Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 270
SVERRIR JAKOBSSON
furðu hallir undir heimildir sem ábyrgari sagníræðingar hafa merið ómerk-
ar. Hvað sem segja má um bókina er Ijóst að hún stenst ekki þær fræðilegu
kröfur sem gera mætti til sagnfræðirits.
Skemmtigildi ritsins fyrir almenning er einnig takmarkað. Boðskapur
bókarinnar er einhliða og á honum er hamrað blaðsíðu eftir blaðsíðu.
Aðalpersóna bókarinnar hefur einungis eina vídd; hann er rakið illmenni
sem ekkert gott er sagt um. Sérhver sæmilega þroskaður lesandi fer fljót-
lega að óska efrir blæbrigðum í frásögnina. Slík blæbrigði má íiima í
ýmsum vönduðum ævisögum um Maó en ekki í þessari bók.
Bókinni er augljóslega ætlað að vera öðrum þræði pólitískt áróðursrit,
enda hafa viðtökur hennar tekið mið af því; en einnig málsvörn þeirra sem
borið hafa þennan samseming á borð fyrir okkur.4’ A hinn bóginn er óvíst
að hún gagnist sem slík. Góður áróður er iðulega ísmeygilegur, en hneigð
þessarar bókar er á hinn bóginn æpandi. Einnig má velta því fyrir sér hvað
gagn áróðursmönnum sé að riti sem er fullt af rangfærslum og afar auðvelt
að ómerkja.
Enn þá eru í fullu gildi orð Arna Magnússonar um sagnfræðileg vinnu-
brögð: „Svo gengur það til í heiminum, að sumir hjálpa erroribus á gang,
og aðrir leitast síðan við að útryðja aftur þeim sömu erroribus. Hafa svo
hverir tveggju nokkuð að iðja1'.44 Að því marki mun Maó: Sagan sem aldrei
var sögð líklega verða atvinnuskapandi fyrir sagnffæðinga ff amtíðarinnar,
en á hinn bóginn er hún hvorki góð sagnffæði né góðar bókmenntir.
Metsölubækur og sagnfrœði
Eins og fram hefur komið sver Maó: Sagan sem aldrei var sögð sig í ætt við
hvers konar afþreyingarbókmenntir og þó einkum bækur eins og Da Vinci-
lykilinn þar sem lofað er nýrri sýn á sögu sem hafi verið þögguð niður ffam
að þessu. Sagnffæðirit af þessu tagi rata oft inn á metsölulista og hafa
mikil áhrif á söguvitund almennings sem lætur sig neikvæð viðbrögð
43 Sjá m.a. Ólafiir Teitur Guðnason, „Maó - sagan sem sumir vilja ekki að þú lesir“;
Sverrir Jakobsson, „Langt seilst í svörum", Lesbók Morgiuiblaðsins 1. desember
2007. Astæða er til að benda á skrif Ólafs Teits sem dæmi um þrætubóka- og hár-
toganastíl pólitískra harðlínumanna sem Guðni Elísson hefur orðræðugreint, sbr.
„Nú er úti veður vont. Gróðurhúsaáhrif og íslensk umræðuhefð“, Ritið 1/ 2007,
bls. 5-44, einkum bls. 22-33.
44 Már Jónsson, Ami Magnússon. Ævisaga, Reykjavík: Mál og menning, 1998, bls.
55.
268