Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2012, Page 77

Frjáls verslun - 01.10.2012, Page 77
FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 77 úr val rafbóka en salan sé ekki nálægt því sem menn væntu. „Salan er sannarlega að aukast og verður eflaust mikil síðar meir en þetta kemur ekki eins og flóðbylgja yfir útgáfu iðnaðinn,“ sagði Egill. Hann nefnir því til staðfestingar að markaðshlutdeild raf- bókarinnar sé að jafnaði eitt til þrjú prósent af heildarbóksölu í nágrannalöndunum. Jóhann Páll bendir á að einstaka bækur geti selst í stærra upplagi sem rafbók en staðfestir að heildarprósentan sé ekki há. Hér á landi seljist varla nema eitt prósent bóka sem rafbækur og þó séu Íslending- ar nokkuð framsæknir þegar kemur að spjald- og lestölvutækni. Vert er að rifja upp að vinsæl bók eins og Fimmtíu gráir skuggar var fyrst gefin út sem rafbók og þá af höfundi. Síðar kom stórt bókaforlag til sögunnar og gaf bókina út í prentuðu formi og þá fékk hún metsölu. Það breytir því ekki að enn selst bókin gríðarlega vel sem rafbók. Að sögn Jóhanns Páls má því sjá vísbendingu um það hvernig rafbókin og sú prentaða geta haft áhrif hvor á aðra í framtíðinni. Rannsóknir í Bretlandi og Bandaríkjunum sýna einnig að rafbóka- væðing getur leitt til aukinna bókakaupa þegar fram líða stundir. Þröskuldurinn til bókakaupa lækki þegar verðið lækkar. Egill segir að kostnaðarlækkun vegna rafbóka sé stundum ofmetin. „Það vill stund um gleymast í umræðu um verðlagningu á rafbókum að sá kostn- aður sem fellur niður hjá útgefanda við að gefa út rafbók er ekki svo mikill ef horft er til prentkostnaðar. En prentkostnaður er ekki nema fjórðungur til þriðjungur af heildarútgáfukostnaði. Það er annar kostn- aður sem skiptir mestu. Ef við til dæmis horfum til reyfara þá má nefna kostnað við þýðingu, ritstjórn, yfirlestur, kápugerð og ekki síst sölu og markaðssetn ingu sem gegnir sífellt veigameira hlut verki við útgáfu bóka. Þessi kostnaður hverfur aldrei. Það er því ekki raunhæft, að mínu mati, að ætlast til meiri lækkunar en þessi 20 til 25 prósent sem við sjáum núna. En með aukinni endurútgáfu, til dæmis á bókum sem við eigum á lager, mun verðið lækka enn frekar. Þá er búið að gjaldfæra allan kostnað við útgáfu og forlagið á út- gáfuréttinn sem það getur auðveldlega nýtt til rafbókaútgáfu.“ „Ég vil undirstrika það sem Egill er að segja. Þegar fólk fær bók í hendurnar átt- ar það sig ekki alltaf á hvað ofboðslega mikil vinna liggur að baki fyrir utan hinn eiginlega prentkostnað. Svo tekið sé dæmi af ritstjórnarvinnu og prófarkalestri þá leggjum við gríðarlegan metnað í vandaða MiNNiSSTæðaR úTGÁfuR: egill örn Egill Örn segist hafa komið að fjöldanum öllum af afar spennandi og góðum bók um á sínum til þess að gera stutta útgáfuferli. „Það er afar erfitt að nefna einhverja sérstaka, en ætli fari ekki ágætlega á því að nefna sjálfa bók bókanna, Biblíuna, en það var á sínum tíma mikil áskorun fyrir tiltölulega lítið bókaforlag, JPV útgáfu, að takast á við svo mikið verkefni – að gefa út nýja heildarþýðingu Biblíunnar. Eins yljar það nú alltaf um hjartaræturnar að geta endurútgefið ýmsar perlur bókmenntasögunnar, bækur sem eiga sér kannski afar lítinn grundvöll fjárhagslega en útgáfa þeirra bóka og fleiri er partur af þeirri skyldu okkar að við halda í útgáfu helstu verkum íslenskrar útgáfusögu. Við höfum lagt mikinn metnað frá upphafi í að rækta og standa við það hlutverk okkar.“ Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.