Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2012, Side 67

Frjáls verslun - 01.10.2012, Side 67
FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 67 sem þeim þyki vænst um hefðu aldrei kom ist í gegnum hreinsunareld töflureikn- is ins ef hann væri fyrir hendi. Egill á loka - orðið um þetta hjálpartæki viðskiptalífsins: „Þetta hefur verið reynt í útgáfu erlendis, að ráða viðskiptafræðinga sem setja allar útgáfuáætlanir í Excel og þeir sigla þeim fyrir tækjum undantekningarlaust í þrot. Ég tek undir það að ef við ættum að fara að setja hverja einustu útgáfubók í Excel þá væri útgáfa okkar miklu fátæklegri en hún er. Það skiptir miklu máli í bókaútgáfu eins og okkar að hafa nef fyrir rekstrinum og út - gáfunni. Það verður að gilda að miklu leyti í ákvarðanatökunni.“ Jóhann Páll bendir á að að baki þessu liggi ákveðin sýn útgefandans á það hverju les - endur eru að leita að hverju sinni. Sú tilfinn- ing sé sérlega mikilvæg í bókaheiminum. AðdráttArAfl bókAnnA Jóhann Páll hóf útgáfustarfsemi með föður sínum, Valdimari Jóhannssyni kenndum við Iðunni. Jóhann Páll fagnaði sextugsaf- mæli sínu fyrr á árinu og ekki er langt í að hann hafi tilefni til að halda upp á fjörutíu ára útgáfuafmæli. Að bókaútgáfa skyldi verða ævistarfið ætti ekki að koma á óvart enda lifði hann og hrærðist í bókaút- gáfu sem barn vegna þess að á heimilinu komst ekkert annað að en bókaútgáfa, aðdráttarafl bókanna var sterkt. „Það var ekki rætt um neitt annað en bækur,“ segir Jóhann Páll og skimar um eftir kettinum sem gerir sig heimakominn á skrifstofunni. Á þeim tíma var allt lagt undir og Jóhann Páll rifjar upp sögu af því þegar faðir hans kom heim á aðfangadag og lokaði sig af örþreyttur. Jafn vel svo að hann var varla fær til starfa fyrr en með vorinu. Sjálfur segist hann reyndar vera eins og undin tuska eftir jóla vertíðina en hafi sem betur fer tækifæri til að slaka á. Þau hjónin grípi gjarnan til þess ráðs að fara í ferðalög á suðrænar slóðir og hann sé þá með ljósmyndavélina við höndina enda ljósmyndun eina áhugamál hans utan vinnunnar. Hann hefur reyndar í ríkum mæli sameinað ljósmyndaáhugann og vinnuna og tekur margar myndir fyrir útgáfuna. Þrátt fyrir að það hafi ekki verið ætlunin tók Jóhann Páll til óspilltra mála hjá Iðunni fljótlega að loknu stúdentsprófi. Hann hóf nám í bókmenntum í Háskólanum en skömmu síðar hætti lykilstarfsmaður á Iðunni sem varð til þess að hann hvarf frá námi og hellti sér út í útgáfustarfsemina með föður sínum. Þegar Jóhann Páll, tók við taumunum á Iðunni 1974-1984 varð ævintýralegur vöxtur. Iðunn breyttist úr litlu eða meðalstóru forlagi í öflugasta útgáfufyrirtæki landsins á þeim tíma. „Kann ski er það mesta afrekið á ferlinum,“ segir Jóhann Páll þegar hann rifjar upp þessi ár sem hann starfaði með föður sínum. Hann starfaði hjá Iðunni í tíu ár en þá skildu leiðir og hann stofnaði eigið útgáfufélag, nafnið var ekki sótt langt. Það hét einfald- lega Forlagið og mörgum fannst kveða við nýjan og ferskan tón í útgáfumálum. Hafa verður í huga að bókaútgáfa á þeim tíma mótaðist af þeim hugmyndafræðilegu átökum sem kaldastríðið skóp. Valdimar í Iðunni náði að mörgu leyti að sneiða fram- hjá þeim og Jóhann Páll hefur fylgt þeirri línu – að vera ekki á neinni línu! En bókaútgáfa var erfið á þessum árum og eftir sex ár keypti keppi-nauturinn í Máli og menningu meirihlutann í Forlaginu og Jóhann Páll hóf störf innan vébanda Máls og menningar, sem líklega lifði sinn mesta uppgangstíma á þeim árum. Og það þrátt fyrir að margir teldu að sú hugmyndafræði lega stoð sem að baki félaginu stóð ætti í miklum erfiðleik- um á sama tíma. Vegur Jóhanns Páls hjá sameinuðu Forlagi og Máli og menningu óx þegar hann tók að sér markaðsmál beggja eininganna og í kjölfar áframhald andi samruna fyrirtækj anna endaði hann yfir sölu- og markaðssviði Forlagsins og Máls og menningar. Árið 1994 kom Egill til starfa en hann stóð þá á tvít ugu. Egill var ekki ókunn- ugur bókaútgáfu þótt ungur væri því að hann hafði áður unnið í bókabúðum. Egill hóf störf inni á lager Máls og menningar en gekk þess utan í ýmis störf. Honum var fljótt treyst til vanda meiri verka og var innan skamms orðinn sölu stjóri Máls og menningar. Aftur á eigin vegum En breytingar voru handan við hornið. Árið 2000 yfirgaf Jóhann Páll Mál og menn ingu og Forlagið og réð sig sem fram kvæmdastjóra hins nýstofnaða ættfræðifyrir tækis Genea- logia Islandorum eftir að eigendur þess höfðu sóst ákaft eftir kröftum hans. Egill kaus að fylgja honum þangað. Jóhann Páll setti upp JPV forlag innan félagsins og fljótlega streymdu út fagurbókmenntir og fræðibækur frá þessu nýja forlagi. En ævintýrið stóð stutt. Fjármálaheimurinn hrundi þá einu sinni sem oftar, netbólan sprakk og sama má segja um eitt lítið ætt- fræðifyrirtæki sem barst inn á útfararstofu íslensks fyrirtækjarekstrar. Jóhann Páll hafði hraðar hendur og náði að bjarga útgáfurétti og útgáfusamning- um með samkomulagi við skiptastjóra og stofnaði Forlagið ehf. í kjölfarið í upphafi ársins 2001. Jóhann Páll segir að þetta hafi verið erfiðir tímar, sér hafi fundist hann bera ábyrgð á þeim höfundum sem höfðu fylgt honum í gegnum ferðalag milli ólíkra útgáfumerkja. Miklu hafi skipt að geta stýrt þeim í heila höfn. Samskipti við höfunda er nokkuð sem ekki er tekið af léttúð og í útgáfuheiminum er gjarnan rætt um hið sérstaka og nána samband sem Jóhann Páll á við höfunda sína. Þegar tilfinningar blandast við vonir og væntingar og jafnvel efnahagslega velferð þarf að gæta margs. Þessar tilfinningar virðast endurgoldnar. Þegar Jóhann Páll hélt upp á sextugsafmæli sitt síðasta vor skrifaði Ólafur Gunnarsson rithöfundur grallaraleg en einlæg skilaboð í boðskortið þar sem hann tjáði hug sinn til forleggjarans með orðunum: „… málið er ósköp einfalt; ég elska hann“. Ekki skipti síður máli að feðgarnir fluttu með starfsemi sína á Bræðraborgarstíginn, í sama hús og Iðunn hafði keypt þegar Jóhann Páll stýrði Iðunni. Þar eru höfuð- stöðvarnar – þó að lagerhúsnæði og bóka- verslunin séu úti á Granda. Jóhann Páll, Guðrún og Valdimar búa reyndar í húsinu, og geta þess vegna gengið niður á skrif- stofu í inniskóm og slopp kjósi þau svo. Hann tekur reyndar fram að það geri þau ekki! En nálægðin er mikil og þeir feðgar játa að þeir og aðrir fjölskyldumeðlimir séu nánast alltaf í vinnunni. Það þarf meira að segja að setja ákveðnar samskiptareglur til að takmarka umræðuna við matarborðið. Þegar Jóhann Páll, tók við taumunum á Iðunni 1974 -1984 varð ævin- týralegur vöxtur. Iðunn breytt ist úr litlu eða meðal- stóru for lagi í öfl ugasta útgáfu- fyrirtæki landsins á þeim tíma.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.