Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 53

Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 53
MENNING fullt af ósýnilegu fólki allt í kringum mann. Það er alltaf verið að tala um einhverja ein- veru hjá okkur, en svo er þetta blessað fólk í borginni mest einmana," segir Óskar. „Já, — þar held ég nú að sé einsemd," segir Hanna. „Það spilar mikið inní hvort maður hefur mann með sér, — fjölskylda er aldrei ein ef hún er raunveruleg fjölskylda. Jafnvel eftir að synir okkar fóru burt þá hald- ast fjölskylduböndin. Ef fjölskyldan leysist upp þá er maður einn hvar sem maður er. Ef fólk vinnur saman og tekur hlutunum saman þá er það fjölskylda og þá er enginn einn." „Mig langar til að bæta dálitlu við þetta sem Hanna er að segja," segir Óskar. „Það hefur sest að í mér, mér finnst það vera rétt og get ekki tekið það til baka. Þar sem er maður — þar sem er kona og barn — þar er mannkynið!!! Það verður ekkert meira þótt þú hafir þúsundir í kringum þig. Þetta er það sem Guð hefur skapað — þarna er það kom- ið. Það er að segja ef samræmi er milli manns, konu og barns. Þetta sama verður að ske þar sem fjölmenni er. Ef samræmi næst ekki þá er fólk jafn einmana þar." Áráttunni varð ekki haggað Rithöfundurinn hefur ákveðnar skoðanir á ástæðum þess að „samræmi" er ekki lengur manna í milli: „Ég held að þróunin hafi ráðið þessu — þróun hins daglega lífs. Útivinnandi kona — útivinnandi maður og lyklabörn. Amma og afi farin burt og heimilin orðin lítil. Húsin standa auð á daginn og samvera fjölskyld- unnar í molum. Uppeldi heimilanna fært út í þjóðfélagið. Ég treysti þér Grétar minn til að skila þessu — skila þessu til þjóðarinnar. Eg held að þetta sé góður punktur." „Spurningin er, hvernig á að bæta þetta?" Óskar Aðalsteinn er sískrifandi, á Horn- bjargi, Gelti og nú á Reykjanesvita. segir Hanna. „Ég vil ekki segja að hjá okkur séu ekki átök. En maður verður að samlaga sig öllu sem maður mætir og það er ekki alltaf auðvelt. En nú er eins og það slitni uppúr öllu við fyrstu erfiðleika. Fólk hefur alltaf þurft að hafa fyrir lífinu, það er ekki að byrja í dag. Stundum skil ég ekkert í þessum konum sem virðast vilja hafa allt sitt um- hverfi eins og stofnun. Maður elur ekki börnin sín upp ef maður vinnur á skrifstofu allan daginn. En ef þær vilja hafa þetta svona, hvers vegna þá að hafa heimilið eins og amma hafði? Hvers vegna þá ekki að stíga skrefið til fulls og gera heimilið að stofnun líka? Þá kæmu þær bara heim þar sem þær hefðu herbergi fyrir sig og krakkana. I stað- inn er þetta svoleiðis að það vantar alltaf heimili og hús þótt enginn komi þar inn nema til að sofa." Eitt finnst Óskari nauðsynlegt að komi fram: „Ég hefði ekki getað gert þessa hluti úti í vitum ef ég ætti ekki konu með áhuga- mál sem samræmast þessu. Þetta er nokkuð sem hefur komið af sjálfu sér af því að þess þurfti." Hér eru hjón sem gera það sem þarf til þess að samband þeirra sé gott — vinna að því meðvitað og ómeðvitað. Og það er Hanna sem á lokaorðið hvað þetta varðar: „Það var annaðhvort að taka þessu eða ekki. Og ég kaus það fyrrnefnda með glöðu geði. Síðan hefur það verið líf mitt." Guðmundur Hagalín Nú þykir Hönnu vera mál til komið að bjóða uppá kaffi og kökur. Ég sest til borðs með þessum heiðurshjónum. En ekki eru umræðurnar látnar niður falla þótt veitingar séu fram bornar. Óskar er að segja mér frá gömlum dögum á ísafirði þegar hann var ungur rithöfundur sem ekki mætti alltaf skilningi hjá fólki. En einn var sá maður sem tók honum öðruvísi. Og allt í einu, eins og fyrir töfra, hverf ur Óskar Aðalsteinn af sjón- arsviðinu. I staðinn er komin hin látna kempa Guðmundur Hagalín. Á svipstundu breytist gestgjafi minn í þennan kraftmikla karl sem með svo dæmalausri atorku gerði Kristrúnu í Hamravík ódauðlega, ásamt fleiri persónum: „Ég hef aldrei vitað annað eins. Þú hefur svo dæmalaust ímyndunarafl. Svo yfirtak mikla hæfileika til að skapa. En á móti svo sorglega litla tækni, vinnubrögðin viðvan- ingsleg. En það geturðu lært, Óskar Aðal- steinn. Slfkt er hægt að æfa. Og þú verður að vinna drengur, æfa þig maður. Bara skrifa og skrifa." Og þessi Guðmundur Hagalín sem hér situr, ýtir óþyrmilega við mér, lemur í borðið og horfir á mig eins og ég sé ungling- urinn Óskar Aðalsteinn á ísafirði fyrir ára- tugum. Og töfrar þessa augnabliks eru slíkir að mér finnst að þetta sé í rauninni þannig. Kannski er það líka þannig. Ég held að Ósk- ari, sem nú er aftur kominn að borðinu hjá okkur finnist það vera svo. „Eg skal vera Guðmundur Hagalín í þínu lífi Grétar minn. Ég skal styðja þig og styrkja — hvetja þig og skamma þegar með þarf." Mér hlýnar um hjartarætur — fyllist svo mikilli gleði að ég gleymi hinum gómsætu kökum sem hún Hanna er að bjóða mér. Mér finnst ég hefjast á loft, á vængjum þess söngs sem er sköpun. Þess draums sem mig dreymdi þegar ég var lítill drengur og faldi mig úti í hlöðu til að þykjast vera að skrifa skáldsögu. Hér á Reykjanesvita hjá þessu fólki er auðvelt að vera skáld. Launin sem þú færð Þegar dregur að lokum heimsóknar minn- ar í vitann kemur að því að hugleiða hvers ég hef orðið vísari og hvað ég hef grætt. Óskar Aðalsteinn kemur með svarið við því eins og svo mörgu öðru sem ég hef hugleitt hér: „Ég hef séð betur og betur, eftir því sem ég eldist, að ég á marga vini. Hvar sem ég kem og „skruddurnar" mínar eru til, þar er ég heimamaður. Og þetta eru launin sem ég fæ, þetta eru launin þín og okkar allra, alltaf þegar við höfum gert eitthvað gott. Ef ég er einhversstaðar, þá er ég í þessum verkum mínum. Og konan er líka vinur minn. Ég vil að það komi fram að ég hefði aldrei getað gert þetta hefði ég ekki átt sterka konu." Og ég kveð þetta heimili — útvörðinn í suðvestri, í þeirri fullvissu að hér hef ég hlot- ið ríkuleg laun. Hér hef ég eignast nýja vini sem ekki bregðast. Og ég fer burt með vís- dóm þeirra, von þeirra og árnaðaróskir í far- teskinu. _ . .,.',, Gretar Knstjonsson 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.