Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2012, Síða 48

Frjáls verslun - 01.10.2012, Síða 48
48 FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 uM sKuldir rÍKJA, KrePPu oG fJárlAGAHAllA Flestar viðskiptafréttir á árinu 2012 hafa gengið út á að hagkerfi heimsins spóli og að minni eftirspurn sé í heims- versluninni. – En hvað hefur að þínu mati verið efst á baugi á meðal fræði- manna í hagfræði á árinu 2012? Hagfræðin skiptist í undirgreinar, eins og til dæmis læknisfræðin þar sem augn - lækningar, innkirtla- og efna skipta lækningar og þvagfæraskurð lækn ingar eru sjálfstæður vettvangur sérfræðinga enda þótt ýmsar sér greinar eigi margt sameiginlegt. Kreppan alþjóðlega, sem fyrst gætir 2007-2008, hef ur einkum komið róti á fræðaheim þjóð hag fræðinga og fjármálasérfræðinga. Við fangsefni þjóðhagfræðinnar (macro - ec onomics), hagsveiflur og jafnvægi hag - kerfa, er flókið mál og erfitt úrlausnar. Enda þótt flestir þjóðhagfræðingar séu á einu máli um fjölmörg fræðileg atriði er meiri ágreiningur í þjóðhagfræði um mikil væg mál en í flestum öðrum greinum hag fræð - innar. Sumir þjóðhagfræðingar kenna sig við fræði J. Maynards Keynes og segjast vera ný-keynesistar, aðrir segjast vera ný -monitaristar og byggja að hluta á kenn - ing um Miltons Friedmans og ýmis önnur blæ brigði þekkjast. Mikil vandi blasir við þeim sem um þessar mundir bera ábyrgð á stjórn efnahagsmála. Mörg vestræn ríki eru stórskuldug, meðal annars vegna bankahruns, og jafnframt hrjáir þau kreppa og mikið atvinnuleysi. Hvað er til ráða? Er brýnast að jafna ríkis fjármálin með skattahækkunum og niður skurði ríkisútgjalda og greiða niður skuldirnar eða er farsælast að vinna fyrst bug á atvinnuleysinu með því að auka ríkisútgjöldin og lækka skatta – og þar með dýpka skuldirnar? Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur jafnan mælt með skattahækkunum og niðurskurði við þessar aðstæður en nú eru ýmsir for - ystumenn sjóðsins á báðum áttum. Vegna þess að mörg ríki voru afar skuldsett við upphaf kreppunnar getur hallarekstur endað með greiðsluþroti, einkum ef efna - hagsbatinn lætur á sér standa. Efnahagsbati er yfirleitt háður því að út - flutni ngsgreinar kreppuríkja séu vel reknar og geti keppt á erlendum mörkuðum. Víða standa útflutningsfyrirtæki illa og þörf er á umbótum á vinnumarkaði og endur - skipu lagningu á viðskiptaumhverfinu til að viðreisn geti heppnast, en slíkar aðgerð ir eru yfirleitt erfitt pólitískt mál. Hag fræðinga greinir á um það hver hin raunverulega staða er: Er brýnt að endur - skipuleggja atvinnulífið? Er líklegt að hag vöxtur taki snarlega við sér og létti sjálfkrafa skuldabyrðina? Er hætt við að kröftug innspýting leiði til verðbólgu? Er verð bólga kannski af hinu góða og lausn vand ans (eins og Paul Krugman heldur fram í lausbeisluðum greinum sínum í New York Times)? uM Horfur Í HeiMinuM nÆsTu 20 árin? Annað stærsta hagkerfi heims, Kína, hefur verið að kólna og útlitið er ekki bjart í Bandaríkjunum og Evrópu. Hag- vöxtur í Þýskalandi er meira að segja að minnka. – Hvaða ríki verða það sem munu rífa hagkerfi heimsins upp úr farinu og auka heims eftirspurnina? Í Bandaríkjunum var nýlega gefin út skýrsla sem Öryggisráð ríkisins (National In tell igence Council) vann að í fjögur ár. Í skýrslunni eru metnar horfurnar í heim inum næstu 18-20 ár með áherslu á efnahagsmál og stöðu Bandaríkjanna. Þar segir að mikilvægasta breytingin næstu tvo áratugina verði upprisa voldugrar milli - stéttar á heimsvísu – væntanlegir neyt endur með þokkalega menntun og tekjur. Rúss - land er sagt vera á niðurleið og almennt þau ríki sem eru mjög háð útflutningi á olíu og jarðgasi. Kínverska hagkerfið mun vaxa hratt og verða stærra en það bandaríska. Helmingur jarðarbúa mun glíma við vatns skort. Árásir á tölvukerfi verða fyrir - ferðar miklar og ógna daglegu lífi til dæmis í Bandaríkjunum og Evrópu og mikil hætta stafar af líklegum efnavopnaárásum öfga - hópa. Hækkandi meðalaldur Evrópuþjóða og þjóða í Suðaustur-Asíu mun draga úr hagvexti þar um slóðir og vegur ríkjanna mun minnka hlutfallslega. Skýrslan er bjartsýn um framtíð Banda ríkjanna einkum vegna þess að nýfundnar jarðgas- og olíulindir munu gera landið óháð innflutningi orku gjafa. Heimshagkerfið verður minna háð Vestur- löndum en áður og hag vöxtur á heims - vísu mótast töluvert af efnahags ár angri þróunarríkja sem eru á uppleið, svo sem árangri Brasilíu, Kólumbíu, Ind lands, Indónesíu, Nígeríu, Suður-Afríku og Tyrk lands. Ekkert eitt ríki mun gegna for - ystuhlutverki í heiminum, eins og Banda - ríkin hafa gert, en ríkjabandalög gætu ráðið ferðinni, einkum ef Kínverjar og Bandaríkja - menn ná að vinna saman. En þú spyrð um horfurnar næstu eitt til fimm ár, ekki tuttugu ár. Ég útiloka ekki að Bandaríkin, Kína og Þýskaland eigi eftir að leiða uppsveiflu á næstu árum en margt getur breytt þeirri spá. Mannkynssagan er skrifuð eftirá en ekki fyrirfram. uM fJárfesTinGu Í MennTun Hagfræðin fjallar mikið um ævitekjur og að sterk fylgni sé á milli menntunar og efnahags fólks. Mörgum Íslendingum finnst þessi kenning ekki eiga við á Íslandi þar sem viðbótartekjur af við - bótar menntun séu ekki nægilega miklar hér á landi. – Hver er þín skoðun á menntun í dag sem fjárfestingu þegar sífellt fleiri eru með langskólanám og fram boð af háskólamenntuðu fólki hefur stóraukist? Í framhaldsnáminu var mín upphaflega sérgrein vinnumarkaðurinn og mannauður, fjárfesting í menntun. Á ensku er talað um human capital og ég þýddi það hugtak sem mannauður, þegar ég kom heim frá námi. Fjárfesting fólks í háskólamenntun er framboðsmegin á vinnumarkaðnum en ávöxtunin er háð eftirspurninni eftir starfskröftum með viðkomandi menntun. Ég á von á því að eftirspurn eftir háskóla- menntuðu fólki verði mikil á næstu ára tugum. Við erum stödd í fyrsta áfanga „Eðli svokallaðrar um ræðu hefur versnað, margir hafa sýnt sínar verstu hliðar og eitur ský neðan úr dýpstu holræsum net heima hvílir yfir land inu. Hvar sem ég kem kvarta nær allir meira undan eitr aðri um - ræðu en efnahags - vandanum.“ efnaHagsMáL
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.