Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 43

Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 43
MENNING Hvað gerð- ist í gær? Alþýðuleikhúsið sýnir um þessar mundir leikritið „Hvað gerðist í gær?“ sem byggt er á endurminn- ingabók Isabellu Leitner, en hún er ungverskur gyðingur sem lifði af Auschwitz. Guðiaug María Bjarnadóttir fer með hlutverk Isabellu í verk- inu, en Guðrún Bachmann þýddi. Aðrir sem standa að sýn- ingunni eru: Lárus H. Grímsson (tónlist), Egill Örn Árnason (lýs- ing), Viðar Eggertsson (leik- mynd), Erla B. Skúladóttir (að- stoðarleikstjóri) og Gerla (leikstjóri). Sýningin og leikur Guðlaugar Maríu hafa fengið lof gagnrýnenda og er reiknað með að sýningar standi fram á vorið. Boðskapur verksins er „að elska lífið, virða manneskjuna og að hata aðeins eitt — stríð“. íslenska þýðingin á verkinu er prentuð í heild í vandaðri leikskrá. —ó Hund- heppinn Nemendaleikhús Leiklistarskóla íslands æfir nú nýtt íslenskt leikrit eftir Ólaf Hauk Símonaron, sem heitir Hundheppinn. Pétur Einar- sson leikstýrir verkinu og bún- inga hannar Guðrún Sigríður Haraldsdóttir og Þórunn Sveins- dóttir. Ólafur Örn Thoroddsen sér um tæknimál og lýsingu. Hundheppinn er lokaverkefni Nemendaleikhússins og lýsir á grátbroslegan hátt lífshlaupi Ara og ævintýralegum ástarmálum hans. Leikendureru Bára Lyngd- al Magnúsdóttir, Christine Carr, Elva Ósk Ólafsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Ólafur Guð- mundsson, Sigurþór Albert Heimisson, Steinn Ármann Magnússon og Steinunn Ólafs- dóttir. Ferðin á heimsenda Reykjavíkur sýnir í gamla húsinu og lýkur þar með 92 ára sögu LR í því húsi. Leikritið Ferðin á heimsenda er eftir Olgu Guðrúnu Árnadótt- ur, en öll forvinna að verkinu er unnin í hópvinnu af svokölluðum SMÁ-hópi Leikfélagsins, en auk Olgu skipa hópinn þær Ásdís Skúladóttir, Margrét Árnadótt- ir, Hlín Gunnarsdóttir og Soffía Vagnsdóttir. í Ferðinni á heimsenda segir m.a. af galdrakarlinum Hrappi og Skottu vinkonu hans og óp- rúttnum aðferðum þeirra við að reyna að stela verndargripnum Geislaglóð úr höndum prinsessu Ljósalands. Gripurinn berst líka fyrir tilviljun í hendur þremenn- inga í útilegu og lenda þeir af þeim sökum í ýmsum ófyrirséð- um ævintýrum sem bera þá allt til enda veraldar. Ferðin á heimsenda. I leikritinu er dregin upp mynd af stórskemmtilegum og einkar litskrúðugum ævintýraheimi þar sem ýmsar kynjaverur skjóta upp kollinum, m.a. köngulóardrottn- ing, pöddur, tröll, vetrarálfar, syngjandi skógur, talandi lands- lag og sitthvað fleira. í sýning- unni er líka undurljúf tónlist og fallegir söngvar. Frumsýning var í IÐNÓ 25. febrúar sl. og hlaut sýningin af- bragðsgóðar viðtökur gagnrýn- enda. Áhorfendur á öllum aldri hafa líka skemmt sér konung- lega, fagnaðarlætin eru mikil og ánægjan mjög einlæg. Sýningar eru í Iðnó alla laugardaga og sunnudaga og hefjast kl. 14.00. Vert er líka að taka fram að þetta er síðasta sýning Leikfélags Reykjavíkur í Iðnó. Með þessari sýningu lýkur 92 ára sögu LR í Iðnó. Ferðin á heimsenda hefur fengið góðar viðtökur í Iðnó, en þetta er síðasta Ieikritið sem Leikfélag Guðlaug María Bjarnadóttir leikur Isabellu í áhrifamiklu leikriti Alþýðuleikhússins í Hlaðvarpanum. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.