
þessu tagi. Löng heimildaskrá og aragrúi tilvitnana gefa það til kynna, sem
og almenn kynning á ritinu í fjölmiðlum. Vel heppnuð markaðssetning á
ritinu hefar einkum snúist um að hér sé á ferð byltingarkennt rit — sagan
sem aldrei var sögð.5 Það er því fróðlegt að sjá hversu vel ritið stendur
undir slíkum fyrirheitum.
1 Sjá Geir Sigurðsson, „Af villtri sagnfræði villta svansins“, Saga 45,1/2007, bls.
181-94; Sverrir Jakobsson, „Leynilega heimsveldisáædunin og Maó B-mynda-
skúrkur", Lesbók Morgunblaðsms 20. október 2007.
2 Auk þess sem umíjöllun um bóldna hefur verið aukin má taka fram að ritdómur-
inn í Lesbók Morgunblaðsins var studdur 29 tilvísunum sem voru af einhverjum
ástæðum ekki birtar í blaðinu og hafa raunar enn ekki komist á prent.
3 Sjá t.d. Jonathan Spence, Mao Zedong, New York: Penguin, 1999; Philip Short,
Mao: A Life, London: Hodder & Stoughton, 1999; Lee Feigon, Mao: A Reintei'-
pretation, Chicago: Ivan R Dee, 2002; Michael Lynch, Mao, London: Roudedge,
2004; Maurice Meisner, Mao Zedong: A Political and Intellectual Portrait, London:
Polity Press, 2006.
4 Ross Terill, Mao: A Biography, 2. útg., Stanford, 1999; sjá ffétt Xinhua-fréttastof-
unnar 7. apríl 2006 (http://news3.xinhuanet.com/english/2006-04/07/content_
4395824.htm). BókTerrills er kölluð „warts-and-all portrait“ í ritdómi sem vitnað
er tíl á baksíðu hennar þannig að hún getur varla talist nein lofgjörð um for-
manninn.
3 Sjá t.d. viðtal Lisu Allardice við Jung Chang, „This Book Will Shake the World“,
Gtiardian 26. maí 2005.
256