Frjáls verslun - 01.10.2012, Page 86
86 FRJÁLS VERSLUN 11. 2012
Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, segir að hjá fyrirtækinu sé lögð áhersla á að vera
góður „nágranni“ og á síðustu árum hefur fyrirtækið varið nær 600 milljónum króna til samfé
lagsverkefna, aðallega á Austurlandi. Fjárfestingar Fjarðaáls eru enn miklar. Nefna má tvö stór
fjárfestingaverkefni sem lauk á þessu ári, upp á samtals rúmlega sjö milljarða króna.
Langskemmtilegasta
fyrirtæki í heimi
anne Sigurðsson
segir að það sem hafi
borið hæst á árinu
hjá fyrirtækinu sé
að byrjað hafi verið
að endurfóðra kerin
í álverinu en ný
kers miðja Fjarðaáls, þar sem
fóðr unin fer fram, var opnuð
síðastliðið sumar. Um er að
ræða fjárfestingu upp á um 4,6
milljarða króna og segir Janne
það hafa verið frábært að vera
með svo stórt verkefni í gangi
en næstum 100 manns störfuðu
við bygginguna þegar mest var
og við kerfóðrunina skapast
um 70 ný framtíðarstörf á
álverssvæðinu.
„En ef ég fengi að velja þann
árangur fyrirtækisins sem ég
er ánægðust með á árinu þá
myndi það vera starfsmanna-
ánægjan,“ segir Janne. „Við
mælum starfsmannaánægjuna
reglulega og hún hefur haldið
áfram að vaxa með fyrirtækinu.
Frá árinu 2010 til 2011 jókst
ánægja starfsmanna úr 52% í
72%. Við vissum að það yrði
erfi tt að bæta sig jafnmikið í ár
en ánægjan heldur bara áfram
að aukast og hefur farið upp
um heil átta prósentutig á þessu
ári, sem er stórkostlegt.“
Hvað varðar stefnu fyrir -
tæk isins í starfsmannamálum
segir Janne að áhersla sé lögð
á heilsu og öryggi starfsmanna
og þátttöku þeirra almennt í
þeim málefnum sem snúa að
rekstrinum. „Þeir eru okkar
sér fræðingar. Það er mikilvægt
þegar við tökum stóra ákvörðun,
svo sem um að breyta vinnu-
brögðum eða búnaði, að hafa
starfsmennina okkar með í
ráðum. Þeir taka þátt í að finna
bestu lausnina því þeir þekkja
vinnuferlin langbest. Þá felst
í þessari aðferð virðing fyrir
einstaklingnum, opin samskipti
og jöfn tækifæri fyrir alla.“
Fjarðaál leggur áherslu á sér-
staka velferðarþjónustu fyrir
alla starfsmenn. Ef á þarf að
halda býðst þeim að leita til
sérfræðinga, svo sem sálfræð-
inga eða lögfræðinga í ákveðinn
fjölda skipta, allt á kostnað
fyrirtækisins. Einnig er lögð
áhersla á jafnrétti kynjanna hjá
Fjarðaáli en stefnan er að jafn-
margir karlar og konur starfi
hjá fyrirtækinu.
„Við erum með nefnd, sem við
köllum fjölskyldunefnd, sem
vinnur að innleiðingu þess -
ar ar stefnu. Við gerum þetta
ekki eingöngu af því að það
sé réttlætismál heldur er það
einfaldlega góður „bissness“ að
hafa jafnt hlutfall kynja innan
fyrirtækisins. Það sýnir sig til
dæmis að konur eru betri en
karlar í akstri innan álversins.
Það er mikil umferð ökutækja
inni í svona stóru álveri og í
farartækjunum er búnaður sem
sýnir þegar ekið er á eða utan í
eitthvað. Það eru vísbendingar
um að karlmenn valdi 52% fleiri
slíkum óhöppum en konur.“
um 600 milljónir í samfé
lagsverkefni
Þegar kemur að auglýsingum
og kynningum segir Janne að
þegar um sé að ræða auglý s-
ingar – hvort sem þær eru í
út varpi, sjónvarpi eða prent-
miðlum – sé lögð áhersla á að
þær endurspegli fyrirtækið
og gildi þess. „Við reynum
alltaf að sýna starfsmönnun-
um virðingu og við leggjum
áherslu á umhverfið, heilsu
og öryggismál. Ég hef aldrei
áður unnið hjá fyrirtæki eins
og Alcoa sem er ekki bara með
traust gildi heldur gildi sem
farið er eftir dags daglega. Við
reynum að láta það endur-
speglast í auglýsingunum.
Upplýsingar Um fyrirtækið:
Velta: 95 milljarðar árið 2011 fjöldi starfsmanna: 482 forstjóri: Janne Sigurðsson stjórnarformaður: Lluís M. Fargas
stefnan: „Að sýna góða arðsemi með áherslu á öryggi, heilbrigði og umhverfi!“
TexTi: sVAVA JónsdóTTir / Mynd: HilMAr siGurBJÖrnsson
uM áraMót
Alcoa Fjarðaál