Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 34

Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 34
ERLENT hann hafði tórað í embætti. Sumir segja þó ástæðurnar fyrir löngum stjórnmálaferli hans ekki einskæran áhuga á að vísa þegnum sínum fram eftir veg heldur hafi hann viljað firra sjálfan sig því að þurfa að svara til saka vegna aftökunnar á Imre Nagy. Hver vildi Nagy feigan? Kadar komst til valda í byrjun nóvemb- ermánaðar 1956 fyrir tilstuðlan Sovétmanna. Það sem gerðist í raun á bak við tjöldin síð- ustu daga uppreisnarinnar veit enginn nema hann með nokkurri vissu. Og Janos Kadar er þögull sem gröfin. Jafnvel nánustu vinir hans segja að hann hafi aldrei fengist til þess að minnast á örlög forsætisráðherrans. En hver var Imre Nagy? I uppreisninni krafðist múgurinn sem ruddist eftir götum höfuðborgarinnar eins og óstöðvandi jökul- hlaup þess að hann yrði aftur gerður að for- sætisráðherra en Nagy hafði hrökklast frá völdum árið 1955 eftir tveggja ára setu. Kröf- ur fólksins báru þann árangur að Nagy var settur í embætti á einni nóttu. Mikill fögnuð- ur braust út með þjóðinni og sovéski herinn sem barist hafði gegn uppreisnarmönnum við hlið stjórnarinnar sættist á að halda úr landi. Kadar var í nýskipaðri stjórn Nagys en skyndilega hvarf hann á brott og í þann mund sem menn héldu sjálfstæði landsins blasa við birtist Janos Kadar að nýju ásamt „fríðu" föruneyti brynvarinna sovéskra skriðdreka og tók öll völd í sínar hendur. Ungverjar urðu að sætta sig við áframhald- andi yfirráð kommúnista, að vera áfram í Varsjárbandalaginu — og að sjá á bak leið- toga sínum í kalda gröfina. Merkasti viðburður eftirstríðsáranna Útförin 16. júní n.k. er vafalaust einn merkasti viðburður í sögu Ungverjalands eftir stríð. Hún er merki um nýja tíma, þar sem horfið er frá ómannúðlegum kreddu- kenningum og valdníðslu til umburðarlyndis og lýðræðis — þótt hægt fari. Á síðustu vik- um og mánuðum hefur orðið gífurleg þjóð- ernisvakning í Ungverjalandi. 15. mars s.l. fögnuðu hundruð þúsundir manna á götum úti afmæli uppreisnarinnar gegn veldi Habs- borgara á miðri síðustu öld — menn bera í barmi sér skjaldarmerki landsins og rífast um það á sama tíma hvort kóróna Stefáns 1., sem sameinaði Ungverjaland árið 1000 eigi að fá að tróna á því eins og það gerði áður. Þræðir fortíðarinnar virðast allir koma upp á yfir- borðið á sama tíma. Ungverjar standa á tímamótum í sögu landsins; vonandi láta þeir það tækifæri sem þeim nú gefst til að tryggja lýðræðið í landinu sér ekki úr greipum ganga, að þeir falli ekki í gryfju gamalla klögumála heldur takist að brjóta sér nýja leið til farsællar framtíðar. Gunnsteinn Ólafsson Umbrot og ferskleiki Þankar frá listaborginni Búdapest, þar sem fortíðinni eru gerð skil, stjórnarandstœðingar sækja í sig veðrið og vor leikur um menningarlífið Vorlistahátíðin stóð í fullum gangi þegar tíð- indamenn Þjóðlífs voru á ferð í Búdapest um daginn. Einkennandi var hve mikill fersk- leiki og róttækni ríkti í öllu listalífi. Og í kvikmyndagerð Ungverja er haflnn nýr kapí- tuli, þar sem fátt er skilið undan af fortíðinni og glæpaverkum kommúnista fyrir uppreisn- ina 1956 gerð rækileg skil. I listalífinu eru merki pólitískrar breytingar greinileg og vestræn áhrif í viðskiptalífi leyna sér ekki heldur. Þegar gengið er um götur Búdapest er tæpast að sjá að þetta sé kommúnísk borg. Verslanir eru margar og sérstaklega er ein- kennandi hve víða er tekið við krítarkortum: viðskiptavinir með Visa, Eurocard og Din- ers Club í vasanum eru hvarvetna boðnir velkomnir í ungverskar verslanir. Raunar er Ungverjum mjög umhugað um að gera vest- ur-evrópskum ferðamönnum sem auðveld- ast að heimsækja landið, enda gjaldeyririnn dýrmætur sem þeir flytja með sér. Vandkvæðalaust er að komast til landsins og vegabréfsáritun fá menn á landamærun- um. Kannski er líka eitthvað til í því að Ung- verjaland sé „vestrænast Austur-Evrópu- landa". Skýringin á því getur þó varla legið í staðsetningu landsins: Austur-Berlín er til dæmis miklu „nær" vestrænum áhrifum en Búdapest, og yfirbragð hennar óumdeilan- lega miklu „austur-evrópskara" að öllu leyti. Víst er að Ungverja munar mjög um þær upphæðir sem ferðamenn flytja með sér til landsins og þeir sækjast eftir sem mestum viðskiptum við þá. Verðlag er ótrúlega lágt á flestum hlutum á vestrænan mælikvarða: hljómplötur kosta um hundrað krónur, fyrir- taks máltíð með víni innan við tvö hundruð og stúkusæti í óperuna sömuleiðis. Hins veg- ar er verðið ekki eins lágt fyrir Ungverja sjálfa: á auglýsingaspjaldi við sporvagnsstöð var auglýst eftir vagnstjóra. Og launin: 5.000 forintur eða um 5.000 krónur á mánuði. „Þökk sé Gorbatsjov" Míhály og Marianna búa í gamalli fbúð nálægt miðborg Búdapest og telja sig mjög heppin að hafa fengið hana. Húsnæðisskort- ur er gífurlegur í borginni og margt ungt fólk býr með börnum sínum í litlum herbergis- kompum í foreldrahúsum. Þau eru bæði 26 ára. Mihály er jarðfræðingur að mennt og starfar við háskólann í borginni, Marianna lauk háskólaprófi í sagnfræði, en er núna í barneignarfríi; þau eiga sjö mánaða dóttur. Barnsburðarleyfi ungverskra kvenna er þrjú ár og er það liður í tilraunum stjórnvalda til að örva barneignir í landinu. Míhály bindur miklar vonir við núverandi úrbætur. „Þökk sé Gorbatsjov", segir hann og bætir við að breytingarnar hafi verið ótrú- legar frá því Janos Kádár lét af völdum í fyrra. Núverandi stjórn hefur reyndar gripið til ýmissa óvinsælla efnahagsaðgerða, til dæmis hækkað óbeina skatta af ýmsum neysluvarningi, en samt sem áður bindur fólk við hana miklar vonir. Vegur þar þyngst sú staðreynd hve afskiptalaus öll mótmæli og fjöldasamkomur eru látnar og einnig að út- gáfa nýrra gagnrýninna dagblaða er látin gjörsamlega óátalin. Míhály segir fyrirmyndirnar að hinum nýju ungversku stjórnmálaflokkum sóttar til Vesturlanda. Hann segir jafnframt að það séu einkum vinstriflokkar sem miðað sé við. Hið lýðræðislega andóf í Ungverjalandi sé reist á hugsjónagrunni vestrænnar jafnaðar- stefnu. Klassísk borg Á hverju vori er haldin í Búdapest mikil listahátíð þar sem flestum listgreinum eru gerð rækileg skil. Um páskana gafst kostur á að fylgjast með síðustu dögum þessarar há- tíðar og sú reynsla er vissulega minnisstæð, svo ekki sé meira sagt. En borgin sjálf er auðvitað einnig ævintýri útaf fyrir sig; áin Dóná liðast í gegnum hana og klýfur sundur borgarhlutana Búda og Pest og báðum meg- in eru óendanlega margir staðir sem gaman er að skoða. Búdapest er á ýmsan hátt dálítið gamaldags borg: miðborg hennar er nánast sama borgin og fyrir fimmtíu árum og fyrir hundrað árum. Hún hefur stundum verið kölluð „París Austur-Evrópu". Þýska skáld- ið Tómas Mann var einlægur aðdáandi Búdapestborgar og dvaldist þar langdvölum í útlegð sinni á fjórða áratugnum. Hann sagði einhverntíma að Búdapest væri „ele- gantasta" borg Evrópu og fátt hefur breyst síðan: á kaffihúsum borgarinnar eru hús- gögnin þau sömu, myndirnar á veggjunum þær sömu og kökutegundirnar þær sömu og þegar Tómas Mann var þar á ferð. Varla er hægt að hugsa sér fullkomnari umgjörð um 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.