Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Side 262
SVERRIR JAKOBSSON
(en t.d. ekki árin 1959-1961) er til að mynda hunsuðL\ Það er aldrei kost-
ur sagnfræðirits að nýjustu rannsóknir séu ekki teknar til gagnrýninnar
athugunar, en sérlega bagalegt þegar ritinu er ætlað að vera rneiri háttar
söguleg endurskoðun.
Einnig velmr athygh notkun höfunda á annars konar ritum sem hafa
verið kunn sagnfræðingum árum saman, en fáir sagnfiræðingar hafa kosið
að nota sem heimildir. Þar má nefina áróðurs- og óhróðursrit frá Hong
Kong, Taívan og Sovétríkjunum. Þess konar rit hafa einkum tahst nýtileg-
ar heimildir um orðræðu á þeim slóðum, en eru hér teknar góðar og gildar
sem heimildir um atburði. Fyrirvaralaus notkun á þeim er til marks um
vinnubrögð sem ekki standast fræðilegar kröfur.16
Þegar nánar er að gáð er ekki heldur hægt að reikna með þH að heim-
ildir eða fræðirit, sem þó eru notuð í bókinni, séu endursögð réttilega. Þar
má taka sem dæmi endursögn höfunda á umsátrinu um Changkun árið
1948 sem er notað, eins og raunar allt annað í bókinni, sem dæmi mn
mannvonsku Maós. Ef heimildimar sem notaðar eru fyrir þessu eru at-
hugaðar reynast þær hins vegar gefa allt aðra mjmd af umsátrinu en þá
sem dregin er upp í þessari bók.1 Hið sama má segja um blóðbaðið í Fut-
ian árið 1930 þar sem helsta rannsóldn á þessum atburði, eftir Gao Hua,
er ekki nýtt þótt hana sé að finna í heimildaskrá, greinilega vegna þess að
niðurstaða Gao Hua er sú að Maó hafi ekki átt að fruinkvæði að blóðbað-
inu.is I Maó: Sagan sem aldrei var sögð er fullyrt að her alþýðufyUdngar-
innar hafi forðast bardaga við japanska herinn og her þjóðemissinna unn-
ið mikilvægari sigra gegn þeim, en í tilvitnuðum ritum er engin rök að
finna fyrir þeirri staðhæfingu.19 Höfundar halda þH einnig fram að Maó
hafi ekki verið stofnfélagi í kínverska Kommúnistaflokknum, en tilvitnuð
15 Sjá Carl Riskin, „Feeding China“, The Political Economy ofHunger. Selected Essays,
ritstj. Jean Dreze, Amartya Sen og Athar Hussain Oxford: Clarendon Press, 1995,
bls. 407^114.
16 Sjá Gregor Benton, Steve Tsang, Timothy Cheek, Lowell Dittmer og Geremie
R. Barmé, ,JVIao: The Unknown Story — An Assessment“; Alfred L. Chan
A Super Monster?“; Alain Roux, ,Jung Chang et Jon Halliday: Mao, the unknvsm
stoiy“, Annales 61,6/2006, bls. 1501-1504; Geir Sigurðsson, ,^AT Hlltri sagnfræði
villta svansins“.
17 Sjá Alfred L. Chan ,Mao: A Super Monster?“ sem nefnir þessi dæmi og fjölda-
mörg önnur.
18 Sjá Alain Roux, ,Jung Chang et Jon Halliday: Mao, the unknown stoiy“, bls. 1503.
19 Sjá Gregor Benton, Steve Tsang, Timothy Cheek, Lowell Dittmer og Geremie
R. Barmé, „Mao: The Unknown Story — An Assessment", bls. 116-117.