Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 12

Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 12
INNLENT Það var hins vegar engan veginn auðhlaupið fyrir Jón Helgason að greiða úr þessu vanda- máli. Sú leið sem valin var, að auka framleiðslu- magnið um 300 tonn, var ekki hægt að finna stað innan þess búvörusamnings sem þá var í gildi né heldur innan ramma búvörulaganna, því þau kveða á um samdrátt. Hinsvegar mun Jón Helgason hafa ætlað að í næsta búvörusamningi mætti „réttlæta“ viðbótar- úthlutun með því að setja hana undir Fram- leiðnisjóð. Reyndar samrýmdist sú leið ekki búvörulögunum en hugsanlega hefði samn- ingurinn náð að „réttlæta“ hana. Klórað yfir klúður Þann 20. mars 1987 skrifaði Jón Helgason undir þriðja búvörusamninginn við Stéttar- samband bænda og gildir hann fram til 31. ágúst 1992. Samningur þessi þótti bændum mjög hagstæður og fannst mörgum sem kosningafnyk legði af honum, enda kosning- ar á næsta leiti. I þessum samningi var bænd- um tryggður fullvirðisréttur vegna fram- leiðslu á allt að 11.000 tonnum af kindakjöti á ári og 104 miljónum lítra af mjólk á ári nema árið 1988 til 1989 103 miljónum lítra. Til við- bótar þessu var Framleiðnisjóður eftir sem áður fjárhagslega ábyrgur fyrir þeim 800 tonnum af kindakjöti og 3 milljónum lítra mjólkur sem hann hafði tekið á sig í búvöru- samningnum frá 1986. í 9. grein þessa samnings var gert ráð fyrir að eftir að Framleiðnisjóði tækist að uppfylla 800 tonna ábyrgðina, sem hann tók á sig í búvörusamningnum frá 1986, með kaupum eða leigu á fullvirðisrétti, gæti sjóðurinn tek- ið úr framleiðslu allt að 2/3 hluta þess full- virðisréttar sem honum áskotnaðist, með kaupum eða leigu samhliða búháttabreyt- ingum. Hinsvegar var sjóðnum gert skylt að ráðstafa minnst 1/3 hluta af keyptum eða leigðum fullvirðisrétti til að mæta fullvirðis- réttarskuldbindingum er Framleiðnisjóður hafði þegar tekið á sig gagnvart bændum með skammtímasamningum og myndi gera skv. boðaðri reglugerð. Að öðru leyti var þessi langi búvörusamningur áþekkur þeim fyrri og sem fyrr var óheimilt að breyta magntölum hans. Reglugerð um aukinn fullvirðisrétt Með þessari væntanlegu reglugerð virðist Jón Helgason hafa verið að skírskota í reglu- gerðarbreytingu varðandi aukaúthlutun á fullvirðisrétti sem hann gerði nokkrum dög- um seinna, augljóslega í þeim tilgangi að sefa óánægjuraddir bænda er töldu sig hafa farið illa út úr skiptingu fullvirðisréttarins haustið áður. Breytingarreglugerðin var sett þann 6. apríl 1987 og í henni var Framleiðsluráði landbúnaðarins heimilað að ráðstafa allt að 13.500 ærgildisafurða fullvirðisrétti til bænda sem höfðu farið illa út úr skiptingu hans fyrr um haustið. En með þessari ákvörðun var Jón kominn inn á nokkuð hálar brautir, því viðbótarúthlutunin þýddi framleiðsluaukn- ingu, en innan ramma nýgerðs búvörusamn- ings var í raun ekkert svigrúm fyrir slíka aukningu. Trúlega mun Jón Helgason hafi ætlað, að á grundvelli reglugerðarbreytingarinnar væri hægt að túlka 9. grein búvörusamnings- ins á þá leið að Framleiðnisjóður tæki á sig greiðslu útflutningsbóta vegna þessarar við- bótarúthlutunar, og að á þennan hátt væri búið að leysa ágreininginn um skiptingu full- virðisréttarins án þess að nokkur bóndi biði skertan hlut. Og án nokkurs vafa hefur ríkis- stjórnarflokkunum líkað vel að þetta vanda- mál skuli hafa verið leyst með einfaldri reglugerðarbreytingu, án óþægilegrar og op- inberrar umræðu um aukin útgjöld til land- búnaðarkerfis, sem flestum landsmönnum þóttu nógu mikil fyrir. Það verður hinsvegar að teljast undarlegt að ríkisstjórn og ráðherra skuli hafa heimilað aukna framleiðslu, umfram ákvæði samn- inga og í berhögg við gildandi búvörulög, sem fyrirsjáanlega myndi auka útgjöld ríkis- sjóðs og þá skattbyrði almennings. En þá ber þess að geta að þar sem stutt var í kosningar virðist ráðherrann hafa komist að þeirri nið- urstöðu að það væri ákjósanlegra, pólitískt séð, að auka framleiðslumagnið í stað þess að skerða framleiðslurétt þeirra bænda sem höfðu fengið,, of mikið“ úthlutað og úthluta honum til þeirra sem höfðu fengið,, of lítið“. Slík ráðstöfun hefði þó verið í anda búvöru- laganna og innan ramma búvörusamnings- ins, en sjálfsagt ekki jafnvænleg til atkvæða- öflunar. Og í ljósi þessa er e.t.v. hægt að skýra ákvörðun ráðherrans og þáverandi rík- isstjórnar um að auka framleiðsluna. Pólitískt glappaskot — ekkert svarbréf Bréfið með viðbótarúthlutuninni á full- Neyslan minnkar Þau ár sem búvörulögin hafa verið í gildi hefur samdrátturinn í neyslu og framleiðslu kindakjöts verið nánast hinn sami, eða ríf- lega 13%. Árið 1988 minnkaði kindakjöts- framleiðslan um 16% frá árinu 1987 og var rúm 10.5 tonn en á sama tíma dróst innan- landsneyslan saman um rúm 8% og var um 7.9 tonn. Fyrir vikið var umframfram- leiðslan á kindakjöti „einungis" rúmlega 2.6 þúsund tonn, eða um 1.3 þúsund tonn- um minni en árið 1987. Þessi „jákvæða“ niðurstaða er þó vill- andi, því að hluta til er samdrátturinn í kindakjötsframleiðslunni einungis tíma- bundinn. Vegna niðurskurðar á riðuveiku sauðfé og skammtímaleigusamninga á full- virðisrétti dró úr framleiðslunni í ár. Ymsar blikur eru hinsvegar á lofti og má fastlega búast við að framleiðslan aukist á ný, verði ekki gripið til markvissra aðgerða af hálfu stjórnvalda, t.d. aukinna uppkaupa á full- virðisrétti. I allt hefur Framleiðnisjóður landbúnað- arins leigt eða keypt framleiðslurétt sem nemur framleiðslu um 2.7 milljónum lítra af mjólk og rúmlega 800 tonnum af kinda- kjöti. Hluti af leigusamningunum var hins vegar einugis til 3 ára og þeir samningar verða lausir haustið 1990. Auk þess sem Framleiðnisjóður hefur keypt upp eða leigt fullvirðisrétt, þá hefur Framkvæmdanefnd búvörusamninganna heimild skv. búvörulögunum til að gera slíkt hið sama í þeim tilgangi að draga úr framleiðslunni. Samkvæmt upplýsingum sem Þjóðlíf hefur aflað sér hefur nefndin þó lítið notfært sér þessa heimild. Um síðustu áramót hafði nefndin í allt náð til sín fram- leiðslurétti sem nemur um 265 tonnum af kindakjöti. Kristján Ari. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.