Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 52

Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 52
MENNING lendingum að góðu kunnur vegna ritstarfa sinna. Alls mun hann hafa skrifað einar ní- tján bækur, stórar og smáar, fyrir börn og fullorðna. Nú er hann kominn á efri ár og sjónin tekin að daprast. Samt heldur hann áfram að skrifa. Hann notar mjög sterk gleraugu sem hann nefnir „kíki“ og skrifar með svörtu bleki. Pað sést betur á hvítum pappírnum. Veit ekki hvað einsemd er Þegar mér hefur verið boðið til stofu tek ég þessi heiðurshjón tali. Mig fýsir að vita hvernig lífið er á þessum stað, hjá þeim sem búa hér tvö, fjarri mannabyggðum. Reyndar er þetta ekki afskekkt í þeirra augum. Pau hafa búið í vitum frá árinu 1947, fyrst á Horni, síðan Galtarvita og nú hér. Og þar sem Hanna er nú skráð vitavörður, tek ég hana tali fyrst. Henni farast svo orð: „Þú spyrð hvort ekki sé einmanalegt hér á vet- urna, en ég get sagt þér að ég þekki ekki svoleiðis tilfinningu, hef aldrei haft hana. Ég hef alltaf nóg að sýsla. Til dæmis les ég mik- ið. En mér gekk svolítið illa að komast frá Galtarvita og var lengi að finna mig hér. Ekki svoleiðis að það sé ekki ágætt að vera hérna. Maður er þó nær þessari svokölluðu menningu og styttra til mannabyggða. En það var eins og lengi væri eitthvað eftir af mér á Galtarvita og það tók tíma að ná því hingað suður. Sennilega hefur það verið vegna þess að ég var svo lengi að hafa mig uppí gamla lífsmynstrið mitt. Daglega lífið hérna felst í því að sinna verkunum. Veðrið er tekið á þriggja tíma fresti, sex sinnum á sólarhring. Fyrir nokkru var farið að senda það með tölvu, áður þurfti að hringja. Tölvan hefur bæði kosti og galla, það er þægilegra að nota hana, en hitt fyrir- komulagið var persónulegra á ýmsan hátt, maður hafði þó alltaf manneskju á hinum endanum. Svo þarf að fylgjast með að allt sé í lagi í báðum vitunum. Það er misjafnt hve oft þarf að fara upp í stóra vitann. Erindið þang- að er aðallega að halda glerinu hreinu og svo að lesa af radíóvitanum, það er gert af og til. Þá eru skrifaðar niður margar tölur sem hann sýnir og sendar inn á Vitamálaskrif- stofu. Þcir lesa svo úr þessu þar. Nær Guði á Galtarvita — Það er gaman að ganga hér um og marg- ir sem koma hingað gera það. Hér er yfirleitt mikið um mannaferðir í góðu veðri, jafnt sumar sem vetur. Ég er nú ekki mikill göngu- garpur nema ég eigi erindi. En það er góður göngutúr út í litla aukavitann og þangað þarf ég að fara af og til. Þar er gasljós sem blikkar. Nú er verið að athuga með að nota sólarorku á hann. Þetta hefur verið reynt og komið mjög vel út. Þá er hlaðið rafmagni inná geyma. Þegar um blikkljós er að ræða eyðist mikið minna rafmagn. í stóra vitanum er aftur snúningsljós sem logar stöðugt og tekur því mikinn straum. — Ég hef haldið mikið uppá Hemingway um dagana, einkum bók hans Klukkan kall- ar. Hana las ég mörgum sinnum á Galtar- vita, bæði á íslensku og ensku. Enda þótt ég sé nú ekki mjög góð í enskunni þá fannst mér ég komast betur í samband við höfundinn á því máli. Annars er Hemingway nú svolítið varasamur á sinn hátt, — maður getur bók- staflega ánetjast honum eins og vímuefnum. Þess eru dæmi að menn hafi gert það. Ég hef líka gaman af að lesa um trúarleg efni og grúskaði mikið í Biblíunni fyrir vestan. Ég Veðurfréttirnar frá Reykjanesvita eru sendar í gegnum tölvu. Hanna notar nýju tæknina á þriggja tíma fresti. hef ekki haft mig uppí það hér. Ég var senni- lega nær sjálfri mér á Galtarvita — og þar með nær Guði.“ Vantaði ekkert nema tíma Nú sný ég athygli minni að rithöfundinum á bænum. Mér leikur hugur á að vita hvernig er fyrir hann að starfa hér, fjarri manna- byggðum. Er það ekki draumur hvers rithöf- undar að lifa svona? „Þetta kom til þegar ég var ungur maður í fæðingarbænum ísafirði og var búinn að skrifa fyrstu skáldsögurnar. Mér fannst að mig vantaði ekkert nema tíma — tíma til að hugsa og liggja yfir þessu. Lepja í mig straumana maður, eins og þorskurinn gerir í sjónum. Þá var vitinn á Horni laus og við vorum þar í þrjú ár. Það er skrítið en þegar ég kom þar þá byrjaði ég á unglingasögu — þá kom Högni vitasveinn, saga fyrir ungl- inga. Og það var eins þegar ég kom á Galtar- vita, þá kom fyrst Ennþágerast œvintýr, saga fyrir lítil börn og síðan Vormenn íslands, fyrir unglinga. Það er afskaplega gott fyrir rithöfund að vera á svona stað. Það er fullt af lífi maður, og eftir því sem þú ert lengur á þessum stöð- um þá magnast það. Hérna eru furðuveraldir allt í kringum mann — eins á Galtarvita og á Horni, hver með sínu móti. Það spilar hvað inn í annað, náttúran, veðrið og ýmsar skynj- anir. Mér finnst ég vera í Hliðskjálfi eins og sagt er um gömlu guðina — utan og ofanvið allt en samt í miðjunni. Ég get sagt þér að þegar ég kem að skrifborðinu — ég má til með að láta þig hafa það af því þú ert að fást við að skrifa — þá finnst mér ekki að ég komi að auðu skrifborðinu heldur bíði pesónurnar eftir mér þar. Ég er aldrei einn, heldur er ég inni í sögunni, persónurnar eru þar, tilbúnar að halda áfram. Ég finn þær allar í nálægð minni. Þær halda ekki áfram fyrir mig, held- ur fæ ég að fylgjast með þeim, lífi þeirra, hugsunum, baráttu, starfi, þrám og löngun- um, sorg og gleði. Ég reyni sem minnst að hafa áhrif á þetta sjálfur. Lífsnautnin frjóa í skáldskapnum er að láta hlutina „streyma inná sig“ og skila þeim svo út í handritið. Þú sest ekki niður með tilbúið samtal í höfðinu. Þú getur kannski haft í huga hvað þú ætlar að láta fólkið segja, en ef þú ferð að ganga mikið um gólf og ákveða hvað þú ætlar að láta fólkið tala um, velta fyrir þér hvernig orðin eiga að falla, þá verða þau dauð á blaðinu hjá þér. Þú verður að vera eins og miðill — þú skalt trúa því. Það eru persónur í kringum þig. það er fólk þarna!!! Hún er þarna þessi Fjóla, þessi Sigurður og Guð- mundur. Þú verður að finna það og trúa því!!!“ Úti í vitum síðan 1947 „Við Hanna höfum verið úti í vitum síðan 1947, en við þekkjum ekki einsemd. Það er 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.