Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 32

Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 32
ERLENT Samkeppni um sjúklingana Kenneth Clarke heilbrigðisráðherra hampar nýútkomnum til- lögum um breytingar í heilbrigðismálum. Breytingar í vændum á heilbrigðiskerfi Breta í Brctlandi hefur stjórnin boðað róttækustu breytingar í heil- brigðismálum síðan opinbera heilbrigðiskerfinu var komið á fót þar í landi árið 1948. Ef af þeim verður munu markaðsöflin eiga greiðari aðgang að heil- brigðisþjónustunni og hlutur einkaaðila mun aukast frá því sem nú er. Ennþá er verið að móta og útfæra tillögurnar, en Kenneth Clarke, hcilbrigðisráð- herra gerir ráð fyrir að þeim verði smám saman hrint í fram- kvæmd á næstu þremur árum. Breytingunum er ætlað að koma í veg fyrir frekari útgjalda- hækkun í heilbrigðismálum og veita betri þjónustu. Það verður höfuðverkur stjórnarinnar að reyna að samræma þetta tvennt, ekki síst þar sem heilbrigðis- stofnanir í Bretlandi hafa búið við mikinn fjárskort að undan- förnu. Helsta nýmæli í tillögum Clarkes er hugmyndin um „markað innan heilbrigðiskerfis- ins“. Heimilislæknum stendur til boða að hefja sjálfstæðan rekstur með sérstakan fjárhag sem þeir bera ábyrgð á. Gjaldtöku af sjúklingum á að auka og er stefnt að því að hlutfall slíkrar tekjuöfl- unar hækki úr 47% í 60% af tekj- um heimilislækna. Að öðru leyti fá þeir borgað fyrir hvern sjúkl- ing frá ríkinu og ræðst upphæðin af aldri hans og félagslegum að- stæðum. Læknarnir eiga að keppa hver við annan um sjúkl- inga með því að bjóða þeim sem hagstæðast verð fyrir þjónustu sína. Þurfi sjúklingur á sjúkra- húsþjónustu að halda leitar lækn- irinn tilboða hjá sjúkrahúsum og sendir sjúkling til þess sem best býður. í fyrstu verður þetta aðeins bundið við afmarkaðan fjölda lækna og tiltekna þjónustu en á síðan að breiðast út. Yfir- stjórn heilbrigðismála mun áfram borga fyrir sérhæfða og dýra þjónustu t.d. líffæraflutn- inga og umönnun eyðnisjúkl- inga. Öll sjúkrahús eiga kost á — og eru hvött til þess af stjóninni — að losa sig undan yfirráðum sveitarfélaga og gerast sjálfseign- arstofnanir með sjálfstæðan fjár- hag, en þó undir eftirliti ríkisins. Þau afla sér tekna með því að selja heilbrigðisyfirvöldum á sínu svæði, heimilislæknum og ein- stökum sjúklingum þjónustu sína. Þá munu þau fá vald til að semja um launakjör við starfsfólk sitt. Heilbrigðisyfirvöld á hverju svæði eiga að verða kaupendur læknisþjónustu í stað þess að annast hana sjálf og þeim ber að kaupa hana hjá einkaaðilum ef þeir geta boðið betur en opinber- ar stofnanir. Dregið verður úr áhrifum sveitarfélaga sem munu missa fulltrúa sína í svæðastjórn- um heilbrigðismála. Þessar svæðastjórnir verða hliðstæðar framkvæmdastjórnum fyrirtækja og kaupa þjónustu eigin sjúkra- húsa, sjálfseignarsjúkrahúsa og einkaaðila. Til að auka aðhald í rekstri verður viðhöfð nákvæmari end- urskoðun reikninga og tillögum endurskoðunarmanna um úrbæt- ur fylgt betur eftir. Læknar eiga að fá í hendur viðmiðunarskrár um lyf en lyfjakostnaður hefur vaxið jafnt og þétt. Á síðasta ári nam hann tæpum 2 milljónum sterlingspunda eða álíka miklu og laun allra lækna. Eldfimt mál Þessar djörfu tillögur eru dæmigerðar fyrir pólitískan stíl Thatcher-stjórnarinnar sem áv- allt hefur talið að sókn sé besta vörnin. Þær sýna líka í hversu sterkri stöðu ríkisstjórnin telur sig vera. Það þarf hugrekki til að ráðast í þessar umdeildu stór- breytingar á heilbrigðisþjónust- unni því þær hljóta að vekja mikla andstöðu hjá almenningi og efasemdir sjúklinga. Lækna- samtökin hafa þegar gagnrýnt þessar hugmyndir og segjast ætla að berjast gegn þeim. Og skoð- anakannanir sýna að hugmynd- irnar eiga ekki miklum vinsæld- um að fagna. Stjórnin bendir á — og fáir draga í efa — að hægt sé að koma við sparnaði í heilbrigðiskerfinu sem er með stærstu útgjaldalið- um á fjárlögum. Sjúkrahús eru afar misjafnlega nýtt, sem bendir til þess að sum þeirra séu slælega rekin. Ávísun lyfja er afar breyti- leg eftir læknum og eins er mikill munur á því hversu oft þeir leggja sjúklinga inn á sjúkrahús. Með nýja fyrirkomulaginu telur stjórnin að læknar verði meðvit- aðri um kostnað þjónustu sinnar og sjúkrahús geti ráðstafað efn- um sínum á miklu hagkvæmari hátt en áður. Heilbrigðisstofnan- ir eigi til dæmis miklar landar- eignir og lóðir sem þær hafi ekki þörf fyrir og geti selt til að fjár- magna starfsemi sína. Afleiðingar þessara breytinga eru ófyrirséðar og telja margir að hér sé stórt skref stigið í þá átt að grafa undan opinbera heilbrigð- iskerfinu. Gagnrýnendur halda því að minnsta kosti fram að valfrelsi lækna og sjúklinga muni ekki aukast. Þvert á móti munu hinir fyrrnefndu hafa ófrjálsari hendur um að velja læknismeð- ferð vegna fjárhagslegra sjónar- miða. Þeir síðarnefndu eigi á hættu að verða metnir „efna- hagslega óhagkvæmir sjúkling- ar“, einkum gamalmenni, fatlað- ir eða fólk með langvarandi sjúk- dóma og læknar vísi þeim frá af þeim sökum. Og ófært sé að sjúklingar verði sendir langt frá heimilum sínum ef þar er að finna ódýrari þjónustu en á heimaslóðum. Sparnaði megi vissulega ná í heilbrigðiskerfinu. Ætli menn hins vegar að bæta þjónustuna að einhverju ráði verður að auka fjárveitingar til hennar en útgjöld til heilbrigðis- mála eru lægri á hvern mann í Bretlandi en í flestum öðrum Evrópuríkjum. Stjórnin hefur ekki útfært til- lögur sínar nákvæmlega og á eftir að skýra fjölmörg álitamál sem þær hafa í för með sér. En megin- hugmyndirnar hafa verið kynnt- ar og er útlit fyrir að þeim verði komið í framkvæmd að stórum hluta fyrir næstu kosningar, sem flestir giska á að verði í maí eða júní 1991. Guðmundur Jónsson/ Bretlandi 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.