Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 55

Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 55
MENNING Hjónin Guðrún Jónsdóttir og Magnús Jónsson. (Mynd C.Ó.1917) og þekkti kjör verkafólks sem bjó viö ótrygga atvinnu eftir heimsstyrjöldina fyrri og verslunaránauð tveggja stórra verslunar- og fiskverkunarfyrirtækja í Eyjum. Að þess- um hagsmunaárekstrum átti kona sem hafði sjálfstætt starf enga beina aðild og þurfti því ekki að ganga til liðs við einn aðila eða ann- an. Alþýðuhreyfing á óstyrkum fótum Verkafólk í Vestmannaeyjum fór að bera saman ráð sfn um stofnun samtaka á árunum 1918-19 og var þá stofnað Verkamannafélag- ið Drífandi. Meðal félagsmanna voru nokkr- ar konur og var þar á meðal þrekmikil kona og einörð sem Þóranna hét og var kennd við Landakot. Hún vann að fiskverkun og ann- arri erfiðisvinnu. Með þeim Guðrúnu og Þórönnu tókst góður kunningsskapur og gagnkvæmt traust sem ekki bilaði í áralöngu samstarfi. Verkamannafélaginu Drífanda tókst í fyrstu að ná fram nokkurri kauphækkun hjá verkamönnum og samningum við stærstu at- vinnurekendur um að kaup skyldi greitt í peningum, en eftir 1920 fór atvinnuleysi að aukast, svo að atvinna var lítil utan vetrar- vertíðar. Mikill fjöldi aðkomufólks kom of- an af landi á vertíð í Vestmannaeyjum og var það fólk flest utan verkalýðsfélaga á þessum tíma. Sjómenn og fiskverkunarfólk fór á þessum tíma landsenda á millum og var í verstöðvum sunnanlands og vestan á vetrar- vertíðum, en norðanlands og austan á sfldar- vertíðum að sumrinu. Um farandverkafólk á fyrstu áratugum 20. aldarinnar hefur Theódór Friðriksson ritað í sjálfsævisögu sinni íverum og fleiri ritum. Árið 1924 fékk Verkamannafélagið Dríf- andi nokkra hækkun á tímakaupi við upp- skipun og útskipun. Ekki verður séð að nein tilraun hafi þá verið gerð til að hækka kaup við fiskverkun, sem var aðallega kvenna- vinna. Þá voru 12 verkakonur í Drífanda og 111 karlar. Tveim árum síðar, eða í janúar 1926 var gerð tilraun til þess að lækka kaup- gjaldið og var það fyrirtæki sem Gísli J. Johnsen var skrifaður fyrir sem hafði frum- kvæðið. Af Verkamannafélagsins hálfu var boðað til verkfalls til að hnekkja kauplækk- uninni og sætt lagi að hefja verkfallið þegar kolaskip kom til Eyja og var komið í veg fyrir uppskipun úr því, fyrr en fyrri samningar höfðu verið endurnýjaðir og undirritaðir undir umsjá bæjarfótgetans. Þessi átök voru nefnd Kolaverkfallið og nutu almenns stuðn- ings karla og kvenna. Ekki leið á löngu áður en atvinnurekendur brutu samninginn og reið þá á vaðið Tanga- verslun sem hafði mikla fiskverkun og fleiri umsvif. Viðbrögð Verkamannafélagsins urðu þau að verkakonur voru hvattar mjög til að stofna verkakvennafélag og hefur þess síðar verið getið sem aðstoð við skipulagn- ingu verkakvenna. Nokkrir undirbúnings- fundir voru haldnir og voru þeir haldnir á heimili Kristínar og Viktors Jacobsen. Á fyrsta fundinum var lögð fram tillaga um að fá Karolinu Ziemsen frá Verkakvennaélag- inu Framsókn í Reykjavík, til þess að koma til Eyja og vera verkakonum til ráðuneytis við stofnun verkakvennafélags. Tillagan var undirrituð af Kristínu Jacobsen og Guðrúnu Jónsdóttur og var samþykkt, en Karolina kom skjótt á vettvang og var með í ráðum við stofnun félags sem nefnt var Verkakvennafé- lagið Hvöt í Vestmannaeyjum. Forgöngukonur um undirbúning félagsins voru fyrrnefnd Kristín Jacobsen og var hún kjörin varaformaður og Jóhanna á Vegbergi, Einarsdóttir sem var fyrsti formaður Hvatar. Treglega hafði gengið að fá konur til stjórn- arsetu, en þó Guðrún á Auðsstöðum kæmi á þennan fyrsta fund með því hugarfari að veita góðu málefni systurlegan stuðning þá vékst hún ekki undan því að taka sæti í vara- stjórn sem fljótlega þýddi ábyrgð á stjórnar- störfum í félaginu. Hvöt hafði verið stofnuð til þess að standa á móti kauplækkunaráformum atvinnurek- enda og til að berjast fyrir bættum kjörum. Félagið lenti því fljótlega í kjaradeilu við Tangaverslun um kaup við saltfiskverkun og boðaði verkfall við fiskþvott og fiskþurrkun á Tanganum. Verkamannafélagið Drífandi gerðist ekki aðili að verkfallinu og Hvöt var ekki orðin svo samstillt heild að ekki reynd- ist auðvelt að reka fleyga inn í raðir kvenn- anna. Formaðurinn sagði af sér en varafor- maðurinn tók þá forystuna og Guðrún tók sæti í stjórninni og félagið lifði af, þó verk- fallið tapaðist. í félaginu voru 108 meðlimir árið sem þær sendu fulltrúa á þing Alþýðu- sambands íslands, en það voru þær Guðrún Jónsdóttir og Karolina Ziemsen. Þá var enn algengt að félög úti á landi hefðu ekki efni á að kosta ferðir fulltrúa til Reykjavfkur og máttu þá velja sér fulltrúa úr Reykjavíkurfé- lagi. Veturinn 1928-29 tóku konur upp viðræð- ur við stjórn Drífanda um að verkakonur kæmu aftur inn í sameiginlegt félag. Niður- staðan varð að stofnuð var Kvennadeild Verkamannafélagsins Drífanda árið 1930 og var Guðrún formaður Kvennadeildarinnar. Þetta tókst hún á hendur fyrir þrábeiðni verkakvenna, en það mun hafa valdið nokkru um þessa ákvörðun að íhaldsfólk sem taldi sig vilja henni vel beitti hana bæði bænum og hótunum til þess að hafa hana 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.