Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Síða 269
DA VINCI-LYKILLINN AÐ SOGU KINA
bak við ofsóknimar. Fórnarlömb menningarbyltingarinnar, þar sem frum-
kvæði Maós var ótvírætt, verða Hka eins konar hliðarspor í viðleimi höf-
unda til að búa til tugmilljónir fómarlamba í stað milljóna. Miðað við for-
tíð Jung Chang sem rauður varðliði á tímum menningarbyltingarinnar
vekur raunar furðu hversu ruglingsleg ffásögnin af henni verður oft og
tíðurn.40
Að þessu frátöldu er langtímaþróun hagstærða í Kína almennt ekki í
öndvegi í þessu riti en þær em þó meðal þess forvitnilegasta og þversagna-
kenndasta við stjómarár Maós. A þessum tíma jókst fólksfjöldi í Kína um
370 milljónir, meðalævihknr landsmanna tvöfölduðust og Kína gekk í
gegnum stórfellda iðnvæðingu þar sem vöxtur í iðnaði var ríflega 10% að
ársmeðaltah.41 Kannski virkar slík uppriíjim truflandi fyrir þann sannleika
sem höfundar ætla að boða. I þessu riti finnast engin blæbrigði, einungis
einhfiða predikun. Lesendur sem ekki hafa aðgang að öðmm heimildum
yrðu eflaust hissa að komast að því að lífslíkur fóm vaxandi og ungbarna-
dauði minnkandi í Kína á dögum Maós. Þetta var auðvitað ekki allt saman
Maó einum að þakka, en auðvitað er ekki heldur hægt að kenna honum
einum um allt sem aflaga fór í Kína á meðan hann var við völd. Þetta vita
flestir þeirra ævisagnahöfunda sem nefndir vora hér í upphafi, en þar af
leiðir að gagnrýni þeirra á Maó fær aukið vægi. Beitt gagnrýni Philips
Shorts á Maó nær marki vegna þess að harm dregur ekkert undan þegar
kemur að umfjöllun sinni; hvorki gott né slæmt.42 Þegar allt kemur til alls
er vönduð sagnfræði betri til endurmats og uppgjörs við skugga for-
tíðarinnar heldur en farsakennd skrípamyndaskrif eins og þetta rit.
Hvorki góð sagnfræði né góðar bókmenntir
Ef meta ætti með hvaða hætti bókin Maó: Sagan sem aldrei var sögð sker sig
frá öðmm vestrænum ævisögum sem komið hafa út undanfarinn áratug
hlýtur meginfrávikið að teljast heimildanotkun höfunda. Höfundar reiða
sig mikið á nafnlausa heimildarmenn, sniðganga heimildir sem segja aðra
sögu, em illa heima í nýlegum sagnfræðirannsóknum en á hinn bóginn
40 Sjá Gregor Benton, Steve Tsang, Timothy Cheek, Lowell Dittmer og Geremie
R. Barmé, ,Mao: The Unknown Story — An Assessment", bls. 131-132
41 Sjá Carl Riskin, „Feeding China“, bls. 412; Marc Blecher, China Against the Tides,
2. útg., London ogNew York: Continuum, 2003, bls. 178.
42 Sjá Phihp Short, Mao: A Life, bls. 629-634.
267