Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 259
DA VINCI-LYKILLINN AÐ SOGU KINA
Alvarlegir vankantar á heimildarjni
Miðað við þá kynningu sem bókin hefur fengið víða á Vesturlöndum hefði
mátt búast við grundvallamýjungum í bókinni sem byggðar væru á viða-
miklum rannsóknum. Formið á bókinni er hins vegar hefðbundin frásagn-
ar- og atburðasaga sem rakin er í tímaröð. Þetta form hentar ekki vel til að
setja fram fræðilegar nýjungar þar sem þær kalla á rökstuðning og grein-
andi sagnfræði. I ritinu eru þannig hvorki inngangs- né niðurstöðukafli
þar sem gerð er grein íýrir rannsóknartdlgátum höfunda og helstu niður-
stöðum.
A hinn bóginn hefur frásagnarformið tvo kosti frá sjónarmiði höfunda.
I fyrsta lagi eru rit af því tagi alþýðleg og Kkleg til vinsælda, en í öðru lagi
hentar ævisagnaformið höfundum sem vilja setja fram staðhæfmgar eins
og óskeikult kennivald. Túlkanir höfunda í Maó: Sagan sem aldrei var sögð
eru ekki settar fram sem rannsóknartilgátur eða vangaveltur sem lesendur
geta lagt mat á, heldur sem staðreyndir sem lesandi verður að meðtaka ef
hann hefur ekki önnur rit við hendina.
Þetta frásagnarform hentar ifla í ljósi þess að mýgrútur er af dæmum í
bókinni þar sem höfundar leitast við að endurtúlka vitneskju okkar um
sögulega atburði með vísunum í valdar heimildir. Oft er vitnað í viðtöl sem
þau hafa tekið og eru heimildarmenn þá iðulega nafhlausir. Gagnrýninn
lesandi á engan veginn auðvelt með að meta áreiðanleika shkra heimfldar-
manna, en tvennt vekur þó ástæðu tfl efasemda. Val á heimildarmönnum
virðist oft handahófskennt og einnig virðast höfundar markvisst hafa snið-
gengið frásagnir sem ekki féllu að þeirra eigin skilningi.6 Meðal róttækari
fullyrðinga þeirra er að „gangan mikla“ 1934-1935 hafi hafist vegna þess
að JiangJeshi (Sjang Kæsjek), leiðtogi þjóðemissinna, leyfði göngumönn-
um að sleppa úr herkví (bls. 145-48). Þetta verða lesendur að taka gott og
gflt, en það sem ekki kemur fram í bókinni er að þessi fullyrðing stangast á
við fjölmargar frásagmr sjónarvotta sem höfundar kjósa af einhverjum
ástæðum að sniðganga, þar á meðal heimildir sem þau taka annars góðar
og gfldar. Höfundar taka vitnisburð frá einum nafnlausum heimildarmanni
sem sönnun fyrir þ-vi að frægur bardagi við Dadu-fljót hafi ekki átt sér stað,
6 Sjá Gregor Benton, Steve Tsang, Timothy Cheek, Lowell Dittmer og Geremie
R. Barmé, ,JVIao: The Unknown Story — An Assessment“, The China Joumal
55/2006, bls. 95-139, hér bls. 112.
257