Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 271
DA VINCI-LYKILLINN AÐ SOGU KINA
fræðimanna litlu varða. Dæmi um bók af þessu tagi er 1421 efrir Gavin
Menzies þar sem heimildir eru teygðar og togaðar til þess að sýna fram á
að Kínverjar hafi siglt í kringum hnötrinn á 15. öld. Enda þótt kenningum
Menzies hafi verið hafriað af flestum fræðimönnum vitnaði forseti Kína,
Hu Jintao, til bókarinnar í ávarpi til ástralska þingsins árið 2003.45 Maó:
Sagan sem aldrei var sögð á sér líka lesendur á æðstu stöðum, en meðal
þeirra sem hafa ausið bókina lofi er George W. Bush Bandaríkjaforseti.46
Færa má rök fyrir því að rit sem nálgist sagnfræði á þessum forsendum
hafi hlutfallslega mikið vægi meðal þeirra rita sem eru þýdd fyrir íslenskan
markað. Meðal bóka sem komu út árið 2007 var t.d. Blóð Krists og gralið
helga eftir Michael Baigent, Richard Leigh og Henry Lincoln, en sú bók
er kveikjan að þeim langsóttu kenningum sem Dan Brown miðlaði í Da
Vinci-lyklinum. Það er auðvitað engin tilviljun að samsæriskenningar af
þessu tagi beinast einkum að stofnunum sem eru staðnaðar, eiga sér langa
og umdeilda sögu og móta líf milljóna manna. Kaþólska kirkjan og Kom-
múnistaflokkur Kína eru stofnanir af þessu tagi. Afar eðhlegt er að harka-
leg gagnrýni beinist að þeim en jafiiframt eru þær auðveld fómarlömb
samsæriskenninga af ýmsu tagi; sem teknar em fegins hendi af fólki sem
finnst veruleikhm ekki nógu ýkju- eða öfgakenndur.
Þetta vekur óneitanlega upp spumingar: Hver er viðgangur fræði-
legrar og akademískrar sagnfræði í umhverfi þar sem bækur af þessu tagi
njóta metsölu? Geta niðurstöður vandaðra rannsókna nokkum tíma orðið
jafn spennandi og samsæriskenningar metsöluhöfunda? Hér finnst mér að
fræðimenn eigi a.m.k. tvo uppbyggilega kosti. Armars vegar eiga þeir að
taka metsölubækumar til gagnrýninnar athugunar í stað þess að sniðganga
þær. Hins vegar eiga þeir að bregðast við með því að stuðla að útgáfu
vandaðra bóka sem koma söguáhugamönnum að raunverulegum notnm.
Hvað fyrri þáttinn varðar er óhætt að fullyrða að íslenskt ffæðasamfélag
hefur bmgðist við Maó: Sagan sem aldrei var sögð af fullri alvöru, eins og
ítarlegir ritdómar í Sögu og Lesbók Morgunblaðsins em til vitnis um. Hitt
verður að koma í ljós, hvort bmgðist verði við auknum áhuga á sögu Kína
með útgáfu vandaðra sagnfræðirita á íslensku.
45 David S.G. Goodman, ,A'Iao and The Da Vinrí Code“, bls. 367.
46 Elisabeth Bumiller, „How biography of Mao offers insight into Bush“,
IntemationalHerald Tribune 22. janúar 2006.
269