Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 67

Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 67
VÍSINDI æði eða að hefja viðeigandi lyfjameðferð. Þannig þarf ekki að bíða eftir að viðkomandi einstaklingur veikist heldur geta læknar lagt á ráðin um fyrirbyggjandi aðgerðir. En hér er ekki einungis um sjaldgæfa og sérkenni- lega sjúkdóma að ræða. Margir algengir sjúkdómar eru taldir stafa a.m.k. að ein- hverju leyti af erfðafræðilegum þáttum. Þar má nefna háþrýsting, ofnæmi, sykursýki, hjartasjúkdóma, geðsjúkdóma og sumar (jafnvel allar) gerðir krabbameins. Hagnýtt gildi — lækning sjúkdóma Annað sem þetta verkefni gæti leitt af sér er uppgötvun nýrra prótína og vitneskja um hlutverk þeirra í lífsstarfseminni og þar með e.t.v. nýting þeirra í baráttunni gegn ýmsum sjúkdómum. Þetta er nú þegar gert með efni sem myndast í líkamanum og nefnast interfer- ón og interlevkín. Þau eru notuð við meðferð gegn ýmsum teg- undum af krabbameini. Einnig verður unnt að finna prótín sem vantar í Lífssagan í genum okkar James Watson (f. 1928) deildi nóbelsverðlaunum í læknis- og lífeðlisfræði 1962 með F. Crick og M. Wilkins fyrir uppgötvun á efnafræðilegri gerö og hlut- verki deoxíobósakjarnsýru (DKS). Hann hefur æ síð- an verið einn fremsti erfðafræðingur heims. Margir vísindamenn hafa tekið hugmyndinni um ofangreint verkefni fagnandi en líklega hefur enginn kæst svo mjög sem hann. Watson er formaður nefndarinnar og hann segir m.a.: „Ég er ákaflega spenntur fyrir þessu verkefni og ég veit að það mun takast að Ijúka því þrátt fyrir andstöðu ýmissa lærðra og leikra. Hvernig ættum við að geta hafnað þessu tækifæri? Við töldum áöur fyrr að örlög okkar væru skráð í stjörnurnar. Við vitum betur nú. Lífssaga okkar er að verulegu leyti forskráð í genum okkar. Með aðferðum sameindalíffræðinnar er það okkur í lófa lagið að öðlast fullan skilning á eðli lífsstarfseminnar." suma sjúklinga og ráða bót á sjúkdómnum með því að gefa prótínið sem vantar. Gott dæmi um slíka vöntun er sykursýki sem stafar af ónógu insúlíni. Einnig eru nokkrar vonir bundnar við það að í framtíðinni megi lækna erfðagalla sem stafa af gölluðum genum með því að koma heilbrigðum genum fyrir í frumum sjúklinga. Þetta gæti orðið til þess að helstu sjúkdómar nú á dögum, t.d. krabbamein og hjarta- sjúkdómar, yrðu læknanlegir í framtíðinni. Hin hlið málsins Þrátt fyrir alla kostina sem kortlagning erfðaefnis okkar hefði augljóslega í för með sér eru margir vísindamenn og leikmenn á báðum áttum um ágæti þessa. Margar siðfræðilegar, lögfræðileg- ar, heimspekilegar og trúarlegar spurningar vakna. Yrði t.d. erfðatæknin og upplýsingar um eiginleika erfðaefnis í fóstrum til þess að auka tíðni fóstureyðinga ef leitað væri að öllum hugsan- legum göllum í fósturfrumum snemma á fósturskeiði? Er alltaf æskilegt að láta einstakling vita að líklegt sé að hann eigi eftir að fá einhvern tiltekinn sjúkdóm, einkum ef hann er ólæknandi? A eingöngu að nota erfðalæknisfræði til að meðhöndla sjúkdóma eða á jafnframt að nota hana til að (kyn)bæta einstaklinga? Margir telja manninn hafa sýnt það í gegnum tíðina að honum er ekki treystandi til að fara vel eða rétt með það vald sem þessi vitn- eskja mun óhjákvæmilega veita honum. Líklega mun framtíðin ein skera úr um það. -hþ(Byggtá Time) 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.