Þjóðlíf - 01.05.1988, Side 61

Þjóðlíf - 01.05.1988, Side 61
HEILBRIGÐISMÁL Við verjum hálfum milljarði í tannviðgerðir. Hverfandi lítið fer hins vegar í forvarnarstarf. í hópi verst tenntu þjóða heims Karíus og Baktus lifa góðu lífi í íslenskum tönnum — enda að mestu lausir við ríkisafskipti Islendingar eiga heimsmet á mörgum sviðum mannlífsins eins og alþjóð veit. Eitt af metun- um okkar er á sviði tannskemmda. Þar erum við sannarlega í hópi verst tenntu þjóða heims. Það er margt sem veldur því: lítið og oft á tíðum handahófskennt fyrirbyggjandi starf, gegndarlaust át sælgætis og sjoppufæð- is og veigalítil þátttaka ríkisins í kostnaði vegna tannlækninga. Og þó er dágóðum upphæðum varið í bar- áttuna gegn Karíusi og Baktusi; bráða- birgðatölur fyrir síðasta ár herma að ríkið hafi varið 525 milljónum í tannlæknaþjón- ustu. Það er um það bil 50% hækkun frá árinu áður. Samanborið við Norðurlöndin er hlutur ríkisins þó ekki mikill. Og það sem skiptir talsvert meira máli er að hérlendis fór hálfi milljarðurinn nánast allur í viðgerðir á skemmdum og þjáðum skoltum, en lítið í fræðslustarf. Danir verja t.d. 60% af sínum útgjöldum í þessum málaflokki í fyrirbyggj- andi aðgerðir en aðeins 40% fara viðgerðir. Svo áfram sé haldið að taka dæmi af Norð- urlandaþjóðunum þá veita Danir ókeypis tannlæknaþjónustu til 18 ára aldurs, Norð- menn til 19 ára aldurs, Svíar til tvítugs og Finnar til 17 ára aldurs. íslendingar eru aftast á merinni, greiða kostnað að fullu til 16 ára aldurs. Með þeirri undarlegu undantekningu að vísu að fram að fimm ára aldri barna sinna 59

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.