Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 267
DA VINCI-LYKILLINN AÐ SÖGU KÍNA
Skapandi tölfrœði
Eins og áður er rakið sver Maó: Sagan sem aldrei var sögð sig í ætt við frá-
sagnarsagnfræði, en minni áhersla er lögð á greiningu. Ahugi höfunda
beinist ekki að hagstærðum eða langtímaþróun í þjóðarbúskap Kína. Þeg-
ar höfrmdar vima í tölfræðilegar heimildir er meðferð þeirra á þeim með
óKkindum.
Þegar höfundar lýsa því sem þau kalla „leynilegu heimsveldisáætlun-
ina“ (bls. 416-428) er follyrt með tilvísun í „opinber gögn“ að hemaðað-
arútgjöld Kína hafi verið 61% af útgjöldum ríkisins á 6. áratugnum. Þetta
er hrein hlekking sem höfimdar ná fram með því að leggja saman alla fjár-
festingu í stoðkerfi hins opinbera (37,6%) og útgjöld tál varnarmála
(23,4).35 Ahugavert væri að ræða hvort kommúnistastjórnin í Kína hafi
ekki eytt allt of miklu í hemað (um fjórðungi ríkisútgjalda) en það er ekki
hægt að gera á grundvelli þessarar bókar því að höfundar kjósa að setja
fram fáránlegar ýkjur í stað þess að leggja réttu tölumar á borðið.
Meðal þess sem áhersla hefur verið lögð á í kynningu bókarinnar er sú
„afhjúpun“ að Maó hafi verið persónulega ábyrgur fyrir láti 70 milljóna
manna. Þeim mun merkilegra er að sjá að höfundar eyða afar lidu rými í
að færa rök fýrir þessari staðhæfingu. Enda reynist þarna á ferð skapandi
tölfræði af sama tagi og einkennir umfjöllun höfunda um kínversk ríkis-
fjármál. Annars vegar fullyrða þeir, án rökstuðnings, að 27 milljónir hafi
látist í fangelsum á valdatíma Maós (bls. 357), en sú tala reynist vera ágisk-
un út í lofdð og byggir ekki á neinum frumgögnum.36 Þá reikna höf-
undamir mannfall í hungursneyðinni miklu upp á nýtt efdr 20 ára göml-
um niðurstöðum bandarísks tölfræðings (bls. 478), en grípa til þess ráðs að
bera saman leiðrétt manntal og óleiðrétt til þess að hækka tölu látinna úr
35 Sjá Alffed L. Chan ,JVlao: A Super Monster?“, en hann kallar þetta „a gross dis-
tornon“ (sjá bls. 99).
36 Til samanburðar má taka dánarhlutfall í fangabúðum í Sovétríkjunum (Gúlaginu)
en þar lést rúmlega ein milljón á árunum 1934—1953, sjá J. Arch Getty, Gabor T.
Ritterspom og Viktor N. Zemskov, „Victims of the Soviet Penal System in the
Pre-war Years: A First Approach on the Basis of Archival Evidence", American
Historical Review, 98,4/1993. Þótt við gefum okkar að staða fanga í Kína hafi verið
svipuð verður að taka með í reikninginn innrás Þýskalands í Sovétríkin (rúmlega
helmingur Gúlagfanga lést árin 1941-1943) og hryllileg veðurskilyrði í Síberíu.
Jung Chang og Jon Halliday fara hins vegar öfuga leið og ímynda sér að ein
milljón á ári, eða 20-falt fleiri, hafi látdst í fangabúðum í Kína.
265