Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2012, Page 86

Frjáls verslun - 01.10.2012, Page 86
86 FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, segir að hjá fyrirtækinu sé lögð áhersla á að vera góður „nágranni“ og á síðustu árum hefur fyrirtækið varið nær 600 milljónum króna til samfé­ lagsverkefna, aðallega á Austurlandi. Fjárfestingar Fjarðaáls eru enn miklar. Nefna má tvö stór fjárfestingaverkefni sem lauk á þessu ári, upp á samtals rúmlega sjö milljarða króna. Langskemmtilegasta fyrirtæki í heimi anne Sigurðsson segir að það sem hafi borið hæst á árinu hjá fyrirtækinu sé að byrjað hafi verið að endurfóðra kerin í álverinu en ný kers miðja Fjarðaáls, þar sem fóðr unin fer fram, var opnuð síðastliðið sumar. Um er að ræða fjárfestingu upp á um 4,6 milljarða króna og segir Janne það hafa verið frábært að vera með svo stórt verkefni í gangi en næstum 100 manns störfuðu við bygginguna þegar mest var og við kerfóðrunina skapast um 70 ný framtíðarstörf á álverssvæðinu. „En ef ég fengi að velja þann árangur fyrirtækisins sem ég er ánægðust með á árinu þá myndi það vera starfsmanna- ánægjan,“ segir Janne. „Við mælum starfsmannaánægjuna reglulega og hún hefur haldið áfram að vaxa með fyrirtækinu. Frá árinu 2010 til 2011 jókst ánægja starfsmanna úr 52% í 72%. Við vissum að það yrði erfi tt að bæta sig jafnmikið í ár en ánægjan heldur bara áfram að aukast og hefur farið upp um heil átta prósentutig á þessu ári, sem er stórkostlegt.“ Hvað varðar stefnu fyrir - tæk isins í starfsmannamálum segir Janne að áhersla sé lögð á heilsu og öryggi starfsmanna og þátttöku þeirra almennt í þeim málefnum sem snúa að rekstrinum. „Þeir eru okkar sér fræðingar. Það er mikilvægt þegar við tökum stóra ákvörðun, svo sem um að breyta vinnu- brögðum eða búnaði, að hafa starfsmennina okkar með í ráðum. Þeir taka þátt í að finna bestu lausnina því þeir þekkja vinnuferlin langbest. Þá felst í þessari aðferð virðing fyrir einstaklingnum, opin samskipti og jöfn tækifæri fyrir alla.“ Fjarðaál leggur áherslu á sér- staka velferðarþjónustu fyrir alla starfsmenn. Ef á þarf að halda býðst þeim að leita til sérfræðinga, svo sem sálfræð- inga eða lögfræðinga í ákveðinn fjölda skipta, allt á kostnað fyrirtækisins. Einnig er lögð áhersla á jafnrétti kynjanna hjá Fjarðaáli en stefnan er að jafn- margir karlar og konur starfi hjá fyrirtækinu. „Við erum með nefnd, sem við köllum fjölskyldunefnd, sem vinnur að innleiðingu þess - ar ar stefnu. Við gerum þetta ekki eingöngu af því að það sé réttlætismál heldur er það einfaldlega góður „bissness“ að hafa jafnt hlutfall kynja innan fyrirtækisins. Það sýnir sig til dæmis að konur eru betri en karlar í akstri innan álversins. Það er mikil umferð ökutækja inni í svona stóru álveri og í farartækjunum er búnaður sem sýnir þegar ekið er á eða utan í eitthvað. Það eru vísbendingar um að karlmenn valdi 52% fleiri slíkum óhöppum en konur.“ um 600 milljónir í samfé­ lagsverkefni Þegar kemur að auglýsingum og kynningum segir Janne að þegar um sé að ræða auglý s- ingar – hvort sem þær eru í út varpi, sjónvarpi eða prent- miðlum – sé lögð áhersla á að þær endurspegli fyrirtækið og gildi þess. „Við reynum alltaf að sýna starfsmönnun- um virðingu og við leggjum áherslu á umhverfið, heilsu og öryggismál. Ég hef aldrei áður unnið hjá fyrirtæki eins og Alcoa sem er ekki bara með traust gildi heldur gildi sem farið er eftir dags daglega. Við reynum að láta það endur- speglast í auglýsingunum. Upplýsingar Um fyrirtækið: Velta: 95 milljarðar árið 2011 fjöldi starfsmanna: 482 forstjóri: Janne Sigurðsson stjórnarformaður: Lluís M. Fargas stefnan: „Að sýna góða arðsemi með áherslu á öryggi, heilbrigði og umhverfi!“ TexTi: sVAVA JónsdóTTir / Mynd: HilMAr siGurBJÖrnsson uM áraMót Alcoa Fjarðaál
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.