Frjáls verslun - 01.10.2012, Side 28
28 FRJÁLS VERSLUN 11. 2012
15 Bestu græjurnar 2012
Í síðasta tölublaði Frjálsar verslunar sögðum við frá mörgum af
at hyglisverðustu græjunum sem komu út á síðasta ári og byggð-
um að hluta á umfjöllun PC World. Kristinn Jón Arnarson velur
hér úr þeim lista bestu græjur ársins 2012. Þar tróna á toppnum
tveir snjall símar sem vöktu báðir mikla athygli þegar þeir komu út
á árinu, Samsung Galaxy S III og iPhone 5, en sá fyrrnefndi fær
titilinn græja ársins 2012 að mati Kristins.
að mati Kristins jóns arnarsonar
1SAMSUnGGALAXySIII
Snjallsími (verð 109.900 hjá helstu símafyrirtækjum).
Samsung varð á árinu stærsti símaframleiðandi í heimi.
Það má ekki síst þakka velgengni flaggskips fyrirtæki s ins,
Samsung Galaxy SIII, sem kom út síðasta vor. SIII býður
upp á svo til allt sem hægt er að óska sér í fyrsta flokks
snjallsíma: flottan skjá, gríðarlega öfluga vinnslu, góða
myndavél og glæsilega hönnun ytra byrðis símans, sem
fer vel í hendi þrátt fyrir að hann sé í stærra lagi. Það
er ekki nema von að Galaxy SIII hafi verið eini síminn
sem náði að velgja iPhone 4S undir uggum á þessu ári
í vinsældum, en hann náði að vera mest seldi síminn á
heimsvísu á þriðja ársfjórðungi (þegar Appleaðdáendur
biðu eftir nýjum iPhone). Hann tekur toppsætið fyrir að
vera í fararbroddi Androidvæðingar ársins og um
talsvert ódýrari en iPhone 5.
2IPHOnE5
Snjallsími(verð frá 159.900 kr., t.d. hjá helstu
símafyrirtækjum). Loksins kom fimman eftir langa bið
Appleaðdáenda. Hún sýndi að Apple er enn í farar
broddi snjallsímavæðingarinnar, þótt margir haldi því
fram að Androidsímarnir saxi ískyggilega hratt á for
skotið. iPhone 5 er öflugri, hraðvirkari, með betri skjá og
almennt flottari en fyrirrennarinn og voru gagnrýnendur
almennt sammála um að þetta væri besti iPhonesíminn
til þessa. Stærsti gallinn er þó verðið; iPhone kostar
á bilinu 30.00050.000 krónum meira en bestu símar
keppinautanna og spurningin er hvort gæðamunurinn
sé svo mikill.
græjur
Samsung
GalaxySIIIer
einn vinsælasti
sími ársins á
heimsvísu.
iPhone5eröflugasti
iPhonesíminntilþessa.
1
2