Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 260
SVERRIR JAKOBSSON
en hunsa vitnisburð fjölmargra annarra sem halda hinu gagnstæða fram.
Einnig er töluvert vitnað í skjöl án þess að greint sé frá þ\h hvar þau sé að
finna svo að aðrir fræðimenn eigi þess kost að vega þau og meta.8 Með
þess háttar notkun á heimildum er auðtdtað einfalt að halda ffam ein-
hverju nýju, en hún er lakari ef markmiðið er einhvers konar sannleiksleit.
Ansi margar slíkar tilvísanir reynast vera afar lauslegar, „viðtal við inn-
herja“, „viðtal við þjón Maós“ o.s.fftt Engin leið er að meta gildi slíks
vitnisburðar. Engar upplýsingar eru veittar um hvemig staðið var að við-
tölum eða hvort þau verði gerð aðgengileg öðrum fræðimönnum. Frá-
sagnir nafhlausra innherja em einkenni á slúðuxbókmenntum, eins og
bandaríska blaðakonan Kitty Kelley hefur sérhæft sig í.9 Aherslur höfunda
í Maó: Sagan sem aldrei hefiir verið sögð minna líka stundum á slíkar bók-
menntir. Mikil áhersla er lögð á einkalíf Maós, framhjáhöld og jafnvel skoð-
anir hans á hreinlæti og tannhirðu.10
Nánast ekkert er hins vegar fjallað mn hugmyndaffæði Maó eða pólit-
ísk skrif, nema nokkrar valdar tilvitnanir sem nánast undantekningarlaust
eru slimar úr samhengi og raunar iðulega settar í afar \dllandi samhengi.
Fmmlegar hugmyndir Maós um kvenfrelsi og sjálfstæði kvenna era túlk-
aðar sem svo að hann hafi „sem karlmaður ... viljað losna við að hafa núk-
ið fyrir konunum“ (bls. 20). Fræg ræða Maós þar sem hann stappaði stál-
inu í félaga sína og fullyrti að kínverska þjóðin myndi lifa af kjarnorkusníð
við Bandaríkin er túlkuð sem svo að Maó hafi beinlínis sóst eftir því að
fórna helmingi Kínverja (bls. 479-80) og sett í samhengi \dð hungurs-
neyðina miklu, en ræðan var haldin áður en hún geisaði sem hæst.11 Höf-
Sjá Gregor Benton, Steve Tsang, Timothy Cheek, Lowell Dittmer og CSeremie
R. Barmie, Mao: The Unknown Story — An Assessment“, bls. 98-101.1 sömu
grein eru talin upp fjöldamörg önnur dæmi af svipuðu tagi. Hamish McDonald,
,A Swans Litde Book of Ire“, Sydney Moming Herald 8. október 2005 tekur sér-
staldega fyrir þekktasta dæmið um þessi vinnubrögð, kaflann um orusttma \dð
Dadu-fljót.
8 Andrew Nathan, ,Jade and Plastic“, London Reviev: ofBooks 17. nóvember 2005.
9 Sjá t.d. bækumar His Way: The Unauthorized Biography ofFrank Sinatra, New
York: Bantam Press, 1986; The Royals, New York: Warner Books, 1997 og Thé
Family: The Real Stoty of the Bash Dynasty, New York: Bantam Press, 2004.
10 Að mati Frank Mc Lynn er eina mögulega notagildi bókarinnar sem slúðurrit um
einkalíf Maós þar sem hana sé hvorki hægt að taka alvarlega sem sagnfræðirit eða
ævisögu; sjá Frank Mc Lynn, „Too Much Hate, Too Litde Understanding, The
Indepeitdent on Sunday 5. júm' 2005.
11 Sjá Alfred L. Chan, A Super Monster?" Pacific Review 79,1/2006, bls. 102.
258