Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2012, Page 62

Frjáls verslun - 01.10.2012, Page 62
62 FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 Áfengi og kynlíf um áramót GÍSlI KRISTjÁnSSon – blaðamaður STJÓRNUNAR- MOLI Þess eru mörg dæmi að stjórnendur fyrirtækja hafi á vormánuðum mætt fyrir rétt og svar að fyrir gerðir sínar í gleð skap um jól og áramót. Yfirleitt tekur það réttarkerfið tvo til fjóra mán uði að ganga frá slíkum dómsmálum. Og með dómi lýkur oft ferli stjórnandans í fyrirtækinu – það er ef hann eða hún hefur farið yfir strikið í jólahlaðborðinu eða áramótagleðinni. Oftast fjalla brot við þessar aðstæður um áfengi og kynlíf: Stjórinn hellti t.d. skirfstofustúlk­ una fulla og svaf hjá henni. Eða að hún þorði ekki annað en að láta að vilja hans af ótta við brott rekstur. Það kostar stjórann venju lega vinnuna. En hegðunarbrot eru ekki alltaf lögbrot. Stjórnendur fyrirtækja geta glatað virðingu sinni og stöðu á skammri stundu ef þeir gæta sín ekki í gleðskap meðal starfsfólksins. Það gleymist oft að stjórinn er alltaf stjóri. Hann eða hún á aldrei frí í samskipt­ um við undirmenn sína. Einu gildir hvort það er á vinnutíma eða ekki. Í samkomum um jól og áramót er stjórnandinn líka í vinnunni þótt starfsfólkið eigi frí. Fyrirtækjafyllerí eru alls ekki ný en vandinn er meiri núna en var áður. Það er vegna þess að til þess er ætlast að stjórnendur séu alþýðlegir og umgangist sitt fólk sem félaga. Það býður ýmsum hættum heim. Og þótt veislustjóri stýri veisl­ unni er yfirmaðurinn engu að síður æðstráðandi við veislu­ borð ið. Því er skynsamlegt að fylgja föstum reglum jafnvel þótt stjórnandinn fái á sig orð fyrir að vera leiðinlegur. Hin síðari ár hefur hefð myndast fyrir að fylgja eftirfarandi ráðum: •­ í­veislunni­á­að­bjóða­ upp­á­óáfenga­drykki­um­ leið og áfengi er borið fram. •­ Sjáðu­til­þess­að­mat­ ur inn komi snemma. á­fengi­á­fastandi­maga­ leiðir til ofurölvunar. •­ Sjáðu­til­þess­að­vatn­sé­ á matarborðinu. •­ Aldrei­að­bjóða­upp­á­ opinn­bar.­Fyrir­veisluna­ á að segja hve mörg glös eru á kostnað fyrir- tækisins. Annað verður fólkið­að­kaupa­sjálft.­ Óáfengir drykkir eiga að vera­ókeypis. •­ Hafðu auga með mönn- um sem gjarnan drekka sig­fulla.­yfirmaðurinn­ er ábyrgur fyrir aga á vinnustað­þótt­það­sé­í­ veislu. •­ Láttu stöðva áfengis- kaup­þeirra­sem­eru­ orðnir fullir. •­ Gríptu­inn­í­ef­einhver­ starfsmaður verður fyrir áreitni í veislunni. yfirmanni­ber­skylda­til­ að­gæta­réttinda­starfs- fólksins. •­ Mundu­að­stjórnandi­er­ alltaf ábyrgur og á að sýna gott fordæmi. •­ Allar reglur um umgeng- ni á vinnustað gilda einn ig í samkvæmum á veg um fyrirtækisins. Gott er að yfirmaður haldi stutta og snjalla ræðu til að sýna að hann/hún sé þrátt fyrir allt ekki alger þumbari. skoðun Ingibjörg Þórðardóttir segir aukin umsvif hafa verið á fast eignamarkaði á árinu og þing lýstir samningar um 15% fleiri en í fyrra. „Það eru ekki margir fjárfest­ ingarkostir í boði fyrir þá sem eiga fé og vilja ávaxta það. Fjár festar hafa í auknum mæli komið inn á fasteignamarkaðinn og mörg félög verið stórtæk í fasteignakaupum og keypt jafn­ vel um og yfir hundrað fasteignir hvert og eitt.“ Ingibjörg telur að huga þurfi að ýmsum þáttum í lánveitingum til fasteignakaupa á næstunni. „Nú er svo komið að í yfir 90% tilvika eru tekin óverðtryggð lán til hús næðiskaupa þrátt fyrir meiri greiðslubyrði en lántakar geta þá vitað með vissu hverjar afborg­ anir verða og stöðu lána ár frá ári jafnframt því að sjá lánið lækka með hverri afborgun. Vitaskuld eru þessi lán ekki heldur hættulaus enda almennt í samningum hægt að hækka vexti eftir tiltekinn tíma, þó má gera ráð fyrir að vextirnir fylgi því vaxtastigi sem tíðkast á markaði hverju sinni. Almenningur er mjög brenndur af verðtryggðum lánum vegna mikillar verðbólgu og þrátt fyrir að hafa greitt skilvíslega af þeim árum saman lækka lánin ekki heldur hafa tekið stórfelldum hækkunum en tryggja þarf stöðu lántaka gegn slíkum áföllum.“ Ingibjörg telur að almenningur geri kröfu um að lánastofnanir bjóði óverðtryggð lán eins og annars staðar á Norðurlöndun­ um, þar sem einungis tíðkast óverðtryggð lán á lágum vöxtum. Lántakar séu ekki tilbúnir til að snúa aftur til þess tíma er aðeins voru í boði verðtryggð lán enda muni nú dómstólar skera úr um hvort verðtryggðu lánin standist ákvæði Evrópuréttarins. Samningum fjölgaði um 15% InGIBjöRG ÞóRðARdóTTIR, – formaður Félags fasteignasala FASTEIGNA- MARKAÐURINN „Nú er svo komið að í yfir 90% tilvika eru tekin óverðtryggð lán til hús næðis- kaupa þrátt fyrir meiri greiðslubyrði en lántakar geta þá vitað með vissu hverj ar afborg anir verða og stöðu lána.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.