Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 11

Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 11
INNLENT laganna. Greiddar útflutningsbætur, þ.m.t. framlag til Framleiðnisjóðs, námu samtals 1.292 milljónum króna á árinu 1988, og höfðu þær þá hækkað að raunvirði um tæp 30% frá árinu 1985. En þessar auknu útflutningsbætur stöfuðu ekki alfarið af sjálfum búvörusamningnum því vorið 1987 tók þáverandi landbúnaðar- ráðherra, Jón Helgason, þá ákvörðun að auka framleiðslumagnið á kindakjöti enn frekar, eða um ein 300 tonn umfram það magn sem búvörusamningurinn kvað á um. I samtali við Þjóðlíf kvaðst Jón hafa tekið þessa ákvörðun að fengnu samþykki þáver- andi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks, undir forsæti Steingríms Her- mannssonar. „Ákvörðunin var tekin til að tryggja afkomumöguleika ungra bænda sem höfðu farið illa út úr skiptingu fullvirðisrétt- arhaustiðl986." tonn 150» Umframframleiðsla klndakjöts verðlagsárln 1979-1989 ? Framloiðsla umfram innanlandsneyslu ¦ Innanlandsneysla 1083-1984 1988-1989 Þrátt fyrir tilgang búvörulaganna frá 1985 að koma á jafnvægi milli frameiðslu og neyslu á kindakjöti hefur lítill árangur náðst. Minnkun framleiðslunnar verðlagsárið 1988-1989 (haustslátrun 1988) stafar aðallega af niðurskurði á riðuveiku sauðfé og skammtíma leigusamningum á fullvirðisrétti. Grípi stjórnvöld ekki þegar til aukningar á umframframleiðslu og leiða til stóraukinna útgjalda ríkissjóðs, m.a. í útflutningsbætur. Ofangreindir útreikningar byggjast á upplýsingum sem Þjóðlíf fékk hjá Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins. í ljósi þessara ummæla Jóns er rétt að greina lítilsháttar frá hvernig staðið var að skiptingu fullvirðisréttarins árið áður. Með tilvísun í búvörulögin setti landbúnaðarráð- herra reglugerð, dagsetta 22. júlí 1986, um skiptingu fullvirðisréttar til framleiðslu mjólkur- og sauðfjárafurða verðlagsárið 1986 til 1987. Með þessari reglugerð var horf- ið frá svokölluðu búmarkskerfi og í staðinn tekið upp svokallað fullvirðisréttarkerfi. Gamla búmarkskerfið var innleitt árið 1979 og byggði á því að framleiðsla bænda tiltekin ár var umreiknuð í ærgildi. Sú við- miðunartala sem þannig fékkst út var nefnd búmark. Bændum var síðan reiknuð ákveðin verðskerðing á þann hluta framleiðslunnar sem var umfram úthlutað búmark og sum árin tók skerðingin einnig til hluta búmarks- ins. Búmarkskerfið var að mati flestra löngu úr sér gengið, enda var heildarbúmark í mjólkur- og sauðfjárafurðum langt umfram það sem framleitt var, t.d. svaraði heildar- búmarkið til framleiðslu á allt að 18 þúsund tonnum af kindakjöti. Nýja fullvirðisréttarkerfið fólst hins vegar í því að í stað verðskerðingar á umframf ram- leiðslu var bændum úthlutaður framleiðslu- réttur upp á ákveðið magn mjólkur- og sauð- fjárafurða sem ríkið ábyrgðist fullt verð fyrir. Varðandi sauðfjárframleiðsluna var heildarfullvirðisrétturinn hið umsamda framleiðslumagn sem búvörusamningurinn kvað á um, eða 11.800 tonn, og var honum skipt milli bænda á grundvelli þess magns sem þeir höfðu sent til slátrunar haustið 1984 eða 1985, eftir því hvort árið var þeim hag- stæðara. Bændur storma í ráðuneytið Framkvæmd nýja fullvirðisréttarkerfisins kom bændum í opna skjöldu enda skiptiregl- an sem farið var eftir innleidd nánast fyrir- varalaust. Að sögn Gunnars Guðbjartsson- ar, fyrrverandi formanns Stéttarsambands bænda, umbunaði skiptireglan í raun þeim bændum sem höfðu hundsað tilmæli Fram- leiðsluráðs um að minnka framleiðslu sína í samræmi við úthlutað búmark, en refsaði þeim sem farið höfðu að tilmælunum. Aukið betur tók þetta kerfi ekkert tillit til þeirra sem af árferðisástæðum höfðu ekki náð fullri framleiðslu á árunum 1984 og 1985. Eins var bændum sem voru að hefja búskap á viðmið- unarárunum úthlutað mjög litlum rétti, langtum minni en uppbyggingarstarf þeirra gerði ráð fyrir. Landbúnaðarráðherra og Framleiðsluráð landbúnaðarins fóru ekki varhluta af þessari óánægju. Kvörtununum rigndi yfir þessa aðila og iðulega stormuðu hópar bænda með þingmenn í broddi fylk- ingar í salarkynni ráðuneytisins með kröfu um leiðréttingar. Þessi mikli þrýstingur um leiðréttingu var mjög óþægilegur fyrir þáver- andi ríkisstjórn því skammt var í kosningar. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.