Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2012, Side 66

Frjáls verslun - 01.10.2012, Side 66
66 FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 Feðgarnir jóhann Páll valdimarsson og egill örn jóhannsson í Forlaginu eru menn ársins í atvinnulífinu 2012 að mati Frjálsrar verslunar Það er hægt að hagnast á bókaútgáfu. Feðgarnir jóhann­Páll­Valdimarsson og Egill­Örn­jóhannsson stýra Forlaginu, langstærsta útgáfufélagi landsins, af miklum myndarbrag og hefur árangur fyrirtækisins vakið mikla athygli. Það velti 1.267­milljónum á síðasta ári og hagnaðist um 104­milljónir eftir skatta. Eigið féð var tæplega 1,1­milljarður og heildareignir metnar á 1.749­milljónir­króna. Forlagið gefur út bækur undir merkjum JPV, Máls og menningar, Vöku­Helgafells og Iðunnar og rekur auk þess metnaðar­ fulla kortaútgáfu. Þá er Heimskringla háskólaútgáfa einnig innan vébanda félagsins. Jóhann Páll og fjölskylda eiga 50% í Forlaginu á móti Máli og menningu Bókmenntafélagi, sem er sjálfseignarstofnun. Heimur bókaútgáf-unnar er óneitan-lega margbreyti-legur. Sem gefur að skilja snýst hann ekki aðeins um debet og kredit og hann snýst heldur ekki um að fram- leiða vöru sem rennur í gegnum hendur kaup andans sem stundarneysla. Og það er ekkert línulegt við það ferli að gefa út bók. Á bak við hverja bók er hugmynd og á bak við hverja bókaútgáfu er hugmynda- heimur. Það er því vonlegt að það hafi nokkurn aðdraganda að hefja umræðu um viðskiptahlið útgáfufélags eins og Forlags- ins ehf. Sérstaklega þegar viðmælendurnir eru útgefendur í annan og þriðja ættlið og þekkja þar af leiðandi útgáfusögu Íslands eins og hún leggur sig, eða því sem næst! Feðgarnir Jóhann Páll Valdimarsson og Egill Örn Jóhannsson stýra Forlaginu, langstærsta útgáfufélagi landsins. Þeir eru menn ársins í íslensku viðskiptalífi þetta árið. Þar sem ég sit á móti þeim í skrifstofu Jóhannns Páls á Bræðraborgarstíg 7, undir taktföstum slætti loftpressunnar fyrir utan, virðast þeir feðgar ekkert mjög uppnumdir yfir þessari upphefð, taka þó fram að sér þyki vænt um tilnefninguna. Viðskipti eða „business“ eru þó ekki endilega það sem þeir vilja ræða, játa meira að segja að þeir hafi ótrú á Excel, þessum töflureikni sem Microsoft færði okkur og allt virðist velta á í vel reknum fyrirtækjum. En ekki þar fyrir, rekstur Forlagsins er til fyrirmyndar, nú sem áður. Félagið hefur alltaf verið rekið með hagnaði, eða allt síðan það var stofnað 2001. Síðustu ár hefur Forlagið státað af 10 til 15% hagnaði af veltu. Eiginfjárstaðan er traust og skuldir litlar sem engar. Þetta er líklega staða sem margir myndu öfundast yfir og það jafnvel í starfsgreinum sem að öllu jöfnu væru taldar ábatasamari. Forlagið er ekki mikið félag í hinu stærra samhengi, með söluveltu upp á um 1.250 milljónir króna á síðasta ári og hagnað upp á 104 milljónir króna. Hluthafar eru ekki margir en hafa notið þokkalegra arðgreiðslna undanfarin ár. Hjá félaginu starfa um fjörutíu fastráðnir starfsmenn og fjölskyldu böndin eru sterk. Feðgarnir koma sem einn maður að rekstri félagsins en játa að ákveðin verka- skipting sé á milli þeirra, hver hún hins vegar nákvæmlega er getur verðið misjafnt milli daga. Oft er annríkið það mikið að þeir ná ekki að hittast til að ræða málin, þá verður að treysta á að fjölskyldutakturinn tryggi það samræmi sem þarf. Fyrir fund- inn með þeim feðgum hafði mér verið tjáð að þeir styddu vel hvor við annan; Jóhann Páll væri funi, kappsfullur og léti stýrast af tilfinningum umfram rökhyggju. Á sama tíma væri Egill rólegur og yfirvegaður, liti á taflstöðuna heildstætt áður en hann mæti hvort leggjast skyldi í vörn eða sókn. Þegar faðirinn vildi prenta meira segði sonurinn að nóg væri komið. Þeir verða kankvísir þegar þessi lýsing er borin undir þá en Jó - hann Páll játar að þetta sé ekki fjarri lagi. Að hluta til sé þetta fullkomið fyrirkomulag. Báðum verður þeim tíðrætt um að innsæi skipti miklu máli, að finna það með nefinu hvort bók er líkleg til að ná árangri. Slíkt geti aldrei orðið reiknanleg niðurstaða. Og þeir hafa engan áhuga á að finna reiknan- lega niðurstöðu í útgáfu sinni. Það taki sjarmann í burtu. Framkvæmdastjórinn Egill hefur meira að segja fágæta vantrú á töflureikninum góða: „Excel er algerlega bannaður í rekstri þessa fyrirtækis og áætl- anagerð í Excel kemur ekki til greina enda er hann að okkar mati tæki til að búa þér til niðurstöður sem þú ákveður fyrirfram og allt sem kemur þar á milli er bara óskhyggja.“ Jóhann Páll segist hjartanlega sammála þessu og segir að mörg af þeim verkum Menn ársins ViðTAl: siGurður Már Jónsson Myndir: Geir ólAfsson feðgarnir í forlaginu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.