Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 17

Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 17
INNLENT Osta og smjörsalan er rekin með góðum hagnaði. irnar námu rúmum 280 milljónum en lang- tímaskuldirnar tæpum 2 milljónum. Eigið fé fyrirtækisins í árslok var 274 milljónir. Kristján Ari. tveimur árum 1992 átti skiptingin hins vegar að vera 5% í útflutningsbætur og 4% í Framleiðnisjóð. Hjá Hallgrími Snorrasyni, Hagstofu- stjóra, fengust þær upplýsingar að heildar- verðmæti búvöruframleiðslunnar á verðlags- árinu 1986 til 1987 nam um 9.4 milljörðum króna og á verðlagsárinu 1987 til 1988 um 10.5 milljörðum. Uppreiknað til verðlags ársins 1988 hefðu því heildarútflutningsbæt- urnar fyrir árin 1987 og 1988 átt að nema rúmum 2 milljörðum. I raun voru greiddar útflutningsbætur árin 1987 og 1988, reiknuð á verðlagi ársins 1988 rúmlega hálfum milljarði hærri en búvörulögin kveða á um, eða alls um 2.5 milljarðar. Utflutningsbæturnar sl. tvö ár hafa því m.ö.o. verið 25% hærri en lög gera ráð fyrir. Útflutningsbæturnar hafa hækkað um tæp 30% frá því að búvörulögin voru sett 1985. Kristján Ari. 300 tonna víxillinn Vorið 1987 var hópi bænda send tilkynning um aukinn fullvirðisrétt. Úthlutað var með þessum hætti fullvirðisrétti sem nemur sam- tals 300 tonnum af kindakjöti á ári. Hvorki búvörulögin né gildandi búvörusamningur gera ráð fyrir þessu framleiðslumagni. Út- hlutun þessi gengur undir nafninu „kosn- ingavíxillinn" og þýðir útgjaldaauka upp á hundruð milljónir fyrir rfkissjóð, utan laga. Þegar Þjóðlíf grennslaðist fyrir um það hvernig staðið var að viðbótarúthlutuninni var fátt um svör í landbúnaðarráðuneytinu. Að sögn Guðmundar Sigþórssonar, skrif- stofustjóra í ráðuneytinu og formanns Fram- kvæmdanefndar búvörusamningsins, var ákvörðunin um þessa viðbótarúthlutun tekin af ráðuneytinu en að öðru leyti hafi ráðu- neytið ekki komið nálægt framkvæmdinni. „Framkvæmdin var alfarið í höndum Fram- Ieiðsluráðs" sagði Guðmundur. Varðandi fjármögnunina á þessari viðbótarúthlutun kvað hann þáverandi landbúnaðarráðherra hafi falið Framleiðnisjóði að annast hana. Þessum skilningi Guðmundar höfnuðu hinsvegar fulltrúar Framleiðsluráðs og Framleiðnisjóðs algjörlega í samtölum við Þjóðlíf. Að sögn Jóhannesar Torfasonar, formanns stjórnar Framleiðnisjóðs, ber sjóð- urinn enga fjárhagslega ábyrgð vegna þess- arar úthlutunar. Að sögn Arna Jónassonar, fulltrúa hjá Framleiðsluráði var framkvæmd- in alfarið í höndum ráðuneytisins. „Reyndar fékk ráðuneytið einn starfsmann okkar, Jón Viðar Jónmundsson, lánaðan til verksins vegna sérfræðiþekkingar hans, en hann vann ekki að úthlutuninni á vegum Framleiðslu- ráðs." í samtali við Þjóðlíf tók Jón Viðar undir orð Árna. „Framleiðsluráð kom ekki á neinn formlegan hátt inn í þessa viðbótarúthlutun. Hinsvegar fékk Landbúnaðarráðuneytið mig til aðstoðar við framkvæmdina til upp- lýsingaöflunar. Þó svo að ég hafi verið starfs- maður ráðsins þá starfaðí ég ekki sem slfkur fyrir ráðuneytið." Að sögn Hauks Halldórssonar, formanns Stéttarsambands bænda, var viðbótarúthlut- unin á fullvirðisréttinum alfarið í höndum landbúnaðarráðuneytisins, sem hafði ekki samráð við Stéttarsambandið um ákvörðun- ina. „Ég man að ég frétti fyrst af þessari viðbótarúthlutun frá formanni eins héraðs- sambandanna. Hann hafði samband við mig og skýrði mér frá þvi að hann hefði fengið sendan lista með nöfnum nokkurra bænda í Aukaúthlutunin frá Landbúnaðarráðu- neytinu var samtals upp á 13.500 œrgildi með 3 til 4 þúsund ærgilda til leiðrétting- ar, og jók heildarf ramleiösluna upp á 300 tonn á ári. héraðinu, sem ráðuneytinu teldist til að ættu rétt á viðbótarúthlutun. Þetta bréf var sent viðkomandi héraðssamböndum sem trúnað- armál og í því var leitað eftir umsögn um listann, hvort einhverjir aðrir í viðkomandi héraði ættu meiri rétt." „Ráðuneytið bar ábyrgðina" Eftir því sem Þjóðlíf kemst næst gerðist það í málinu að ráðuneytið ákvað upp á sitt eindæmi að útbúa lista yfir nöfn þeirra bænda sem „talið var" að ættu rétt á viðbót- arúthlutun á fullvirðisrétti vegna sauðfjár- framleiðslu. Þegar þetta fréttist til Stéttar- sambands bænda og Framleiðsluráðs, sem skv. lögum á að stjórna framleiðslunni, varð uppi fótur og fit, og í kjölfarið gerði ráðið tillögu um nokkra aðila sem „þurftu" á auka- úthlutun að halda, en voru ekki á lista ráðu- neytisins. Ljóst er að landbúnaðarráðuneytið, og þá- verandi landbúnaðarráðherra, Jón Helga- son, báru fulla ábyrgð á viðbótarúthlutun- inni. Aukaúthlutun þessa framkvæmdi Landbúnaðarráðuneytið á grundvelli reglu- gerðarbreytingarinnar frá 6. apríl 1987 og í þeirri „trú" að Framleiðnisjóður myndi taka á sig greiðslur útflutningsbóta vegna þeirrar framleiðslu sem af þessu hlytist. f þessari „trú" var hópi bænda send tilkynning um aukinn fullvirðisrétt, samtals upp á 13.500 ærgildi. Að auki var úthlutað með þessum hætti milli 3 og 4 þúsund ærgildum vegna leiðréttingar á fyrri úthlutun. Þessi aukni fullvirðisréttur hefur í för neð sér fram- leiðsluaukningu á kindakjöti um rúmlega 300 tonn á ári. Kristján Ari 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.