Frjáls verslun - 01.10.2012, Page 31
FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 31
14SOnyPLAySTATIOnVITA
Leikjatölva (verð frá 49.995 kr., t.d. hjá www.
elko.is). PlayStation Vita frá Sony kom út snemma
á árinu, en hún er öflugasta hand leikjatölva sem
framleidd hefur verið. Hún er með fjögurra kjarna
skjáörgjörva (GPU) sem er svipaður þeim sem
notaður er í iPhone 4S og iPad 2, en nokkru
öflugri. Með honum getur Vita spilað bíómyndir
og tölvuleiki í hárri upplausn án þess að hiksta
og það ætti að kæta kröfuhörðustu leikjaunnend
urna. Þrátt fyrir það hefur PlayStation Vita ekki
selst eins vel á heimsvísu og búist hafði verið við,
en ástæðan er sennilega sú að snjallsímar og
spjaldtölvur eru orðin nægilega góð í leikjaspil
un til að mörgum finnst óþarfi að eiga sérstaka
hand leikjatölvu.
PlayStationVitaeröflugasta
handleikjatölvasemgefinhefur
verið út.
Fartölvurnar gerast
ekki miklu nettari
enDellXPS13.
15DELLXPS13
Fistölva (verð frá 279.990 kr. hjá www.
advania.is). Þessi einstaklega létta og netta
fistölva frá Dell er ekki bara meðfærileg (hún
er einungis 18 mm þykk), heldur er hún líka
merkilega öflug miðað við stærð samkvæmt
ítar legum prófunum PC World. Að auki er
lyklaborðið vel heppnað og ekki til trafala
fyrir þá sem skrifa hratt – en sú er oft raunin í
þessum stærðar flokki fartölva.
14
15
BISTRO
Nauthólsvegi 106 | Sími 599 6660
nautholl@nautholl.is | www.nautholl.is
facebook.com/nautholl
GLÆSILEGUR VEISLUSALUR
FUndIR OG RáðSTEFnUR
Nauthóll býður til leigu glæsilegan veislusal sem hentar frábærlega fyrir hvers
kyns veislur og viðburði, s.s. brúðkaup, fermingar, árshátíðir og afmæli.
Salurinn er búinn hágæðahljóðkerfi, skjávarpa, flettitöflu og púlti, auk þess sem við útvegum
skrifblokkir og penna fyrir fundargesti.